16.1.2009 | 15:42
Á hvaða braut er ráðherrann?
Hvar er ráðherrann staddur í jafnréttismálum ef að Jafnréttisfélag Íslands mótmælir harðlega hennar túlkun á jafnrétti? Ég tel mig vita svarið en fólki er frjálst að mótmæla mér ef það vill. Hún er komin út á braut kvenrembu en ekki á braut jafnréttis. Það að fullyrða að annað kynið sé hæfara eða betra en hitt er ekki tákn um jafnrétti heldur kven/karlrembu. Þetta er nákvæmlega eins og að segja að konur séu hæfari til þess að halda heimili. Ég mótmæli því, tel mig sjálfan mjög hæfan í heimilisstörfum.
Ég hef oft velt því fyrir mér, þegar verið er að ráða fólk í vinnu, hvers vegna kyn er yfir höfuð gefið upp. Hjá okkur sem að trúum á jafnrétti (sem sagt ekki ráðherrann) trúum því að kynin séu jafnhæf til allra starfa. En hvað kemur það þá málinu við hvaða kyn umsækjandinn er? Aldur einstaklings gefur til kynna þroska hans og lífsreynslu, menntun gefur til kynna þann fróðleik og þá kunnáttu sem að umsækjandinn hefur aflað sér og svo framvegis en hvað felur það yfirleitt í sér hvort að umsækjandinn er kona eða karl?
Það hlýtur að vera augljósasta jafnréttið. Þá fer það eftir menntun og reynslu umsækjenda hvort að fleiri karlar eða konur eru ráðnir í fyrirtæki eða stofnanir en ekki hvort að þeir séu karlar eða konur. Og miðað við fjölda kvenna í t.d. háskólanámi þá ættu konur smán saman að ná yfirhöndinni hvað fjöldann varðar.
En aftur að ráðherranum, sú krafa hlýtur að verða jafnhávær á tímum kreppunnar að ráðherra fjármála og bankamála segi af sér og að ráðherra jafnréttismála sem að ekki skilur jafnrétti segi af sér líka eða hvað? Fela orð ráðherrans ekki það í sér að hann hefur ekki skilning á orðinu jafnrétti, ekkert frekar en að dýralæknirinn skilur ekki fjármál eða heimspekingurinn málefni fjármálafyrirtækja?
Segja félagsmálaráðherra ekki skilja hugtakið jafnrétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Hennar tími er útrunnin, við þurfum ekki á svona fólki að halda á nýja íslandi.
Hún hefur aldrei gert neitt spes... ég man ekki eftir neinu
DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:58
Þú gerir þér grein fyrir því er það ekki að Jafnréttindafélag Íslands er ekki
Femínistafélag Íslands? Jafnréttindafélag Íslands er félag sem hefur ekki verið formlegastofnað
ennþá samkvæmt heimasíðu þeirra sjálfra. Þetta eru því huldusamtök og því ekki á
því leveli að maður fari að taka mark á þeim sem einhverjum talsmönnum jafnréttis.
Guðrún (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:03
Guðrún,
Er það stóra málið hvort skoðanir koma frá formlegum samtökum eða ekki. Eiga ekki allir að vera talsmenn jafnréttis?
itg (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:27
Nýtt ísland já. (verður þá nýja ísland alltaf skrifað með litlum staf) Það er eitthvað sem að ég ætla ekki að eiga þátt í.
En af því að álitið á orð ráðherra koma ekki frá réttum samtökum þá eru þau marklaus. Ég er engin samtök en mér finnst orð ráðherra argasta bull og endurtek orð mín að þau eru ekki dæmi um jafnrétti heldur kvenrembu. Það eru nefnilega margir femínistar sem og aðrir sem að sigla undir fölsku flakki jafnréttis en eru í raun kvenrembur sem að hefur ekkert með jafnrétti að gera.
Jóhann Pétur Pétursson, 17.1.2009 kl. 13:57
Virðist telja að ekki geti verið á ferðinni jafnréttindafélag nema femínistafélag Ísland standi á bak við það. Femínistar eru þekktir fyrir lítið annað en öfgafullar skoðanir sem flestum hryllir við.
Svar við Guðrún (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:43
Segi það ekki. Hins vegar er ég á þeirri skoðun að femínisti sé alls ekki það sama og femínisti.
Jóhann Pétur Pétursson, 17.1.2009 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.