30.10.2007 | 23:23
Brotnir hlutir.
Einn bolli, ein skál, einn diskur og þrjú glös. Þetta eru þeir hlutir úr búinu okkar Ingibjargar sem að ég hef brotið síðusu 3-4 vikur. Og það merkilega er að ég er enn látinn vaska upp. Kanski er látinn fast að orði kveðið, fæ ennþá að vaska upp. En með þessu áframhaldi þá getum við Ingibjörg keypt okkur nýtt nýtt matar og bollastell fyrir jól. Kanski fáum við það bara í jólagjöf .
Í morgun var þreyttur morgunn. Ég var til klukkan 2 í nótt að þrífa gömlu íbúðina hennar Elínar. Hún vildi fá að borga okkur fyrir. Humpf. Maður tekur ekki borgun fyrir greiða handa vinum sínum. Fallega boðið en ég bara gat það ekki. Ef vinir mínir þurfa hjálp þá hjálpa ég punktur.
Ég las frétt áðan um það að umdeilt vopnasölufyrirtæki eitt frá Bretlandi hefði haldið fund á hótel Nordica. Þetta sýnir hvað þessi þjóð er skrýtin. Þegar félag klámmyndaframleiðenda ætlar að halda ráðstefnu á hótel Sögu og þá verður allt vitlaust. Fjallað er um málið dag eftir dag, og femínistar þessa lands, þingmenn, borgarstjóri og aðrir rísa upp á afturlappirnar og lýsa yfir hneykslan sinni á þessum verknaði. En þegar fyrirtæki sem hefur það meðal annars á afrekaskránni að selja einræðisherra Chile Augusto Pinochet vopn og meira að segja múta honum til þess að fá að selja Chile vopn þá ferð það hljótt. Engir ráðherrar, engir þingmenn og enginn borgarstjóri segja neitt. Málið var ekki aðalfréttin á stöð 2 eða RÚV. Einhvern vegin grunar mig að þegar að femínistum er misboðið, þá fái málið meiri umfjöllun og sterkari viðbrögð en þegar öðrum er misboðið. Og kannski meiri umfjöllun og sterkari viðbrögð en efni eru til. Hvað varðar þessa tvo fundi þá er það mín skoðun á þeir áttu nú bara hvorugur heima hér á Íslandi. Hins vegar hafa hvorki þingmenn, ráðherrar eða femínistar nokkuð um það að segja hverjir halda fundi eða ráðstefnur hér á landi. Um fundi og félög fjallar félagafrelsi sem segir að það er heimild að stofna félög og halda fundi um allt milli himins og jarðar í löglegum tilgangi.
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enda eru þessir öfgafeministar mjög háværir. Allt gert til að þagga niður í þeim.
Enn og aftur.. þúsund þakkir fyrir hjálpina
Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 30.10.2007 kl. 23:59
Það var lítið en þetta er skrýtið orðatiltækai. Þúsund þakkir. Ef að Elín ætlaði að segja takk fyrir þúsund sinnum þá yrði ég nú fljótlega leiður á að hlusta á hana, þó hún sé annars mjög skemmtileg.
Jóhann P (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.