Skuggi á frægðarsól Evu Joly.

Er dýrlingurinn Eva Joly eitthvað að falla í áliti þá hæstráðanda í stjórnarráðinu? Þetta er manneskja sem að Jóhanna og Steingrímur hafa gert að hálfgerðum dýrlingi í augum okkar Íslendinga en eitthvað virðist vera að kastast upp á vinskapinn. Kannski er eins með Evu Joly eins og húsbóndann í Seðlabankanum, kannski lætur allt þetta fólk ekki alveg að stjórn. Og Jóhönnu finnst ekkert verra en að hafa ekki stjórn á hlutunum. Hún stjórnar ekki Seðlabankanum og grenjar yfir því, hún stjórnar AGS ekki heldur og nú hefur hún ekki lengur stjórn á Evu Joly.

Mér finnst í raun aðdáunarvert að einhver, þó hún heiti Eva Joly, skuli halda einhverjum vörnum fyrir okkur á alþjóðavettvangi því að það virðist ekki þjóna hagsmunum heilagrar Jóhönnu og skósveina hennar að verja hagsmuni Íslands erlendis. Mér finnst þetta sýna og sanna getuleysi Jóhönnu og ríkisstjórnar hennar, að manneskja að nafni Eva Joly skuli þurfa að halda vörnum fyrir okkur Íslendinga. Auðvitað væri eðlilegast að Jóhanna og Össur gerðu það sjálf. Ef að þau sinntu starfinu sínu, þá þyrfti Eva Joly ekki að vera að skrifa greinar sem að eru Jóhönnu ekki þóknanlegar, og þá þyrfti Hrannar Björn Arnarson skósveinn Jóhönnu ekki að vera að senda Evo Joly svona fýluskot.

Ég held að enginn skuggi falli á frægðarsól Evu Joly, þó að ég hafi reyndar aldrei séð hvað sé svona merkilegt við hana. Hef svo sem ekkert á móti henni heldur. Hins vegar sýnir þetta enn betur hversu getulaus þessi ríkisstjórn er. Það er sorglegt til þess að vita, að eftir öll þessi ár sem það hefur tekið vinstri menn að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum, þá skuli ríkisstjórn vinstri manna ekki vera betri en raun ber vitni.


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hrannar gæti sagst hafa verið fullur. 

En hvað segir Jóhanna?

Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 19:54

2 identicon

Hrannar er vesalingur af verstu sort, útskúfaður og meira að segja fordæmdur og fyrirlitinn í eigin flokki.  Maðurinn á að segja upp og helst flytja af landi brott.  Ferlegt að horfa uppá slíkan mann fordæma hugsandi fólk

Baldur (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 20:12

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sigurður er þetta skotheld afsökun? kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.8.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband