Ráðherra hlýtur að endurskoða afstöðu sína.

Ég velti því fyrir mér hvernig ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs geti rökstutt það að á meðan heildarkvóti í þorski sé ekki aukinn þá eigi að sjá eftir auknum hluta þorskkvótans til þessara svokölluðu strandveiða. Það sem að við vitum eftir ársreynslu af strandveiðum er tvennt. Þær eru með öllu stjórnlausar enda var aldrei neitt tilefni til þess að halda annað. Stór hluti þeirra sem að tóku þátt í strandveiðum brutu þær tiltölulega rúmu reglur sem að um þær giltu. Einnig var hráefnið sem að þessir bátar komu með að landi í lélegum gæðum. Hvorug staðreyndin gefur tilefni til þess að hygla útgerð þessara báta umfram þá smábáta eða stærri skip sem að stunda útgerð á grundvelli kvóta. Þar fyrir utan er það staðreynd að þau skip sem að skila hráefni í hvað mestum gæðum eru frystitogarar. Þar liggja mestu verðmætin, þar eru mestu gæðin og þar er mest arðsemi bæði fyrir útgerðina, sjómennina og síðast en ekki síst ríkið.

Ég kann illa við þetta fikt sem að ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs er að gera með sjávarútveginn. Sáttanefnd um sjávarútveginn er til en því miður var það fljótlega ljóst að henni var aðeins ætlað það hlutverk að koma fyrningarleið á laggirnar. Ráðherrann, Jón Bjarnason gat heldur ekki staðist freistinguna með því að fikta aðeins þegar kom að ósköp einföldum hlut, að úthluta skötuselskvóta. Það gerði hann svo hressilega að það er ekki nokkur leið að kalla sókn á skötusel sjálfbæra nýtingu. Tvöföld ráðgjöf Hafró??? Maður hlýtur að spyrja sig hvernig svona embættisfærslur hafi áhrif á ímynd íslenskra sjávarafurða erlendis þar sem við hælum okkur af því að vera að nýta sjálfbæra auðlind þegar við ætlum að sækja svo stíft sem raun ber vitni. 

Við verðum að ná sátt um sjávarútveginn, hjá því verður ekki komist. En það verður ekki gert með því einhliða fikti Vinstri Grænna, grafa örlítið undan núverandi kerfi hér, aðeins meira þar. Það krefst heilstæðrar sáttar milli aðila sjávarútvegsins, útgerðar bæði þeirra stærri og þeirra sem minni eru, samtaka sjómanna, samtaka landverkafólks og stjórnmálamanna. Til þess að raunverulegur grundvöllur skapist til sáttar verða allir þessir aðilar að vera við borðið og raunverulegur sáttavilji verður að vera við hendi. Ég get ekki annað en varist því að hugsa hvort Vinstri Grænir vilji sættir nokkur staðar. Alltaf þegar VG getur valið milli leiðar illdeilna eða sátta virðist sem að þeirra "prinsipp" krefjist þess að þeir velji leið illdeilna. Það er ljóst að með þannig flokk í stjórn verða engar sættir. En vilji VG stríð, þá geta þeir fengið stríð, ég held að samtök útgerða, sjómanna og landverkafólks séu alveg tilbúin.


mbl.is LÍÚ: Niðurstaða Hafró vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu það Jóhann Pétur, ég er þér gjörsamlega ósammála. Strandveiðarnar voru himnasending fyrir okkur fiskverkendur.  Það þarf ekki að vera hámarksarðsemi í öllu sem við gerum, heldur á okkur öllum að líða vel og allir eiga að hafa rétt til fiskveiða sem kjósa svo. Ofsagræðgina þarf a útrýma á Íslandi.

Fiskverkandi (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband