12.5.2010 | 23:20
Algjör hundalógík
Setjum þetta í annað samhengi. Nú er ég tekinn fyrir of hraðann akstur. Ég fæ á mig ákæru vegna þessa meinta brots en ég mótmæli ákærunni á þeirri forsendu að fólk hafi áður verð tekið fyrir of hraðann akstur án þess að lögreglan hafi ákært í málinu. Ef að dómari tæki það gilt þá gæti lögreglan aldrei kært aftur fyrir hraðakstur.
Hvernig litist fólki á sömu lógík ef að tekið yrði fyrir bankahrunið og öll þau meintu brot sem að þar virðast hafa verið framin? Jú ef að sérstakur saksóknari telur sig ekki geta ákært einn bankastjóra/stjórnanda eða útrásarvíking, eigum við þá að sleppa öllum?
Í stað þess að spyrja hvers vegna þetta fólk er ákært þá ætti spurningin að snúast um hvers vegna í ósköpunum sluppu hinir? Ætlar Björn Valur Gíslason að segja að lögreglan eigi aldrei að ákæra fyrir að virða ekki friðhelgi Alþingis eða að brotist sé inn í Alþing og þingvörður yfirbugaður?
Ég er ekki að dæma í málinu og ég er ekki að segja að neinn sé sekur eða saklaus en ef að lögreglan þarf að yfirbuga fólk til þess að það sé hægt að hafa starfsfrið á Alþingi þá þarf að ákæra í málinu og fá skorið um sekt eða sýknu.
Áður en fólk fer að hrauna yfir mig og lögregluríki eða þaðan af verra bull þá bið ég fólk að hugsa um eitt, hvað er það sem að gerir samfélagið okkar að samfélagi? Hvað bindur öll okkar samskipti innbyrðis? Þegar ég keyri þá verða aðrir bílstjórar að treysta því að ég fari eftir lögum og reglum sem að gilda um umferð. Þegar ég fer á skemmtistað niður í bæ þá treysta allar stúlkur á staðnum þeirra rétt til þess að þær séu ekki áreittar af mér. Það sem bindur okkur, bláókunnugt fólk, saman í þessu samfélagi eru lögin. Lögin verða alltaf að gilda. Svo virðist sem að þetta fólk, mótmælendur, annað hvort telji sig ekki gera neitt en samt endar það öskrandi upp á þingpöllum, yfirbugar þingverði og lögreglan telur sig þurfa að fjarlægja fólkið, eða þá að því finnst ekki það þurfa að fara eftir þessum lögum af því að það er að mótmæla. Mitt svar er að það þarf að skera úr um það, hvað má og hvað má ekki þegar fólk er að mótmæla. Það þarf að koma skýrt fram að mótmælendur, alveg eins og allir aðrir, eru bundnir að lögum.
Vill að ákæra verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.