Flokksgæðingar fá vinnu.

Núverandi stjórnarflokkar virðast vera á fullu við að koma fyrir flokksgæðingum innan stjórnkerfisins. Það var reynt í máli Runólfs sem að átti að verða talsmaður skuldara en DV þótti ástæðu til þess að fetta fingur út í það að stórskuldugur maður sem að hafði þar að auki fengið töluverðar fjárhæðir niðurfelldar yrði sérlegur talsmaður skuldara. Mér finnst hins vegar sú staðreynd að Runólfur kunni að snúa á kerfið sýna að hann væri sá hæfasti til starfans. Hann gæti miðlað að reynslu sinni til allra þeirra sem að eru skuldugir og þurfa að fá gefins á silfurfati niðurfellingu skulda.

Nú er Íbúðarlánasjóður næstur í röðinni sem athvarf fyrir flokksgæðing. Ásta er ekki hæf til starfans, sennilega sökum þess að hún er ekki flokksgæðingur og því þarf að setja á fót valnefnd til þess að finna heppilegan flokksgæðing úr röðum umsækjenda.

En ég skil ekki deilurnar. Það er þekkt staðreynd úr fyrri tíð að aðrir flokkar hafa verið duglegir við að koma flokksgæðingum að. Undanskil ég engan flokk í því sambandi. Sennilega þykir núverandi stjórnarflokkum mjög mikilvæg að koma réttum flokksgæðingum að til þess að ýta út öllum gömlu flokksgæðingunum, alla vega fækka þeim til mikilla muna. Flokksgæðingar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks munu líklega týna tölunni þegar fram í sækir.

Kannski deilurnar séu vegna þess að við það að koma flokksgæðingum að þá stunda stjórnarflokkarnir baktjaldamakk og taka ákvarðanir í reykfylltum bakherberjum (eru reykingar innandyra ekki annars bannaðar í Alþingishúsinu??? Hvers vegna ættu bakherbergin að vera reykfyllt???) Það er eitthvað sem að þeir töldu kjósendum trú um að þeir ætluðu ekki að gera og þóttust þess vegna vera betri en vondi Sjálfstæðisflokkurinn. Annað hefur samt komið á daginn.

En ég er með lausn á málinu. Af hverju opna stjórnarflokkarnir ekki bara vinnumiðlun. Þangað geta allir leitað sem að vilja gerast flokksgæðingar Samfylkingar og VG og sleikja óæðri enda stjórnmálamanna í vinnutímanum. Þannig verða þeir seint sakaðir um baktjaldamakk. Þeir einfaldlega bjóða hverjum sem er að gerast þeim hliðhollir og verða sannir flokksgæðingar. Að launum fá þeir að gerast blýantsnagarar á góðum skrifborðsstól í stjórnkerfinu. Ekki amalegt það.


mbl.is Segist ekki hafa tekið afstöðu til umsækjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Æi það er allt of margt til í þessu hjá þér

Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 08:22

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Já því miður. En það eru engir sem að geta breytt þessu aðrir en við sjálf. Stjórnmálamennirnir breyta sér ekki sjálfir nema með þrýsting frá okkur kjósendum. Stjórnmálamenn verða aldrei betri eða verri heldur en kjósendurnir sem að kjósa þá.

Jóhann Pétur Pétursson, 30.8.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 669

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband