Hugsjónir ofar öllu.

Ég legg til að það verði algjörlega bannað með öllu að stjórnmálamenn tali um hvað við erum svo heppin að eiga þetta land. Að það verði algjörlega bannað að tala um orkuna sem að er bundin í fallvötnunum og í jarðvarmanum.

Þetta land er fyrir þau okkar sem að þar búum. Við höfum lært að beisla náttúruöflin að einhverju leyti okkur til hagsældar. En afstaða Vinstri Hreyfingarinnar Græns framboðs um það að hvergi megi svo mikið sem stinga niður skóflu segir að landið sé fyrir landið sjálft, ekki fyrir okkur sem að búum á því. Þær segja þetta berum orðum að hagsmunir náttúrunnar gangi fyrir hagsmunum fólksins í landinu. Það sama á við þegar að talað er um HS Orku. Þegar að VG velur milli þess að halda í sínar hugsjónir eða verja hagsmuni fólksins í landinu, fólksins sem að er atvinnulaust, fólksins sem að getur ekki staðið við sínar skuldbindingar þá eru skilaboðin einföld. Fólkið getur farið í rassgat. Við Vinstri Græn höldum í okkar hugsjónir og er skítsama hvaða áhrif það hefur á aðra.


mbl.is „Snýst um friðlýsinguna sjálfa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Sæll Jóhann

Eru stjórnvöld, ásamt mörgum öðrum í þjóðfélaginu, ekki bara að átta sig á hversu óvarlegt sé, að nýta okkar hagkvæmustu virkjunarkosti fyrir stóriðju sem borgar varla framleiðslukostnað. Sú sýn, að í nánustu framtíð verðum við sjálfum okkur nóg með eldsneyti, Metan, Metanól, eða Vetni hvert þessara sem verður ofaná eða kannski öllum í bland, þá verður slík framleiðsla okkur mikið dýrari ef alla hagkvæmustu orkuna er búið að selja á spottprís til álvera.

Stjórnvöldum þessa lands, er það bara ómögulegt að segja satt um nokkurn skapaðan hlut. Ef búið er að slá stóriðjuna af, þá væri skrípaleikur sá sem nú er í gangi lýsandi fyrir vinnubrögð Ósanninda-stjórnarinnar.

Dingli, 27.8.2010 kl. 09:21

2 identicon

Nágrímur er pólitískt á móti uppgreftri og framkvæmdum.... öðrum en þeim sem skila sér í veski hanns t.d. malar og öðru jarðvegsnámi hanns lýðs fyrir norðan.

Óskar (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 01:33

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Það að orkan sé nýtt til stóriðju núna þýðir ekki að orkan verði nýtt til stóriðju um aldur og ævi. Stóriðjur koma og fara. Öll þessi álver hafa risið en þau munu ekki standa endalaust. Síðar mun orkan sem að knýr þessi álver knýja eitthvað annað síðar. Að halda að ef við virkjum fyrir stóriðju núna, þá getum við aldrei notað orkuna í eitthvað annað síðar er gríðarlega þröngt sjónarhorn sem að er því miður ríkjandi í dag.

En hvort sem að orkan er nýtt til stóriðju tímabundið eða um aldur og ævi, það þarf að virkja hana til þess að hún sé einhvers virði. Orka sem að er óbeisluð er nefninlega einskis virði eða að minnsta kosti minna virði en ef hún er beisluð.

Jóhann Pétur Pétursson, 31.8.2010 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 669

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband