12.9.2009 | 19:21
Pólitískt skrímsli...
Ég veit ekki nákvæmlega hvað var lagt upp með þegar að þessi flokkur/hreyfing var stofnuð en ég held að það hafi örugglega ekki verið þessi pólitíski óskapnaður sem að nú Borgarahreyfingin er nú orðin. Í fyrsta lagi virðast samskipti stjórnar og þingmanna hennar vera stórlega ábótavant, hvorki þingmenn né flokksmenn virðast vita almennilega hvað Borgarahreyfingin stendur fyrir nema að hún er stofnuð til höfuðs gamalgrónum stjórnmálaflokkum og gamalgrónu stjórnmálastarfi.
Það að starfa í stjórnmálaflokk er öðrum fremur félagskapur. Þarna kemur saman fólk sem að hefur ólíkar en þó samrýmanlegar skoðanir um pólitík og það kemur saman til þess að hafa áhrif. Reyndar hefur sú grýla fylgt gömlu flokkunum pólitísk hrossakaup og það að halla fólki sem að starfar með þeim í stjórnmálaflokki. Fólk hefur getað fengið störf og hlunnindi bara út af því að starfa í réttum flokki.
Ný samþykktar reglur Borgarahreyfingarinnar, reglur sem að kveða á um það að hljóðrita eigi stjórnarfundi, að félagsfundur geti vikið félagsmönnum úr félaginu minna frekar á stjórnarhætti í einræðisríkjum frekar en eðlilegt og heilbrigt félagsstarf, félagsstarf sem að hinir flokkarnir geta þó státað sig af. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar standa þingmönnum gömlu flokkana enn framar í pólitískum hrossakaupum. Svo virðist sem þeirra atkvæði sé falt fyrir áhrif og völd sem að ná langt út fyrir það sem eðlilegt er af þriggja manna þingflokki að vera. Þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa staðið í hrossakaupum við ríkisstjórnina og slá þar öll met gömlu flokkanna. Það eina sem vantar er að þau fari að koma félagsmönnum í góðar stöður hjá ríkinu, bara fyrir það að vera starfandi í Borgarahreyfingunni. Að öðru leyti er Borgarahreyfingin nákvæmlega eins og gömlu flokkarnir og ef eitthvað er verri.
Átök innan Borgarahreyfingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.