30.8.2010 | 21:43
Tímasetningin kolröng.
Hvaða ráðuneyti hafa með beinum hætti með atvinnumál að gera. Helst ber að nefna ráðuneyti sjávarútvegs, iðnaðar og landbúnað. Önnur ráðuneyti koma að vísu að atvinnumálum en þá óbeint. Þær hugmyndir sem að ég hef heyrt er að sameina þessi þrjú ráðuneyti í eitt, atvinnuvegaráðuneyti. Á tíma þar sem að atvinnulausir telja tólf þúsund manns telur ríkisstjórnin heppilegt að sameina þau ráðuneyti sem mest mæðir á varðandi atvinnuuppbyggingu í landinu. Mér finnst þetta vera kolröng tímasetning.
En kannski skiptir þetta engu máli. Annar stjórnarflokkurinn(það er Vinstri Grænir) hefur það orð á sér að standa í vegi fyrir allri atvinnuuppbyggingu í landinu. Að mínu viti hefur hann ekki gert neitt til þess að losa sig við það orðspor, heldur þvert á móti gert allt til þess að staðfesta allt það ljóta sem að um þann ágæta flokk er sagt. Kannski sér Samfylkingin það að enginn atvinnuuppbygging verði nema að Samfylkingarráðherra sé komið fyrir í nýja atvinnuvegaráðuneytinu. Ef svo er þá gæti þessi breyting verið hið besta mál.
Og hvað varðar störf Jóns Bjarnasonar þá held ég að fáir ef nokkrir muni sjá eftir honum. Innan sjávarútvegsins munu menn alla vega í besta falli gráta krókódílatárum. Hann hefur komið fyrir sjónir sem gamall þrjóskur karl sem að aldrei gefur eftir. Á stuttum tíma sínum sem ráðherra þá hefur honum tekist að fá samtök útgerða, sjómanna og landverkafólks upp á móti sér. Slík var óánægjan á fjölmennum fundi sem að haldinn var í Vestmannaeyjum að það lá við að Vestamanneyingar segðu sig úr lögum við Ísland, bara til þess að losna við ráðherrann Jón Bjarnason.
En ég held að þegar á öllu er botninn hvolft þá eru breytingar um sameiningu ráðneyta, fækkun ráðneyta og ráðherra af hinu góða en á þessum tímapunkti er þær alls ekki réttlætanlegar. Ekki nóg með að það þurfi töluvert að gera í atvinnumálum þjóðarinnar eftir þær efnahagssviptingar sem að á okkur hefur dunið heldur erum við líka í umsóknarferli um ESB. Það ferli krefst töluverðrar vinnu af ráðuneytunum og ekki síður ráðherrunum. Á meðan að slíkt ferli stendur yfir, hvernig svo sem það verður svo til lykta leitt með inngöngu eða ekki, eru sameiningar og fækkun ráðuneyta alger fjarstæða.
Sigur fyrir Jón Bjarnason | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jóhann
Mikið er ég sammála með ráðuneytin, hvort sem menn eru með eða á móti ESB þá er ESB sú einstaka breyta sem mun breyta landi og þjóð hvað mest fyrr og síðar og að veikja mikilvægustu ráðuneytin strax í upphafi. Það er álíkavitlaust eins og að faratil brussel og segja að landið eigi eiga von utan sambandsins eða að hefja aðlögun/inngaungu á þjóðhátíðardaginn.
Prívat og persónulega fynnst mér eins og sumir séu að reyna að fá lélegan samning og það er ekkert illa meint hér hjá mér né skot af nokkru tagi, ég bara horfi á myndina í heilu
Brynjar Þór Guðmundsson, 30.8.2010 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.