8.7.2009 | 02:06
Frábær samingur....
Segir það nú ekki eitthvað um ágæti þessa samkomulags ef að viðsemjendurnir sem að samið er um að fái borgað, hvetji þingmenn Alþingis um að fella samninginn. Þeir eru nefnilega sannfærðir um að við munum ekki ráða við samninginn og hvetja okkur til þess að gera nýtt samkomulag með allt öðru sniði en það samkomulag sem að Steingrímur og heilög Jóhanna skrifuðu undir.
En ég sé annað jákvætt við þessi skilaboð frá hollenskum kröfuhöfum. Hún færir okkur vonarglætu um að kannski sé plan B, sú leið að fella samninginn ekki svo glötuð þrátt fyrir allt saman. Hingað til hefur ríkisstjórnin sýnt það fádæma hugleysi að gefa ekki upp, þrátt fyrir að hafa upplýsingar um það, hvað mögulega taki við ef samningurinn verði felldur. Margir stjórnarandstöðuþingmenn hafa sagt að ekki komi til greina að samþykkja samninginn. En þeirri afstöðu, afstöðu um það að fella samninginn fylgir ábyrgð. Það er heldur ekki góður kostur þó að menn í raun renni töluvert blint í sjóinn með hversu slæmur kostur það er. En í þessu bréfi reynist vonarglæta.
Mér þætti mjög fróðlegt að vita hvað fer í gegnum hugarheim stjórnarþingmanna sem að ætla að samþykkja allt að 500 milljarða skuldbindingar á íslensku þjóðina, þegar þeim berast bréf utan úr heimi hvatning um það að fella samninginn. Er það virkilega svona mikils virði að halda í ríkisstjórnina, vera flokksmellur sem að hlýða, að það sé jafnvel meira virði heldur en samningur sem að ríkið getur hvort eð er ekki staðið við.
Hvetja þingmenn til að fella Icesave-frumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jóhann,
ég rétt setti þetta upp með þeim forsendum sem gefnar eru á annars vegar 1% vöxtum af 7,3 milljörðum evra, og hins vegar 5,5% vöxtum af 3,6 milljörðum evra og skoðaði vöxtinn, og ég get ekki séð að þessi uppástunga talsmanna hollenskra innistæðu eiganda, lesist ekki sem viðsemjendur íslenska ríkisins í Icesave samkomulaginu, sé okkur betri miðað við áætlaðan greiðslutíma. Svo er auðvitað annað mál hvort ríkið ráði við þessar upphæðir, ég þori ekkert að fullyrða um það, en ég mér finnst hæpið að ætla að tvöföld upphæð með lægri vöxtum breyti einhverju um það mál.
En áhugavert er þetta innlegg engu að síður. Að lokum vil ég svobenda á að þó eru 5,5% vextir okkur hagstæðari en þeir 6,7% sem samþykktir voru að hálfu ríkisstjórnarinnnar sálugu og Seðlabankastjórn.
Takk fyrir færsluna.
Skúli (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.