9.5.2009 | 13:03
Orð í tíma töluð.
Auðvitað er þetta bara álit eins hagfræðings. Hans orð eru ekkert neinn heilagur sannleikur en gefa þau samt sem áður ekki tilefni til þess að hugsa þessi ESB mál aðeins upp á nýtt.
Í stað þess að skríða á fjórum fótum inn í ESB vegna þess að við eigum í efnahagskreppu eigum við þá ekki að leysa efnahagskreppuna fyrst. Þarna kemur fram sterk vísbending um það að Evran er EKKI lausn á efnahagsvandanum, eigum við þá ekki að setja þessa kosningabrellu Samfylkingarinnar til hliðar og leysa efnahagsvandann fyrst það er sérstaklega vanda fyrirtækja og heimila.
Svo þegar að kreppan er yfirstaðin sem að gerist vonandi einhvern tíma, þá getum við aftur farið að huga að aðild að ESB sem valkost fyrir þjóðina til frambúðar. Það er ákvörðun sem að þarf miklu lengri aðdraganda, það þarf að ræða fordómalaust kosti og galla aðildar og þjóðin þarf sannarlega að vera upplýst. Ég gef lítið fyrir álit þjóðar sem að hefur verið heilaþvegin mánuðum saman af þeim hræðsluáróðri Samfylkingar að ESB og Evran sé eina lausnin og er þar að auki nýbúin að ganga í gegnum kreppu. Aðild að ESB þarf að vera ákveðin á allt öðrum tíma undir allt öðrum kringum stæðum. Samfylkingin er ekkert annað en að hagnýta sér ástandið á versta tíma í sögu þjóðarinnar.
![]() |
Írar fleygi evrunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.