Aðeins of þungur...

Finnst vera kominn tími til þess að blogga eitthvað um mig sjálfan en ekki um eitthvað annað bull.

Foreldrar mínir plötuðu mig í það að fara að stunda ræktina núna eftir áramótin. Ég er feginn. Fannst að ég mætti kannski aðeins bæta formið og missa svolítið af bumbunni. Galvaskur steig ég á vigtina. Ég fékk nett áfall. Það munar ekki nema svona eins og einum poka af sykri að ég sé kominn í þriggja stafa tölu. Takk fyrir Jóhann er að verða hundrað kíló, sem sagt allt of feitur. (nú á mágkona mín eftir að lemja mig) En nú ætla ég mér að taka vömbina föstum tökum og nú er sko farið í ræktina 3 svar í viku.

Ég held að önnin núna fari langt með að verða einhver sú leiðinlegasta önn sem að ég hef upplifað í skóla. Alveg síðan að ég var í bókfærslu, stærðfræði, þýsku, verslunarrétti, þjóðarhagfræði, viðskiptahagfræði og öðru eins ógeði. Að vísu er ég ennþá duglegur að læra heima (en því var ekki að heilsa í áðurnefndum áföngum) en ég þarf orðið að beita mig hörðu til þess að mæta í tíma. Vikan snýst um það orðið að bíða þangað til að það kemur föstudagur.

Svo eru það vinnubækur. Orðið vinnubók þýðir í vélstjórn VMA að kennarinn annað hvort kunni ekki efnið, eða þá að hann hafi engan tíma til þess að fara í það í tímum, þannig að efninu er skellt í eitthvað ljósrit(yfirleitt á erlendu máli til þess að auðvelda okkur verkið) og nemendum sagt að gera upp úr þessu vinnubók. Og magn námsefnisins og þykkt vinnubókar er í engu samræmi við það efni sem að farið er yfir. Þessa önnina þarf ég að gera 2 vinnubækur. Ég ákvað því að byrja strax. Nú þegar eyði ég u.þ.b. 2 tímum á dag í vinnubækurnar, alla daga vikunnar. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu miklum tíma ég hef eytt í þetta í lok annarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg rétt hjá þér. ég mun lemja þig í hausinn með veskinu mínu næst þegar ég sé þig. og þú ert ekki feitur!!!

elska þig bæbæ

Berglind mágkona (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband