Aðeins ef það er ráðgefandi.

Því að hugmyndin um tvö starfandi löggjafarþing er algerlega út í hött. Ef að Alþingi fær ekki að fjalla um æðstu löggjöf okkar íslendinga, sjálft löggjafarþingið þá er alveg eins gott að leggja það niður. Mér finnst það gríðarlegur hroki af fólki að ætla sér að taka þá löggjöf sem að mestu málir skiptir af stofnun sem að hefur starfað óslitið í yfir 100 ár. Þar fyrir utan sé ég ekki og hef aldrei séð hvernig í veröldinni lýðræðið á Íslandi styrkist við það að það séu starfandi tvö löggjafarþing í landinu. Raunar hef ég aldrei skilið hvernig þetta þing styrkir lýðræðið og af hverju þetta þing ætti eitthvað að vera betra en það sem að við höfum fyrir. En úr því að fólk er komið með einhverja minnimáttarkennd af því að það finnst ekki fá að ráða neinu þá er um að gera að koma þessu stjórnlagaþing á koppinn, aðeins til þess að einhverjum líði betur. Eitt breytist samt ekki og mun aldrei breytast, völd kjósenda nær ekki út úr kjörklefanum. Þá daga sem að fólk fær að kjósa hefur þjóðin völdin en þess á milli er hún valdalaus. Því verður ekki breytt nema að breyta um form lýðræðis hér á landi. Ég held að fólk ætti að sætta sig við það áður en að það fer að gera sér einhverjar hugmyndir um stjórnlagaþing.

Þar fyrir utan er ég mjög efins um að það hafi verið stjórnarskránni að kenna hvernig alþjóðleg bankakreppa lék okkur Íslendinga.  Íslenska stjórnarskráin hefur ekki verið að þvælast fyrir mörgum Evrópuþjóðum en samt sem áður eru þær margar hverjar í engu betri málum en við.

En það er sjálfsagt að breyta stjórnarskránni, en það á að vera erfitt. Menn eiga ekki að geta hlaupið til og breytt henni á auðveldan máta. Stjórnarskráin ver okkar grundvallarréttindi og það er eðli hennar að hún á að vera íhaldssöm og erfitt að breyta henni. Það þýðir hins vegar ekki að hún eigi að vera óbreytanleg. Hins vegar vil ég að Alþingi þurfi að samþykkja breytingarnar áður en þær fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnlagaþingi verði ráðgefandi en ekki öfugt. Það var krafa Sjálfstæðismanna á sínum tíma og er enn. Ef að þetta löggjafarvald verður tekið af Alþingi þá getum við alveg eins lagt það bara niður. 

Einn rökstuðningurinn fyrir stjórnlagaþingi er að áhrif stjórnmálaflokka verði engin á stjórnlagaþinginu. Einmitt, sá maður sem trúir því virkilega er hrikalega einfaldur. Fólk starfar í stjórnmálaflokkum almennt til þess að gera breytingar eða koma í gegn breytingum. Það starfar enginn í stjórnmálaflokki af því að honum er alveg sama hvernig hlutirnir eru í landinu. Hvers vegna ættu stjórnmálaflokkar eða fólkið sem að hefur hugsjónir um hvernig hlutirnir eigi að vera að sitja hjá þegar kemur að vinnu við stjórnarskrá? Beint eða óbeint munu stjórnmálaflokkarnir setja mark sitt á þetta þing. 


mbl.is Stjórnlagaþing 17. júní 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband