Segjum lögbrjótum stríð á hendur.

Lögbrot er lögbrot alveg sama í hvaða tilgangi það er framið. Það að trufla Alþingi að störfum er lögbrot, það að trufla þinghald í dómstólum er lögbrot og það að nota banka sem eigin sparibauka getur líka flokkast undir lögbrot. Mér er sama í hvaða tilgangi lögbrotið er framið, hvort sem að að er til þess að koma fram einhverjum skilaboðum eða til þess að hagnast þá á fólk ekki að komast upp með lögbrot.

En svokallaðir Aktívistar í ísleskum stjórnmálum telja sig yfir lögin hafin vegna þess að  þau hafi einhvern málstað. Gegn þess konar þankagangi verður samfélagið að berjast af alefli vegna þess að hann grefur undan okkar samfélagi sem réttarríki. Réttarríkið er hafið yfir aktívistanna, bankastjóranna, útrásarvíkinganna, stjórnmálamennina, dópsalanna og svo framvegis. Allir eiga að hlíta lögum óháð því í hvaða tilgangi þau eru framin og allir, án undantekninga, eiga að hljóta réttláta refsingu. 

Það sem að er mest óþolandi er að jafn virtur lögmaður og Ragnar Aðalsteinsson skuli leggjast svo lágt að ganga í lið með þeim sem að telja sig hafna yfir lögin. Ekki aðeins grefur hann undan sjálfum sér sem lögmanni heldur undan dómstólum í leiðinni vegna þess að lögmenn eru jú hluti af réttarríkinu. 


mbl.is „Þinghald undir lögreglustjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anepo

þau settust ekki niður vegna þess að það voru engin sæti laus... ef það er lögbrot þá ættir þú að fara í fangelsi fyrir myndina af þér vegna umhverfis spjalla.

Anepo, 30.4.2010 kl. 19:27

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

bíddu eru þetta rök? Hefuru virkilega ekkert betra fram að færa nema skítkast vegna myndarinnar af mér?

Jóhann Pétur Pétursson, 30.4.2010 kl. 19:45

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

eru lögbrot þá ekki lögbrot eða mega svokallaðir aktívistar brjóta lögin? Endilega ef þig langar að rökræða, hafðu þá rök uppi, ekki eitthvert skítkast og barnaskap.

Jóhann Pétur Pétursson, 30.4.2010 kl. 19:46

4 Smámynd: Snjalli Geir

Þingheimur fótum treður stjórnarskránna á hverjum degi þar sem þeir fara ekki eftir þrískiptingu valdsins.  Heldur að þeir yrðu handteknir og fæðir í járn ef ég færi niður á lögreglustöðina og kvartaði?

Það er enginn að fara eftir lögum á Íslandi.  Lögin og dómsvaldið eru bara lurkar til að berja lýðinn til undirgefni. Við búum í banana og klíkuveldinu Íslandi.  Lögin virka bara í eina stefnu.

Mannréttindi eru brotin viðstöðulaust og þau verður að sækja til Evrópu.  Þegar dómur er fallinn þá  eiga sökudólgarnir að bregðast við og rétta málin við.

Við erum með 2600 blaðsíðna skýrslu sem segir að allt "kerfið" hafi brugðist.  Hver á svo að laga hlutina, já takk, sama kerfið og brást.  Glæpamennirnir eiga sem sagt að lappa uppá sjálfan sig.  Ísland á sér ekki viðreisnar von.

Snjalli Geir, 30.4.2010 kl. 23:57

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum ekki á réttri braut það eitt er víst!

Lögreglan verður að passa sig fólk er orðið reitt og pirrað!

Sigurður Haraldsson, 1.5.2010 kl. 02:22

6 identicon

Blessaður Jóhann.

eftir þínum egin rökum þá var ekki framið neitt lögbrot í réttarsalnum, nema ef vera skyldi af þingvörðum og lögreglu.

Dómarinn var ekki genginn í salinn og þar með var rétturinn ekki settur, þar að auki hefur dómarinn einn rétt til að ákveða hvort hann gefi leyfi til þess að hluti áheyranda standi eða verði að yfirgefa salinn vegna plássleysis

Haraldur Axel Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 13:36

7 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þetta eru náttúrulega fastir liðir eins og venjuleg í svona uppþotum, þeir sem að tóku þátt segja að allt sé hinum að kenna. Engin lögbrot, engin gerði neitt en samt kom vonda lögreglan og þá upphófust lætin.

Er það ekki það sama og var sagt ítrekað við Austurvöll, eða við hótel Borg fyrir einu og hálfu ári? Alltaf þegar fólk kemur og mótmælir, allt verður vitlaust, einhverjir handteknir þá er það alltaf lögreglunni að kenna. Þið verðið að afsaka en ég bara kaupi það ekki.

Jóhann Pétur Pétursson, 1.5.2010 kl. 21:56

8 identicon

Eins og Haraldur segir þá var réttur ekki settur og það var ekkert lögbrot framið nema af dómaranum / þingvörðum með því að leyfa ekki öllum sem vildu fylgjast með opnum réttarhöldum.

Ég var einn af þeim sem fengu stól þarna og var vitni að öllu sem átti sér stað. Get alveg fullvissað þig um að það voru engin lög brotin af áhorfendum og að allt var með friði og ró þar til lögreglan ruddist inn í salinn. (sem var líka áður en réttur var settur) það að þeir héldu sér í salnum eftir á olli talsverðri truflun, þeir neituðu meðal annars að hleypa einni ákærðu inn nema hún og lögfræðingurinn hennar sýndu skilríki (hann var þegar inni og þeir neituðu að hlusta á hann)

Andri Reynir Einarsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband