Verður þá ekki bara brú yfir Elliðaárvog?

Fólk má ekki gleyma því að jarðgangaleiðin var bara ein hugmynd af mörgum. Nú þegar að sú leið virðist vera mun dýrari en áður var talið og miklu dýrari en aðrar leiðir, þá er lítið annað að gera en að ýta þessari hugmynd út af borðinu og einblína á aðrar leiðir. Sundabraut má ekki setja í voða vegna þess að gangnahugmyndin gengur ekki upp.

Þessi hugmynd um Sundarbrautargöng er til komin vegna skipulagsvanda Reykvíkinga. Hún er til komin vegna þess að íbúar í Grafarvogi sætta sig ekki við að vegurinn nálægt byggð í Grafarvogi. Mín skoðun er að umferðarbætur að þessari stærðargráðu, alveg eins og mislæg gatnamót er mikilvægara en skipulagsvandi Reykvíkiga. Það verður einfaldlega að finna leið til þess að þetta passi saman.  Ef það þarf að flytja til byggð eða kaupa upp hús, þá verður einfaldlega svo að vera. Við getum ekki látið umferðaröryggi þeirra þúsunda vegfarenda sem fara um Vesturlandsveg í hverjum mánuði líða fyrir óánægju íbúa í Grafarvogi. Það er einfaldlega vandi Reykvíkinga sem þeir verða að leysa.

Ég hef nákvæmlega sömu afstöðu gagnvart mislægum gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar. Þarna er lítið sem ekkert pláss fyrir mislæg gatnamót og íbúar í nágrenninu eru ekkert allt of hrifnir af mislægum gatnamótum. En af hverju ekki þá að rýma byggð og skapa pláss fyrir mislæg gatnamót? Þetta eru fjölförnustu og hættulegustu gatnamót landsins og fjöldi fólks slasast eða jafnvel lætur lífið á þessum gatnamótum á hverju ári. Ég hugsa að þessi mislægu gatnamót myndu borga sig jafnvel þó að kaupa þyrfti upp hús og rífa, vegna þess að tap samfélagsins af þessum gatnamótum veltur hundruðum miljóna ef ekki einhverra milljarða á ári.

Umferðaröryggi á einfaldlega að setja ofar skipulagsvanda. Ef umferðarmannvirki valda vanda eða óánægju vegna skipulags verður einfaldlega að leysa hann. Skipulagsvandinn á ekki að hafa áhrif á mannvirkin. Auðvitað á að leita leyða til að láta byggð og umferðarmannvirki passa saman en ef það tekst ekki, þá verður að leysa skipulagsvandan.


mbl.is Sundabrautargöng mun dýrari en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Alveg er ég hjartanlega sammála þér með þetta. Tilhvers göng þegar aðrar leiðir eru færar eða amk . mögulegar.

Hérlendis virðist bara vera sú rugl stefna að það megi eyða hellings pening í göng fyrir svona ca. 14 bíla umferð á dag (ýkjur kannski en .. "U get my point") úti á landi en ekkert er gert til að leysa vandann hérna í borginni, ég er þó ekki að tala með göngum hérna í RVK heldur framkvæmdum í heildina.

Eitt annað sem ekki er líklegt að fólk hérlendis sætti sig við en er gert í stórum mæli erlendis, það er að rífa hús sem eru FYRIR, ef fréttin um flutninginn á kirkju í vikunni er skoðuð nánar þá má sjá að þar er HEILT þorp látið víkja fyrir námu !! .
Hversu oft hefur fólk ekki séð og dáðst að því þegar verið er að sprengja niður ýmsar byggingar erlendis, sem oftar en ekki er einmitt gert til að láta eitthvað víkja fyrir nýju skipulagi sem stundum er þó ekki nema 20-30 ára gamalt. Húsin þarna kringum títt rædd gatnamót verða bara að víkja ef þau eru fyrir og best væri að það væri sem fyrst og helst með hvelli.

Því miður verður líklegast ekkert úr þessum draumum mínum (okkar) þar sem íslendingurinn er bundinn svo mikilli "ást" við gamalt og stífnar alltaf og bremsar við breytingar ÞÓTT þær séu klárlega ölum til bóta.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 26.10.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 681

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband