Lýðræði á villigötum.

Lýðræðið getur tekið á sig ótrúlegustu birtingarmyndir. Einhvern tíma hefur einhver, mig grunar helst að hann hafi verið í Samfylkingunni, dottið á höfuðið og fann það út að stjórnarskráin væri úrelt. En í stað þess að nýta núverandi fyrirkomulag, fyrirkomulag sem að felur í sér mjög breiða samstöðu stjórnmálaflokka þá fær sá hinn sami þá frábæru hugmynd að stofna til stjórnlagaþings.

Okkar helsti lögfræðispekingur varar við hugmyndinni. Í fyrsta lagi er enginn trygging fyrir því að fólk með snefils þekkingu á lögum semji nýju stjórnarskrána. Ekki nema að stjórnlagaþingið fá lögfræðinga til þess að semja hana fyrir sig. Í öðru lagi hefur aldrei, ekki einu sinni, verið sýnt fram á hvað er svona úrelt við stjórnarskránna. Nú þekki ég aðeins til hennar og ég skal fyrstur manna viðurkenna að hún er gömul en mörg ríkið styðjast við eldri stjórnarskrár. Er sú Bandaríska ekki síðan 1776??? Hún er því töluvert eldri heldur en stjórnarskráin okkar. En það er mjög margt í núverandi stjórnaskrá sem að er okkur, hinum almenna borgara mikils virði. Eignarréttarákvæði, mannréttindakaflinn svo eitthvað sé nefnt.

En aftur að lýðræðinu. Ég lýt á það sem skyldu okkar sem samfélags að reyna með öllum ráðum að tryggja að allir geti fengið að taka þátt í lýðræðinu. Þar sem að um fulltrúalýðræði er að ræða snýst lýðræðisþátttaka hins almenna borgara um það að kjósa í þau skipti sem að leitað er til fólksins. Þess vegna ber okkur skylda að hafa kosningarnar eins einfaldar og möguleiki er á. Af þessari ástæðu er ég mjög svo á móti persónukjöri. Persónukjör útilokar ákveðinn hluta kjósenda. Kjósendur eru líka gamalt fólk, treglæsir og þar fram eftir götunum. Hlutir eins og persónukjör og atkvæðaseðill á stærð við plaggat útilokar þetta fólk. Að koma með tillögur sem að í raun útilokar hluta kjósenda er mikill hroki. Og það snýr út úr lýðræðinu. Ef að allir treysta sér ekki til þess að kjósa af því að við erum búin að gera það svo flókið, þá eru við hin sömu búin að snúa út úr fyrir lýðræðinu. Við erum búin að koma lýðræðinu á villigötur.


mbl.is Kjörseðillinn yfir einn metra að lengd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband