Home again.

Ég á í vandræðum með munninn á mér. Hann segir of margt áður en heilanum mínum hafi tekist hugsa það sem ég ætla að segja til enda. Að heilanum hafi tekist að fatta að sumt er betur látið ósagt. Stundum finnst manni eitthvað fyndið áður en maður segir eitthvað, en þegar maður heyrir sjálfan sig segja það, þá kemst maður að því að það var hvorki fyndið né sniðugt. Hún mágkona mín var svo yndisleg að benda mér á þetta í gær. Væri ekki hægt bara að fá svona tímaliða sem leyfir manni ekki að segja eitthvað fyrr en að heilinn hafi fengið svolítinn tíma til þess að átta sig á því sem maður ætlar að fara að segja? Ég vildi að það væri hægt. Gæti forðað mér frá ansi miklum vandræðum í framtíðinni.

Við Ingibjörg kíktum heim um helgina. Tilgangur ferðarinnar var að keyra Ingibjörgu heim í jólafríið sitt. Ég fer síðan einn norður til þess að klára skólann fram að jólum. En það var skrýtið að koma heim í þetta skiptið. Auðvitað getur maður ekki ætlast til þess að fólk breyti skipulaginu yfir helgina hjá sér bara fyrir okkur, en í þetta skiptið var bara enginn til þess að hitta okkur. Pabbi og mágkona mín voru í vinnunni, Sibbi vinur minn norður á Dalvík, tengdaforeldrarnir fyrir sunnan og við sátum heima gerðum ekki neitt. Að vísu skilaði fólkið sér svona smán saman þannig að í lok helgarinnar hefur maður náð að eyða smá tíma með fólkinu, nema Sibba. Hann er ennþá í rassi alheimsins Dalvík.

Og þegar ég fer norður, verð ég ALEINN í íbúðinni. Það er rosalega langt síðan að ég hef verið einn heima svona lengi. Yfirleitt hef ég ekki verið einn nema kannski nokkra daga. Ég sé þetta fyrir mér. Þetta verður svona ekta piparsveinaíbúð, þar sem maturinn saman stendur af pizzum, hamborgurum og öðru ruslfæði og einu skiptin sem að ég verð klæddur í eitthvað meira en nærbuxur er þegar ég fer út. Eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

I'm sorry to inform you but I have to cancel our study plans during the exams due to lack of clothing on your behalf.

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 25.11.2007 kl. 19:39

2 identicon

Oki ég skal þá kannski fara í bol bara fyrir þig Elín. En ég held áfram að segja eitthvað vanhugsað. Það átti að hætta eftir að ég skrifaði þessa færslu. Ég ætlaði að vera svo yfirvegaður og hugsa alltaf áður en ég segði eitthvað.

Jóhann P (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Ekkert kannski hér! Buxur og bolur. Þetta eru ekki samningarviðræður.

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 25.11.2007 kl. 23:33

4 Smámynd: Katrín M.

"I'm sorry to inform you but I have to cancel our study plans during the exams due to lack of clothing on your behalf."

BWAHAHA 

Katrín M., 26.11.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhann Pétur Pétursson

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Blóm
  • 100_1369
  • 2008 11 25 puppies
  • 101_1016
  • 2008-07-13  LB 133

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 885

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband