Er hægt að ráða son Davíðs Oddssonar í vinnu?

Ég spurði þessarar sömu spurningar í vinnunni um daginn. Væri nokkurn tíma hægt að ráða son Davíðs án þess að einhverjir risu upp á afturlappirnar og hrópuðu spilling.

Spillingin þrífst nefnilega mjög vel á Íslandi. Hún þrífst eflaust í einhverjum mæli hjá ráðherrum og ráðuneytum. Já og eflaust hjá hinu háa alþingi líka. Þegar ég fer að hugsa út það þá er án efa spilling á Bessastöðum líka.

En best þrífst spillingin hjá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Ég þekki svona fólk. Heilinn í þeim er svo gegnsýrður af þeirri tilhugsun að þó að allt mæli gegn því, og burtséð frá þeirri staðreynd að Ísland er ofarlega á lista yfir minnst spilltustu lönd í heiminum, þá sé allt og allir sem tengdir eru Sjálfstæðisflokknum gjörspillt. Þess vegna spyr ég hvort að það hefði verið hægt að ráða son fyrrverandi formanns spillingarflokksins í nokkra vinnu hvort sem það er dómari í Héraðsdóm Norðurlands eða sem blaðberi Morgunsblaðsins án þess að þetta fólk færi að hrópa SPILLING.

Mitt svar er nei. Það er ekki hægt að ráða son Davíðs Oddssonar í vinnu. Svoleiðis bara gerir maður ekki. Ekki séns. Tala nú ekki um þegar þú ert ráðherra og þingmaður fyrir spillingarflokkinn sjálfan. Þá hlýtur þetta að vera eintóm pólitísk spilling.


mbl.is Dómsmálaráðherra skilar rökstuðningi fyrir ráðningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 649

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband