22.4.2009 | 19:28
Hún hefur nú pínulítið til síns máls.
Sem sjálfstæðismaður trúi ég því varla að ég sé að segja þetta en Kolbrún Halldórsdóttir hefur svolítið til síns máls. Mengun vegna bruna jarðefnaeldsneytis er vaxandi vandamál í heiminum og nýjar olíulindir bæta alveg örugglega ekki það vandamál þó svo að það sé fráleitt að með því einu að láta þessar hugsanlegu olíulindir á Drekasvæðinu vera ónýttar að það breyti einhverju varðandi mengun í heiminum. Þess vegna finnst mér fráleitt að nýta ekki þessar olíulindir til atvinnusköpunar og velmegunar í landinu. Við höfum séð það hvernig áliðnaðurinn hefur verið lyftistöng og leitt til þess að alla vega hluti íbúa þessa lands hefur það betra, hefur hærri tekjur og hefur leitt betri lífskjara fyrir fólkið á svæðinu.
En vinnsla jarðefnaeldsneytis veldur mengun og bruni jarðefnaeldsneytis sömuleiðis. En í stað þess að vera á móti eins og VG, ég held að VG sé að sýna það og sanna að þeir eru á móti öllu, ættum við Íslendingar að spyrja okkur ef að það kemur til vinnslu á olíu, hvernig getum við bætti fyrir þessa mengun. Ef að það verða umtalsverðar tekjur af þessari olíuvinnslu þá myndi ég vilja að stjórnvöld öxluðu ábyrgð á þessari mengun, bæði með því að bæta fyrir hana með gróðursetningu en einnig leggja fé til rannsókna og notkunar á nýjum umhverfisvænni orkugjöfum. Ef að við myndum búa til eins konar olíusjóð eins og Norðmenn gerðu á sínum tíma, þá yrðu helsta verkefni íslenska olíusjóðsins umhverfisvend.
En þarna sést hvernig VG er í raun og veru. Á móti öllu. Það er ekki verið að finna leiðir til þess að gera hlutina mögulega á umhverfisvænan eða vænni hátt heldur er flokkurin bara á móti. Þessi fúll á móti flokkur hefur verið fúll á móti allt frá því að hann var stofnaður. VG eru ekkert annað en nokkrir fílupúkar sem að vildu ekki renna saman við kratana og mynda Samfylkinguna, voru örugglega hræddir um að fá ekki að ráða, svo að þeir mynduðu VG. Þarna voru fremstir meða fílupúkanna Steingrímur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson, báðir komnir af fílupúkum langt langt aftur í ættir. Ég segi, látum fílupúkana fara út í sitt horn og vera þar í fílu. Látum fílupúkanna ekki stjórna landinu.
VG gegn olíuleit á Drekasvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.