28.1.2009 | 03:38
Nú kemur í ljós...
... hvort Steingrímur J. Sigfússon skyldmenni mitt kann einungis að rífa kjaft eða hvort að hann sé hæfur til þess að stjórna einhverju. Það er ágætishefð hjá honum að sitja í minnihlutastjórn því að hann kann hvort eð er ekkert annað. Síðasta ríkistjórn sem að hann sat í, ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sat í 3 ár og aldrei með meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Þessi ætlar að sitja með minnihluta þingmanna á bak við sig en með hlutleysi Framsóknarflokks. Verði ykkur þjóðinni að góðu. Tveir flokkar, óhæfir til þess að taka óvinsælar og erfiðar ákvarðanir, hentistefnuflokkar sem að taka einungis ákvarðanir sem að koma vel út í skoðanakönnunum eiga nú að leiða þjóðina út úr einum erfiðustu efnahagsþrengingum sem að hafa komið yfir þjóðina fyrr og síðar og menn þurfa að fara ein 100 ár aftur í tímann til þess að finna samsvarandi ástand í heiminum.
Þið afsakið þó ég sé efist um árangurinn. Og tvær fyrstu tillögunar eru kostulegar. Að auðmenn sem að áttu í bönkunum borgi til baka í sérstakan bjargráðasjóð og að eignir þessara sömu auðmanna verði frystar. Sem sagt fyrst á að gera allt upptækt og svo á að frysta allt sem að eftir verður sem að verður þá ekki neitt. Svo liggur mér forvitni á að vita, í allri þessari upptöku og frystingu, hvar ætla menn að finna lagastoð fyrir þessu öllu saman. Og ef að lagastoðin verður búin til, hvernig á hún að samrýmast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, eða á að endursemja hana líka. T.d. svona...
"Eignir má ekki gera upptækar nema almannahagsmunir liggi við og að sanngjarnt verð komir fyrir, nema að þú sért auðmaður sem að ert grunaður um að hafa spilað með fjármálakerfið sem að varð til þess að bankakerfið hrundi... þá má ríkið gera hvað sem er við eignir þínar eins og því sýnis." (fyrrihlutinn er nokkurn vegin orðrétt upp úr stjórnarskránni)
Þessar tillögur eru flottar á blaði, flottar í fyrirsögnum í dagblöðunum og eru nákvæmlega það sem að þjóðin vill heyra.... en ég er ansi hræddur um að þær séu andvana fæddar. Og ef að fólkið veit að þær eru óframkvæmanlegar, en setur þær samt fram vegna þess að fólkið vill heyra þær...þá er það lýðsskrum af verstu sort.
Húsfyllir hjá Vinstri grænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
uummm ,,ja maður bara spyr sig ,,hvar er fólkið statt í hugsanaganginum ,??og hverju trúa menn .
Það er nú einu sinni svo að, öll verðum við að fara eftir lögum og reglum,annars er samfélagið hrunið ,viljum við það? ég held ekki.....Það er eðlilegt að fólk sé reitt,,,en ég spyr ,erum við ekki pínu reið ,,,af því að við tókum þátt, ,vorum flottust,mest ,klárust og best í flestu sem að sneri að útlandinu og útlandið,, er nú ekki svo flott,allavega viljum við ekki búa í því,höngum á skerinu fram í rauðann dauðann, fullviss um að hvergi sé betra að vera. og vonandi verður hugsunin um að hvergi sé betra að vera en á klakanum áfram í huga okkar íslendinga.Hugsum okkur vel um í næstu kostningum til alþingis,því að það er illa farið með okkar orku og vinnuvilja að standa í mótmælum á ,engjum,götum og torgum,við höfum nóg annað að gera.
Laufey Guðmundsdóttir, 28.1.2009 kl. 04:13
Eins og talað út úr mínu hjarta. Jú vissulega hefur fólk ýmislegt til síns máls í þessum mótmælum. Hvort sem að það var síðustu ríkistjórn að kenna eða ekki þá varð þessi gríðarlega niðursveifla og hrun bankakerfisins á þeirra vakt. En ég hef oft kallað eftir þætti þjóðarinnar í kannski ekki hruninu heldur því ástandi sem að lokum leiddi til hrunsins.
Fyrir ekki svo mörgum mánuðum síðan var hugsanagangur þjóðarinnar þannig að það var í lagi að skulda og skulda mikið. Þessi hugsanagangur náði ekki bara til einstaklinga og heimila heldur líka gegnum fyrirtækin, bankakerfið og gegnum allt þjóðfélagið. Það var þessi hugsanagangur sem að kom okkur í þá stöðu sem að við erum nú í, og ég hef oft kallað eftir því að fólkið niður á Austurvelli viðurkenni nákvæmlega þetta, að þjóðin sjálf tók þátt í þeim hugsanagangi sem að leiddi til hrunsins. Hvort sem að þjóðin á þátt í hruninu sjálfu eða ekki er svo allt allt önnur saga.
Jóhann Pétur Pétursson, 28.1.2009 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.