Hann hefur margt til síns máls en...

það skelfilegt fyrir alla í þessu landi ef að verðbólgan færi nú af stað aftur. Á því tapa allir, launþegar, húseigendur og atvinnurekendur. En hins vegar hefur verið 8 prósent verðbólga og verðbólgan hefur verið yfir markmiðum Seðlabanka Íslands í þrjú ár. Kjör fólksins í landinu hafa því skerst sem þessu nemur allan þennan tíma. Það hefur hreinlega allt hækkað í þessu landi nema kaupið. Vilhjálmur Egilsson getur því ekki ætlast til þess að samtök launþega sætti sig við svona hóflegar kauphækkanir þó að það sé mjög góð ástæða fyrir því að hann vilji ekki hækka kaupið meira.

Kjarasamningar í haust verða snúnir, sér í lagi vegna þess að milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og samtaka atvinnurekenda og launþega hins vegar ríkir ekkert traust. ASÍ og SA geta ekki treyst því að það sem að ríkið lofar við gerð kjarasamninga standist eftir að samningar hafa verið undirritaðir. Nógu snúnir verða samningarnir samt þó svo að vantraust á ríkisstjórnina bætist ekki við.

En karasamningarnir eru líka mjög mikilvægir hvað varðar hagstjórn landsins. Þeir skera úr um það hvort að sá litli hagvöxtur sem þó hefur mælst sé upphafið af upprisu landsins eins og fjármálaráðherra orðaði það eða bara bóla sem hjaðnar fljótt aftur.


mbl.is Óttast verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Vilhjálmur vinnur nú að undirbúningi kjaraviðræðna en hann telur eðlilegt að miða við 1-2% launahækkanir í haust"

1-2 % !!!!!!

Held að þarna sé prentvillupúkinn á ferð.

Launafólk þarf svo nokk maira en 1-2%

10-15% væri nærri lagi á lægstu laun

AFB (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 18:51

2 identicon

I júní þá hækkuðu lægstu laun í fiski hér í Noregi upp í 140 Nkr (2700 Iskr) eða um 2% hækkun, verðbólgan fór ekki á stað og helst lág, stírivextir haldast lágir og verðlag er stabílt. Vandamálið á íslandi er og verður ASI með forystu islenskra launþega í vasanum.

Vilhjálmur C Bjarnason (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 19:05

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Já en hér erum við búin að búa við háa verðbólgu án þess að laun hafi hækkað. Það eins og þið segið kallar á verulegar launahækkanir en þá er líka, vegna þess að verðbólgan er há og búin að vera há lengi, hætta á frekari verðbólgu. Þetta heitir víxlhækkanir kaupgjalds og verðgjalds og er þekkt í hagfræði. En ef að verðbólgan væri lág fyrir og laun hækkuðu, þá væri miklu minni hætta á þessu. En vandamálið er að við erum búin að búa við mikla verðbólgu, mikla kjaraskerðingu og þurfum launahækkanir til þess að ná til baka þeirri skerðingu sem að við höfum orðið fyrir.

Jóhann Pétur Pétursson, 6.9.2010 kl. 19:53

4 identicon

Hvað hefur hann Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í laun á mánuði ?

forvitinn (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 21:36

5 identicon

Við viljum að Vilhjálmur Egilsson og allir hans klíkufélagar í SA víki úr stjórnum lífeyrissjóðanna og sjóðfélagarnir sjálfir skipi stjórnarmenn í lýðræðislegum kosningum.

Xantippa (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 22:00

6 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég átta mig ekki alveg á því hvað laun Vilhjálms koma málinu við. Einnig finnst mér seta stjórnarmanna SA í lífeyrissjóðum líka algjört aukaatriði. Færslan fjallar um komandi kjarasamninga og væntanlegar efnahagshorfur á Íslandi, ekki laun einstakra manna eða störf þeirra.

Svo vil ég koma einu að, að gefnu tilefni. Mér finnst alltaf dapurlegt þegar að fólk þorir ekki að skrifa athugasemdir við færslur undir nafni heldur notar eitthvað dulnefni. Þetta er ljótur siður, mest notaður til þess að níðast á fólki og komast upp með það. Skárri er þó maðurinn sem að kýlir einhvern eða níðist á honum í persónu, hann þorir þó að koma fram undir nafni. Þeir sem að þora ekki að skrifa undir sínu eigin nafni eiga þá bara að sleppa því.

Jóhann Pétur Pétursson, 7.9.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband