Hroki???

Ég held að þingmaðurinn ætti að hugsa orð sín betur. Þó ég vilji ekki dæma fólk þá finnst mér þetta dæmalaus hroki í Atla Gíslasyni. Ég skil vel að honum sé umhugað um íslenskar auðlindir en hann er ekki einn um það. Íslenskar auðlindir eru ekki sérhagsmunamál Vinstri Grænna. Deilan snýst um hvort að auðlindir hafi verið að skipta um hendur, hvort að útlendingar væru að koma höndum yfir vatns og jarðvarmaréttindi.

HS Orka átti engar auðlindir en leigði þér gegn gjaldi sem að rann til þeirra sem að eiga sannarlega auðlindirnar sem að eru sveitarfélögin á Reykjanesi. Gjaldið má kalla auðlindagjald. Þannig má finna klárlega samnefnara við það fyrirkomulag sem að Vinstri Grænir vilja sjálfir koma á varðandi fiskveiðar. HS Orka er þá í hlutverki útgerðarmanna, auðlindin í iðrum jarðar er þá hægt að líkja við fiskinn í sjónum og hið opinbera fengi auðlindagjaldið. En þetta sama fyrirkomulag er þeim ekki að skapi þegar kemur að auðlindum í formi jarðhita og vatnsorku. Þá á að fara kommúnistaleiðina á þetta, bara þjóðnýta fyrirtækin. Maður spyr sig hvort að Vinstri Grænir ætli síðar að fara sömu leið í sjávarútvegi, bara ríkið eigi og reki allt. Slík hagfræði og slíkir stjórnarhættir hafa áður mistekist og það er engin ástæða til þess að ætla annað en að hún mistakist hjá Vinstri Grænum líka.

Svo er annað að HS Orka ætlaði að standa fyrir mikilli uppbyggingu á Reykjanessvæðinu. Þá uppbyggingu og þau störf sem að við það skapast getur ríkið ekki séð fyrir, hætti HS Orka við allt saman. Orðin "farið hefur fé betra" má alveg eins senda til íbúa Reykjaness sem að mér finnst eigi ekki skilið slíka kveðju frá þingmanninum Atla Gíslasyni. Þess vegna finnst mér þetta mikill hroki af hans hálfu í garð kjósenda sinna, kjósenda sem að hann situr í umboði fyrir.

Í þriðja lagi þá þurfum við erlenda fjárfestingu. Vitanlega þurfum við að vanda valið, hverjir fá að fjárfesta og í hverju. En slæmt orð fyrirtækja eins og Magma Energy getur hins vegar skemmt fyrir okkur. Ef það er eitthvað sem að við þurfum ekki þá er það slæmt umtal fjárfesta. Þess vegna er mjög mikilvægt, alveg sama hver niðurstaða málsins verður, hvort að Magma Energy fái að fjárfesta í HS Orku eða ekki að niðurstaðan sé í sem mestri sátt við Magma Energy sem og aðra fjárfesta. Stundum er betra að brjóta odd af oflæti sínu, spjátrungshætti og hroka og hafa þá sem að við þurfum klárlega á að halda góða. Það er eitthvað sem að þingmaðurinn, Atli Gíslason sem og aðrir Vinstri Grænir hugsa alvarlega um.


mbl.is „Farið hefur fé betra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi VG og Atli fara sömuleið og samferða Magma, efast um að nokkur erlend fyrirtæki fja´rfesti á íslandi næstu áratugina, nema ef vera skyldu þau álfyrirtæki sem þegar eru kominn, og þá eingöngu til að verja sinn iðnað og hámarka afköst og hagnað sinna fyrirtækja á Íslandi. Stjórnvöld höfðu nægan tíma til að ganga þarna á milli og stöðva þetta á sínum tíma, en gerðu ekkert og þarmeð sammþykktu þau þennan gjörning og þó ég sé ósáttur við að auðlindir séu seldar útlendingum þá á að standa við samninga

Jon (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 21:21

2 identicon

Já ég flokkar þetta undir hroka og það alvarlegan hroka. Ef Atli veit eitthvað sem við vitum ekki þá á hann að segja það, annars bara þegja. Hann hefur áður staðið alvarlega í vegi fyrir atvinnu uppbyggingu á Suðurnesjum.

Góður punktur að auðlindir okkar og vilji okkar til að standa vörð um þær er ekki sérhagsmunamál VG. Ef  við færum eftir ítrustu óskum VG þá væru auðlindirnar í raun ekki auðlindir okkar (það mætti ekki bora holur til að virkja, þá má helst ekki veiða fiskinn í sjónum, það má helst ekki virkja fallvötnin). Þetta eru ekki auðlindir nema þær séu nýttar en við erum öll sammála um að það skiptir máli hvernig þær eru nýttar.

Björn (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband