Nei það má ekkert gera.

Það er lítill tilgangur að mæra landið okkar, það sé svo gjöfult af náttúruauðlindum, fallvötnum sem jarðhita ef að orkan er ekki notuð. Auðvitað verða menn að fara varlega í þeim efnum en málflutningur þeirra sem að segja alltaf bara nei og eru á móti öllu missir einfaldlega marks. Nú munu Vinstri Grænir að sjálfsögðu berjast hatramlega á móti þessum virkjunaráformum eins og öllum öðrum. Þeir berjast gegn HS Orku og innkomu Magma Energy þar, ekki vegna þess að aulindir séu á leiðinni úr landi, heldur vegna þess að HS Orka stendur að orkuöflun fyrir álver í Helguvík. En án þess að blikna stendur VG gegn allri uppbyggingu og öllum möguleikum á að skapa ný störf og það sem meira er nýjum tekjum fyrir hið opinbera. Maður hefði haldið að Skattmann myndi þiggja nýjar tekjur því að það myndi svo sannarlega auðvelda honum starfið. En það versta er að þessi fúll á móti stjórnmálaflokkur stendur í vegi fyrir öllu því sem að hugsjónir þeirra samþykja ekki, algjörlega án þess að koma með einhverja aðra möguleika. Það væri auðveldara að ræða við þá um stóriðjumál ef að þeir kæmu með raunhæfa valkosti sem að gætu haft svipuð eða sömu áhrif og stóriðjan hefur. En nei þeir leyfa sér að standa á móti öllu eins og þrjóskur lítill krakki sem að er í uppreisn gegn foreldrum sínum. Þess konar stjórnmálaflokkur er ekki hæfur í ríkisstjórn.


mbl.is Vilja ræða um Norðlingaölduveitu í iðnaðarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband