8.1.2008 | 15:26
Er hægt að ráða son Davíðs Oddssonar í vinnu?
Ég spurði þessarar sömu spurningar í vinnunni um daginn. Væri nokkurn tíma hægt að ráða son Davíðs án þess að einhverjir risu upp á afturlappirnar og hrópuðu spilling.
Spillingin þrífst nefnilega mjög vel á Íslandi. Hún þrífst eflaust í einhverjum mæli hjá ráðherrum og ráðuneytum. Já og eflaust hjá hinu háa alþingi líka. Þegar ég fer að hugsa út það þá er án efa spilling á Bessastöðum líka.
En best þrífst spillingin hjá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Ég þekki svona fólk. Heilinn í þeim er svo gegnsýrður af þeirri tilhugsun að þó að allt mæli gegn því, og burtséð frá þeirri staðreynd að Ísland er ofarlega á lista yfir minnst spilltustu lönd í heiminum, þá sé allt og allir sem tengdir eru Sjálfstæðisflokknum gjörspillt. Þess vegna spyr ég hvort að það hefði verið hægt að ráða son fyrrverandi formanns spillingarflokksins í nokkra vinnu hvort sem það er dómari í Héraðsdóm Norðurlands eða sem blaðberi Morgunsblaðsins án þess að þetta fólk færi að hrópa SPILLING.
Mitt svar er nei. Það er ekki hægt að ráða son Davíðs Oddssonar í vinnu. Svoleiðis bara gerir maður ekki. Ekki séns. Tala nú ekki um þegar þú ert ráðherra og þingmaður fyrir spillingarflokkinn sjálfan. Þá hlýtur þetta að vera eintóm pólitísk spilling.
![]() |
Dómsmálaráðherra skilar rökstuðningi fyrir ráðningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.