Og hvað svo?

Segjum sem svo að þessum uppreisnarseggjum takist ætlunarverk sitt, knýja fram kosningar, hrekja lýðræðislega kjörna fulltrúa kosna af okkur til þess að væntanlega taki við fólk þeim þóknanlegt.

Hvað svo?

Mun allt ofbeldið, lögbrotin svo að ég tali nú ekki um stjórnarskrárbrotin draga einhvern dilk á eftir sér? Er virðingarleysið gagnvart stjórnvöldum í þessu landi ekki farin að hafa skaðleg áhrif á fólkið í landinu?

Vitið þið að á eftir þessari ríkisstjórn kemur nefnilega ný ríkisstjórn og þið munuð þurfa að beygja ykkur undir vald þeirrar stjórnar. Sú stjórn mun nefnilega líka hafa lögreglu til þess einmitt að gæta þess að fólk fari eftir lögum.

Eða er þetta framtíðin, hvenær sem að okkur líkar ekki ríkisstjórnin, þá gerumst við lögbrjótar, brjótum allt og brömlum, veitumst af lögreglumönnum sem að eru að sinna vinnunni sinni...

Þess vegna velti ég því fyrir mér, ef að mótmælendum tekst ætlunarverk sitt...hvað svo?

Verður þjóðfélag ofbeldis í pólitískum tilgangi, lögbrota í nafni málstaðar og algers virðingaleysis gagnvart valdhöfum virkilega það þjóðfélag sem að við viljum??? Er skaðinn sem að við völdum með þessum aðgerðum ekki þá orðinn meiri heldur en gróðinn??? Erum við ekki þá búin að fórna öllu því sem að gerir þetta litla sker okkar að siðmenntuðu þjóðfélagi???? (athugið spurningar, ekki fullyrðingar)


mbl.is Jólatréð brennt á bálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það væri kannski réttara að orða þetta svona : Er virðingarleysi stjórnvalda gagnvart almenning farin að hafa skaðleg áhrif .

hilmar jónsson, 21.1.2009 kl. 01:38

2 identicon

Sæll kæri jóhann

Þú varst greinilega ekki á staðnum. Þetta var ótrúlega yfirveguð og fín stemning. Svolítið gott fyrir sálina eftir allt bölið í hljóði.

Auðvitað lenda allir í tómu tjóni sem taka við þessum búskap. En í það minnsta ef stjórnin fer frá þá verður hægt að rannsaka spillinguna inn að beini. Við þurfum þess. Okkur blæðir og okkur mun blæða um áratugi. Ekki leyfa blóðtökunum að fela slóð sína og firra sínar skuldir. 

Áfram Man U

kv einar

einar (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:43

3 identicon

Neibb látum bara serða okkur í þurran endaþarminn, við skulum ekki segja neitt...
Er pabbi þinn kannski Pétur Blöndal, þú hljómar svona álíka gáfulegur..

Árni Matt lengi lifi

Lífið er ekki fótbolti by the way, þú þarft ekki alltaf að halda með sama liðinu af því að pabbi sagði þér að gera það

Palli (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:43

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Verður kosið á ný Geir mun segja af sér Dabbi veerður láttin fjúka

Alexander Kristófer Gústafsson, 21.1.2009 kl. 01:44

5 identicon

Einmitt.  Þarna er pakk að mótmæla, ríkið ber ekki ábyrgð á persónulegum óförum okkar.  Það vill þetta lið meina.  Hver er sinnar gæfu smiður

Baldur (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:57

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ehemm ríkið ber ábyrgð á því að koma landinu á hausinn hvítliði

Alexander Kristófer Gústafsson, 21.1.2009 kl. 02:00

7 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Menn rada alveg hvernig menn vilja skilja thessa grein mina. Hins vegar vilj eg taka fram ad rikisstjornin ber adeins abyrgd a thvi hvernig for fyrir bankakerfinu, tho adeins ad hluta. Hvernig er statt fyrir folkinu sjalfu er adeins thvi sjalfu ad kenna og engum odrum.

Nu er eg ad velta fyrir mer annarri spurningu. Hvad er lydraedi? Er thad ad lydurinn geti risid upp hvenaer sem er og gripid fram fyrir hendurnar a lydraedislega kjornum fulltr'um okkar. Mitt svar er nei. Thad er stjornleysi. Ef ad vid aetlum ad undirgangast thad ad rikisstjornir hrekist fra voldum hvener sem illa arar, tha verda lika allar rikisstjornir myndadar ur ollum flokkum ad undirgangast thad.

 Svo er alveg merkilegt hvad sumir virdast eiga erfitt med ad halda sig vid rokraedur. Personuleg skitakomment gera ekkert annad en ad gefa til kynna hversu erfitt er fyrir vidkomandi ad svara eda kommenta. Astaedan kann ad vera ad malstadur vidkomandi se svona veikur eda tha ad vitsmuni skortir til annars en ad koma med skitakomment. Einnig frabid eg mer oll komment med stafsetningu. Bretar hafa bara ekki sed asaedu til thess ad hafa islensk lyklabord.

Jóhann Pétur Pétursson, 23.1.2009 kl. 20:13

8 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Jóhann minn. Það eru örfáir sem eru að brjóta lögin í þessum mótmælum á meðan að meirihlutinn er friðsamur og vill bara fá breytingar. Ef að þú ert á móti því að fólk mótmæli, þá ertu eiginlega á móti lýðræði. Lýðræði þýðir að lýðurinn ræður og þingmenn og ríkisstjórn hefur umboð sitt frá þjóðinni, nú er svo komið að meirihluti þjóðarinnar er á móti ríkisstjórninni og því hefur hún ekki lengur umboð frá þjóðinni. Þannig virkar lýðræði!

Í fjölmiðlum virkar eins og að mótmælin séu bara óeirðarseggir og ekkert annað en þannig er það bara ekki, sem betur fer eru þetta bara nokkrir einstaklingar. Ég þekki marga sem fara á mótmælin og þeir hafa ALLIR sagt að það sé bara mjög afslöppuð stemmning og nokkrir sem hafa skrílslæti. Ég er mjög á móti þessu árásum gegn lögreglu og því er ég mjög ánægð að þeim er farið að linna og fólk er farið að gera skjaldborg um lögreglu svo að þessir fáu hálvitar nái sínu ekki fram. 

Vera Knútsdóttir, 25.1.2009 kl. 10:43

9 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Thetta er skryll og ekkert annad. Sidast thegar eg vissi tha vorum vid med fulltrualydraedi sem ad er kosid a fjogurra ara fresti. Thingmenn sem og rikisstjornin eru kosin i fjogur 'ar og thannig a thad ad vera. Ef vid erum farin ad knyja rikisstjornir fra voldum tha erum vid buin ad setja vafasamt fordaemi sem ad allar rikisstjornir verda ad beygja sig undir. Eg hef sagt thetta adur en thad kann ad thona einhverjum hagsmunum nuna en sidar kann thessi krafa folksins ad koma okkur um koll.

Hugsum okkur inngongu okkar i Nato. Tha var barist a Austurvelli. Sagdi su rikistjorn af ser? Aetla tha komandi rikistjornir ad setja sitt hofud undir thetta sama fordaemi? Steingrimur sjalfur gerdi thad ekki.

Eg er bara ad segja ad tho ad vid hofum lydraedi tha eru thaer stundir sem ad vid thurfum a rikisstjornum sem sitja, sama hvad a dynur. Tho svo ad thad se rettur thodarinnar ad segja hug sinn, jafnvel krefjast kosninga, tha getur su krafa, tho ad hun se lydraedisleg komid okkur um koll. Kannski ekki nuna en alveg orugglega sidar meir. (bodst svp ad lokum afsokunar a thessu andskotans breska lyklabordi)

Jóhann Pétur Pétursson, 26.1.2009 kl. 12:15

10 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Já en Jóhann þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að ríkisstjórn sem ekki nýtur stuðnings fólksins verður að axla ábyrgð. Nú er komið að því og líklegt að ný ríkisstjórn verði mynduð í dag. Svo verða kosningar í maí. Ég held að það sé bara gott mál að fólk sé komið með nóg af fyrirgreiðslu pólitík og annari eins vitleysu sem hefur viðhafst hér síðan að Hannes Hafstein var ráðherra. Nú er tími til breytinga!

Vera Knútsdóttir, 26.1.2009 kl. 12:53

11 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Sko ríkisstjórnir hafa svo sem setið áður án meirihluta stuðnings, og ég er á þeirri skoðun að það geta komið upp þær aðstæður að það geti verið hreinlega mjög slæmt fyrir þjóðina ef að ríkistjórnir fá ekki að sitja (og nú er mér sama hvort að hún er með Sjálfstæðisflokki eða ekki)

Hvað varðar nýja ríkistjórn þá segi ég verði henni að góðu. Nú sést hvort að það hafi verið svo mikið aðgerðarleysi hjá fyrrverandi ríkisstjórn eða hvort að í raun sé eitthvað hægt að gera. Nú fá fleiri flokkar tækifæri til þess að láta ata sér aur með því að standa í erfiðum sporum. Hvort að þeir geti bara þanið sig niður á Austurvelli eða hvort að þeir séu með einhverjar lausnir sem að fyrrverandi ríkissstjórn hafði ekki. Nýja ríkisstjórnin mun líklega hafa fögur fyrirheit en ég er nokkuð sannfærður um að efndir verða eitthvað minni.

Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn þá held ég að minnst 4 ár eigi að líða þangað til að það komi yfir höfuð til álita að hann taki þátt í ríkisstjórnarsamstarfi aftur. Umræðan síðustu vikur og mánuði er búin að vera svo einsleit, þröngsýn, að sumu leyti sanngjörn en að sumu leyti mjög ósanngjörn. Það er fyrir löngu búið að ákveða að Sjálfstæðisflokkurinn beri alla ábyrgð á ástandinu og það jaðrar við landráð að segja að myndin sé eitthvað örlítið stærri en það. Undir svona djöfulsins rugli eins og umræðan í landinu er búin að vera getur ekki nokkur flokkur staðið undir til lengdar. Ruglið í þessu landi er nefninlega búið að vera alveg gengdarlaust, einsleit og þröngsýn. Þess vegna þarf flokkurinn að marka sér stöðu að nýju, og ég vona að það verði undir merkjum "Sjálfstæðissinna í Evrópumálum". Ef ekki, tja hvert sagðistu ætla að fara sem pólitískur flóttamaður?

Jóhann Pétur Pétursson, 27.1.2009 kl. 14:54

12 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ekki búin að ákveða það ennþá sko, örugglega í einhverju suðrænu og seyðandi landi

Vera Knútsdóttir, 27.1.2009 kl. 15:16

13 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Já, líst ágætlega á það en ætla samt að gefa Sjálfstæðisflokknum séns fram yfir landsfund. Ef að hann fer illa t.d. eins og að Þorgerður Katrín verði ekki kosin formaður (eða for....frú ef maður spyr Steinunni Valdísi), ef Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á Evrópusambandsaðil og ef þingmenn og fyrrverandi ráðherrar eins og t.d. Árni Mattiessen og Björn Bjarnason segi ekki af sér þingmennsku, hundskist út í hafsauga og láti aldrei sjá sig aftur þá fylgi ég þér bara sem pólitískur flóttamaður.

Jóhann Pétur Pétursson, 28.1.2009 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 664

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband