Einstök ríkisstjórn.

Vinstri menn í þessu landi eru sífellt að reyna að sannfæra landann um ágæti þessarar ríkisstjórnar, að hún sé miklu betri en allar þær ríkisstjórnir sem að Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í og að þessi ríkisstjórn sé alveg einstök í sinni röð. Fyrir mér er þetta ekkert annað en minnimáttakend og að menn séu að reyna að breiða yfir vandræðaganginn og úrræðaleysi þessarar ríkisstjórnar. En ein staðreynd gerir þessa ríkisstjórn algjörlega einstaka í sinni röð. Ég vona að ég fari ekki með rangt mál en ég man ekki eftir því að ríkisstjórn hafi fengið á sama tíma, alla aðila vinnumarðaðarins upp á móti sér. Að vísu fer afar hljótt um óánægju ASÍ enda er formaðurinn innvinklaður lengst inn í Samfylkinguna. Það kemur heldur ekkert á óvart að formaður SA sé óánægður enda Sjálfstæðismaður, að vísu ESB sinni líka en Sjálstæðismaður engu að síður. En óánægjutónninn í ASÍ og SA fer ekki framhjá neinum.

En hvers vegna skyldu forkólfar ASÍ og SA vera óánægðir? Er ekki allt á uppleið eins og Jóhanna sagði í forsíðugrein Fréttablaðisins fyrir stuttu? Jú mönnum kvíðir virkilega fyrir skattahækkunaráætlunum ríkisstjórnar Íslands. Menn sjá ekki fyrir sér að heimilin og fyrirtækin í landinu beri þessa gríðarlegu skatta. Það sem að ég hræðist hvað mest er hvernig mun atvinnulífið í landinu bregðast við auknum álögum strax í janúar. Þegar skattar voru lækkaðir í tíð ríkisstjórna með Sjálfstæðisflokkin innanborðs þá jukust tekjurnar þegar að skatturinn lækkaði. Nú koma þessar skattahækkanir á tímum þar sem að þau fáu fyrirtæki sem að ríkið hefur ekki tekið yfir og svo heimilin í landinu standa höllum fæti.  Gæti verið sá möguleiki fyrir hendi að tekjurnar dragist saman þegar skattarnir verða hækkaðir?

En skattahækkanir fremur en niðurskurður er mjög þekkt og mjög einkennandi fyrir vinstri stjórn. Þessi ríkisstjórn er því ekki einstök að því leytinu til að hún beitir sömu meðölum á kreppuna og fyrri vinstri stjórnir gerðu. Aukin skattlagning var eina úrræðið sem að menn kunnu þá og aukin skattlagning er eina úrræðið sem að menn kunna í dag. 

Það verður að útvega ríkinu tekjur eða draga úr útgjöldum þess, það er enginn spurning. Hins vegar verða heimilin í landinu að lifa af og við verðum að hvetja fólk til þess að afla peninga og hvetja til einkaneyslu. Það að auka álögurnar hjálpar ekki heimilunum, og það að þrepaskipta skattkerfinu drepur viljann til þess að afla peninga og enn frekar viljann til einkaneyslu. Með þrepaskiptu skattkerfi mun einkaneysla dragast enn frekar saman sem að mun auka enn á vanda fyrirtækja sem að er þó ærinn fyrir. Þetta er í einu orði sagt snarvitlaus hugmynd snarvitlausrar ríkisstjórnar.

Niðurskurður er leið sem að menn þurfa að fara miklu harðar í heldur en er vilji til hjá þessari ríkisstjórn. Það er ekki af ástæðulausu því að bönd verkalýðsins og vinstri flokkanna eru sterk. Þar að auki er niðurskurðarleiðin sársaukafull þar sem að það leiðir til aukins atvinnuleysis sem að er að sjálfsögðu ekki gott. En að hlífa hinu opinbera og hreinlega slátra heimilunum og fyrirtækjunum í landinu er heldur ekki góð leið.


mbl.is Munu ekki una skattahækkunum sem lengja kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 672

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband