Er starfsheitið ráðherra niðrandi fyrir konur?

Þó svo að við komum á jafnrétti kynjanna mega þá starfsheiti ekki halda sér? Hvað getur það varðað jafnrétti kynjanna þó svo að ráðherrar verði áfram ráðherrar. Er þetta ekki orðin full mikil smámunasemi hjá femínistum þessa lands að orðið og starfsheitið ráðherra fari í taugarnar á þeim? Þegar við erum farin að endurskrifa íslenskuna með jafnrétti í huga þá segi ég að jafnréttið sé farið að ganga of langt. Ég ætla alla vega ekki að spyrja konur að því hvernig ég á að tala.

 Er heldur ekki meira áríðandi að berjast gegn launajafnrétti og að konur standi jafnfætis körlum í atvinnulífinu, í stjórnmálum og víðar í samfélaginu. Þingmaðurinn hlýtur þá að vera að lýsa því yfir að þessir þættir jafnréttis séu þá í rosalega góðum málum úr því að þetta er orðið áhyggjuefni.

Hvað verður þá um sýslumanninn, slökkviliðsmanninn, sjúkraflutningamanninn. Mega ekki starfsheiti halda sér þó svo að konur gegni þessum störfum. Til dæmis hefur frú Sigríður Snævarr verið sendiherra árum saman án þess að það hafi verið lagt til að breyta sendiherranum. Og hvað er það niðrandi fyrir konur að verða ráðherrar. Mér finnst það merki um pólitískan frama, að viðkomandi hafi náð miklum árangri í pólitík úr því að henni er treyst fyrir ráðherraembætti.

Ég segi nei, nei og aftur nei. Ég hef beðið lengi eftir því að jafnréttið myndi ganga of langt. Að konur þessa lands myndu skjóta yfir markið í þeirri viðleitni sinni að bæta hag kvenna. Núna hefur Steinunn Valdís Óskarsdóttir stigið fyrsta skrefið.


mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góð hugmynd. "Háttvirtur fábjáni" væri t.d. mjög viðeigandi fyrir bæði kynin.

sigkja (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:16

2 identicon

Er enginn munur á því að kona beri starfsheitið ráðHERRA, sendiHERRA osfrv annarsvegar og hinsvegar að kona beri starfsheitið þingMAÐUR, slökkviliðsMAÐUR, sjúkraflutningaMAÐUR osfrv í þínum augum?

Konur eru kvenMENN (kvenMAÐUR) alveg eins og karlar eru karlMENN (karlMAÐUR)...

Aftur á móti eru karlar "herra" og konur "frú".

Andri (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: Heidi Strand

Ráðfrú.

Heidi Strand, 20.11.2007 kl. 23:21

4 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Ég las fyrisögnina. Og það fyrsta sem að ég hugsaði var "nei". Gera bara eins og í Sviss þar sem að öll starfsheiti eins og þau leggja sig eru "karlkyns".

(Mig minnir að það sé Sviss, en það gæti verið annað land)  

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 21.11.2007 kl. 10:03

5 identicon

Er í alvörunni ekkert þarfara mál sem þarf að ræða á hinu háa alþingi heldur en eitthvað svona sem ég myndi kalla smámunasemi. Vissulega er starfsheitið karlkyns en hvað með það, er þetta eitthvað sem lífið liggur við að breyta? Með fullri virðingu fyrir Steinunni Valdísi og bara feministum almennt þá er feminisminn í seinni tíð farinn að snúast um KVENNréttindi en ekki jafnrétti.

Sigurbjörn Gíslason (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband