Ég hef fullan skilning á því...

... að þingmönnum gefst ekki mikill tími til sinna tómstunda nú um stundir. Ég hef líka fullann skilning á því að þingmenn sem og aðrir þyki gott að smakka áfengi til þess að gera sér glaðan dag. Því miður eru það samt ekki allir sem að geta eða kunna að hafa áfengi um hönd til þess að gera sér glaðan dag. Hvort þingmaðurinn er einn af þeim skal ósagt látið. Ég veit það líka að það eru margir núverandi og fyrrverandi þingmenn sem að hafa það orð á sér að vera miklir drykkjumenn. Sigmundur Ernir Rúnarsson er alls ekki fyrsti þingmaðurinn sem að kemur fram opinberlega drukkinn. Hver man ekki eftir Bermúdaskál Davíðs Oddssonar. Þar vissu það allir sem að vildu vita það að Davíð var drukkinn. Ég leyfi mér líka að stórefast um það að nokkur ráðherra fari í ferð á vegum hins opinbera án bragða áfengi allan tímann. Ég reyndar efast um það að nokkur ráðherra frá nokkru ríki fari í allar sínar opinberu heimsóknir án þess að smakka áfengi, ef þeir drekka á annað borð.

Hins vegar vita það allir sem að hafa einhverja vitglóru í kollinum(sem að var greinilega ekki í kolli Sigmundar Ernis þetta kvöld) að Sigmundur Ernir var fullur. Hann var ekki bara undir áhrifum einhvers léttvíns, hann var óvinnufær sökum ölvunar. Hann gat ekki tekið þátt í umræðum um eitt alvarlegasta mál sem að hefur komið til kasta Alþingis vegna þess hversu fullur hann var. Ég veit að það er mikið álag á þingmönnum nú um stundir og mikillar vinnu krafist af þeim. Það er hins vegar engin afsökun fyrir Sigmund Ernir að mæta óvinnufær í ræðustól Alþingis. Ég leyfi mér að spyrja, ef að hann er svona í ræðustól, hvernig er hann þá þegar hann situr við vinnu sína á sinni skrifstofu? Hann situr líka í fjármálanefnd Alþingis meðal annars þegar umræða um Icesave málið fór fram, var hann allan tímann edrú þar? Og hvernig er með aðra þingmenn? Er ástæða til þess að efast um gjörðir allra þingmanna? Er drykkjuvandamál í gangi á Alþingi?

Og svo finnst mér viðbrögð forseta Alþingis, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur algerlega forkastanleg. Það sér það hver maður sem að horfir á Sigmund Erni í ræðustól að hann er fullur. Og með þeim orðum sínum að henni finnist ekkert athugavert við hegðun og ástand þingmannsins í ræðustól þá er hún að samþykkja það sem yfirmaður á vinnustaðnum Alþingi að þingmenn, Sigmundur Ernir, sem og aðrir megi vera ölvaðir við vinnu sína. Það eru skilaboðin sem að Alþingi sendir til þjóðarinnar. Jú við erum að fjalla um eitt mikilvægasta mál sem að hefur komið til kasta Alþingis á síðari tímum en það er ekkert skilyrði að við séum edrú á meðan. Og ekki nóg með það að hún segi það óbeint að hún líti framhjá ölvun þingmannsins, heldur gerir hún frammíköll í þingsalnum að umtalsefni. Ég ætla ekki að fara að styðja frammíköll þingmann, hvorki stjórnarliða né stjórnarandstæðinga. Satt best að segja finnst mér frammíköll ekki vera dæmi um góða mannasiði og mér finnst að frammíköll eigi ekki að eiga sér stað í umræðum á Alþingi. Hins vegar hafa frammíköll alltaf liðist á Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson stunduðu það mikið að gala fram í ræður þingmanna. Oft gekk það svo langt að þeir voru farnir að flytja ræður frekar heldur en sá þingmaður sem að stóð í ræðustólnum. En þetta leyfðist. Forsetar Alþingis gera örsjaldan athugasemdir við frammíköll í sölum Alþingis svo framarlega sem að þau komi ekki frá áhorfendum á þingpöllum. Ef að frammíköll eru allt í einu orðin umkvörtunarefni þá er það meiriháttar stefnubreyting hjá forsetum Alþingis.

Nei það sér það hver maður að sökum ölvunar þá var Sigmundur Ernir, þingmaður Samfylkingarinnar óvinnufær. Hann gat ekki tekið almennilega til máls, svo að skiljanlegt væri, það var ekki nokkur leið að fá nokkur botn í það hvað þingmaðurinn var að meina þegar að honum tókst að gera sig skiljanlegan og hann gat ekki með nokkru móti svarað þeim spurningum sem að beindust að honum. Það er ekki nokkur spurning að Sigmundur Ernir á að segja af sér og Samfylkingin, formaður Samfylkingarinnar á að koma fram opinberlega og biðjast afsökunar á hegðun þingmannsins og taka það sérstaklega fram að ölvun sé ekki eitthvað sem að líðist af þingmönnum Samfylkingarinnar. Að þingmenn Samfylkingarinnar stundi ekki sína vinnu í trúnaðarstörfum fyrir þjóðina fullir.

Að lokum vil ég taka það fram að ég skrifaði þessa bloggfærslu edrú.


mbl.is Ræddu hegðun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband