Setjum við frelsið í fangelsi?

Það er eðlileg framvinda mála hjá fangelsismálastofnun að sleppa föngum lausum eftir að þeir hafa greitt sína skuld við þjóðfélagið. Markmiðið með fangelsun fanga er að hann læri af mistökum sínum og komi út sem betri maður, góður og gildur þegn í okkar samfélagi. Og samfélagið tekur honum sem slíkum. En það gerist mjög reglulega að fyrrverandi fangar brjóta aftur af sér, og lenda þá aftur í fangelsi. Fangelsismálastofnun getur gert sitt besta til þess að hjálpa föngunum að fóta sig í lífinu á nýjan leik en þegar út er komið þá er það fanganna sjálfra að ákveða hvernig þeir meðhöndla frelsið. En ef að einhverjir fangar bregðast traustinu ætlum við þá að alhæfa á þá leið að allir fangar komi til með að bregðast traustinu? Ætlum við þá að hætta að sleppa föngum lausum? Erum við þá ekki búin að setja frelsið í fangelsi?

 Þegar bankarnir voru einkavæddir komust þeir í hendur á eigendum og stjórnendum sem á endanum brugðust traustinu. Nú ætla ég að láta algjörlega liggja á milli hluta hvort að þeir hafi brotið lög og rétt, enda koma lögbrot frjálshyggjunni ekkert við. En fyrirtækin, bankarnir sem að mynduðu bankakerfið okkar fóru í þrot og þannig brugðust þeir traustinu. En er VG að halda því þá fram að úr því að það eigi að setja frelsið í fangelsi að þá séu engir til sem að er treystandi fyrir bankakerfinu með því regluverki sem að var við lýði? Af því að sumum er ekki treystandi að þá er engum ekki treystand? 

Frjálshyggjan hefur sína galla. Opið regluverk frjálshyggjunar opnaði mönnum leið að miklum fjármunum og líka mikilli áhættu. En þeir tóku ekki aðeins áhættu fyrir sig og sín fyrirtæki heldur tefldu þeir afkomu heillrar þjóðar í hættu. En hún hefur líka sína kosti. Frjálshyggjan auðveldar mönnum viðskipti og var, þó það væri ekki nema um stundarsakir mjög arðvænleg. 

Þjóðin hefur orðið fyrir gríðarlegum skaða, allt traust er farið til fjandans og þjóðin krefst breytinga. En hvað sem við gerum og hver sem við stefnum, föllum ekki í þá gryfju að setja frelsið í fangelsi, einns og Sóley Tómasdóttir og flokksfélagar hennar vilja. Þó svo að sumum sé ekki treystandi þá er ekki ástæða til þess að vantreysta öllum. Það er til fólk í fjármálageira, bankageira og sem rekur fyrirtæki sem að er traustsins vert. Við þurfum bara að finna leið til þess að finna þetta fólk og virkja það til góðra verka.


mbl.is VG í uppgjöri við frjálshyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil bara benda á að frjálhyggja hefur ekkert að gera með það ástand sem olli kreppunni. Ríkisábyrgð á innlánum, úþanið ríkisrekið heilbrigðiskerfi og peningaprentun er eitthvað sem frjálshyggja mælir harðlega gegn.

Jón (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 17:47

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Það er reyndar alveg hárrétt hjá þér. Hins vegar hafa ákveðnir hópar í þessu samfélagi okkar ákveðið að fara í herferð gegn frjálshyggjunni og segja hana upphaf allra ófara okkar.

Jóhann Pétur Pétursson, 13.4.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband