Ekki í mína þágu.

Það er alveg ljóst að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur starfar ekki í mína þágu. Ég get svo sem ekki metið hvort að hún starfar í þágu annarra, er hreinlega ekki í aðstöðu til þess.

Í fyrsta lagi virðist sem að það sé álit Samfylkingarinnar að einskis skal ófreistað og öllu sé fórnandi til þess að komast í hagsmunaklúbb stóru ríkjanna í Evrópu, þar sem að aðeins sjónarmið þeirra stóru og sterku ráða ríkjum. Það kemur sér afar illa fyrir alla þá aðila hér á landi sem að hafa sérstakra hagsmuna að gæta. Þessir sérhagsmunahópar eru svo sem ekki margir en fjármunirnir sem að þeir velta og störfin sem að þeir veita eru gríðarlegir. Ég starfa í geira eins þessa sérhagmunahóps, sjávarútvegsins. Ekki nóg með að Samfylkingin starfi þvert gegn hagsmunum þessa hóps, heldur sýndi einn ráðherra Samfylkingarinnar þessum hóp í heild sinni barasta puttann í liðinni viku. Árni Páll Árnason hefði alveg eins getað sagt sjávarútveginum og stóriðjunni að éta skít og afsakið orðbragðið hoppa þangað sem sólin skín ekki. Svona lítilsvirðing og orðræða í garð eins þeirra sem að afla margra milljarða í gjaldeyristekna í hverjum mánuði á sér ekki neina hliðstæðu í íslenskri pólitík. Með þessu var Árni Páll Árnason að gefa skít í ekki bara forustumenn stóriðju eða sjávarútvegs heldur líka gaf hann skít í alla þá sem að starfa í þessum greinum því að hagsmunir beggja fara nefnilega saman. Það er því alveg á hreinu að Árni Páll Árnason starfar ekki í mína þágu.

Ég er frjálshyggjumaður og skammast mín nákvæmlega ekkert fyrir það. Sem frjálshyggjumaður þoli ég ekki ríkisrekstur. Það er ekkert form rekstrar verri heldur en ríkisrekstur. Ég lít svo á að það að reka stofnun og að reka fyrirtæki sé nákvæmlega sami hluturinn. Ein helsta skylda fyrirtækis er sú að fyrirtækið verður að lifa af. Sama hvað á gengur, starfsemi þess gengur út á að starfsemin geti haldið áfram. Fyrirtæki hafa einungis úr þeim peningum að spila hverju sinni sem að koma inn í kassann. Fyrirtæki geta ekki gert eins og vel flestar stofnanir gera hér á landi að fara fram á aukafjárveitingu þegar það er búið að eyða öllum sínum peningum. Og jafnvel með aukafjárlögum þá geta stofnanir samt ekki rekið sig og safna skuldum. Þess vegna finnst mér afar sorglegt að í tíð Sjálfstæðisflokksins skuli ríkisrekstur hafa þanist út þegar hann hefði átt að dragast saman. Enn sorglegra finnst mér samt að þessi stjórn sem nú er við völd skuli einblína á skattahækkanir frekar en niðurskurð í hinu opinbera. Jú vissulega munu tapast störf en það síðasta sem að heimilin í landinu þurfa á að halda eru auknar álögur. En ríkisstjórn Jóhönnu hefur tekið stefnuna, hinu opinbera skal hlíft en í staðin skulu heimilin blæða. Það er örugglega ekki í mína þágu, og ég veit að ASÍ og Samtök Atvinnulífsins eru mér sammála. Það er ástæðan fyrir því að stöðugleikasáttmálinn, sem var á sínum tíma svo merkilegur að hann jafnaðist á við þjóðarsáttarsamninganna á sinum tíma, er eins og svissneskur gataostur í dag. Og þessir aðilar vinnumarkaðarins hafa svo litla trú á núverandi stjórnvöldum að þau velta því fyrir sér að semja sín á milli án aðkomu ríkisstjórnarinnar.

Vegna þess að þessi ríkisstjórn starfar ekki í þeirra þágu, ekki í þágu atvinnurekenda, ekki í þágu launþega, að mati þessara aðila vinnumarkaðarins.

Í hverra þágu starfar hún þá?


mbl.is Á methraða inn í ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún starfar eingöngu fyrir Esb, ekki íslendinga. Það er ljóst.

geir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 677

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband