13.2.2010 | 13:43
Er ekki verið að reyna að breyta lánskjörum eftirá?
Ég vil byrja á því að taka það fram að ég trúi á réttarríkið og ef fólk telji sig vera órétti beitt þá á það tvímælalaust að leita réttar síns. Ef gengislán eru ólögmæt þá eru þau ólögmæt og fjármögnunarfyrirtækin verða að súpa seyðið af því að bjóða upp á lán sem að síðan stóðust ekki laganna bókstaf.
En, sú staðreynd að þetta væru lán sem að væru gengistryggð en ekki vísitölutryggð kom ekki í veg fyrir að þessi lán rynnu út eins og heitar lummur. En sú staðreynd lá fyrir þegar að fólk í hópum tók þessi lán. Ég áfellist ekki fólkið vegna þess að eins og þessi lán litu út á sínum tíma þá var þetta mjög góður kostur, sér í lagi vegna þess að verðbólga hefur verið há á Íslandi mjög lengi. En fólk vissi alltaf að þetta væru gengistryggð lán og þeim fylgdi alltaf nokkur áhætta. Nú kemur í ljós með falli krónunnar að sú áhætta var og er raunveruleg. Þökk sé gengi gjaldmiðla hafa þessi lán hækkað langt umfram vísitölutryggð lán. En fólk vissi nákvæmlega að þetta var hættan og að gengistryggðu lánin væru gengistryggð. Þess vegna spyr ég mig hvort að ekki sé verið að reyna að breyta lánskjörum sem að fólk gekkst undir með sinni undirskrift, eftirá?
En ekki ætla ég að sýta það þó að fjármögnunarfyrirtækin fengju skellinn enda hef ég heyrt mjög mörg dæmi um mjög harkalega framkomu þeirra í garð skuldara. Þau fá þá skellinn fyrir að vera svo "vitlaus" að bjóða upp á lán sem að var ekki lagagrundvöllur fyrir. En hvernig ætla menn að leysa það ef að gengistryggð lán reynast svo ólögleg eftir allt saman? Á að breyta þeim í krónulán og reikna verðbætur út frá vísitölu í stað gengis gjaldmiðla allt aftur til þess dags þegar lánið var tekið. En ef fólk hefur greitt inn á þessi lán? Það gæti orðið mjög flókið að finna út úr því hvað fólk raunverulega skuldar ef að gengistryggingin reynist svo ólögmæt. Og þetta endar ekki með bílalánunum því að margir tóku húsnæðislán í erlendri mynt, þá hlýtur það sama að gilda um þau. Þetta mál, þó svo að Gylfi Magnússon geri lítið úr því, gæti hrisst ærlega upp í bankakerfinu.
Hæstiréttur þarf að skera úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.