Ríkisstjorn á villigötum.

Ég held að það sé mikilvægt að hvaða leið sem að verður farin, hvað sem að verður gert, þá sé það gert í sem mestri sátt við hagsmunasamtök sjómanna, útgerða, smábátasjómanna og þeirra byggða sem að hafa töluverðar tekjur af sjósókn og sjómennsku. Ágreiningurinn snýst ekki um það hvort að það megi búa til nýtt kerfi eða ekki. Vandamálið snýst um það að koma þeim fyrirtækjum sem að eru í greininni í dag yfir í nýja kerfið án þess að vermæti glatist, fólk missi vinnuna sína og jafnvel eignir sínar. Það vill náttúrulega enginn.


Ég óttast að þessi ríkisstjórn ætli sér, að keyra einhverjar breytingar í gegn, bara til þess að þóknast einhverjum rómantískum hugmyndum um að þjóðin "eigi" fiskinn, hugmyndir sem að hafa enga hagkvæmna þýðingu fyrir neinn, síst af öllu þjóðina. Í staðinn munu þessar aðgerðir valda mikilli upplausn, verðmætum kastað á glæ og störf muni tapast. Ef að það á að fara út í einhverjar breytingar á þessu kerfi sem að þrátt fyrir sína galla, veitir þúsundum manna atvinnu, býr til stórann hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar, þá má það ekki gerast í einhverjum hrossakaupum eða pissukeppni stjórnmálamanna. Það verk verður að gerast og framkvæmast af öllum öðrum en stjórnmálamönnum. Það verk verður að framkvæma af þeim sem að raunverulega hafa hag af því að sjávarútvegurinn sé virkur, skili aðri og skapi störf. Það eru útgerðarmenn, sjómenn, smábátasjómenn, fiskverkafólk í landi en ekki stjórnmamálamenn.

Og við verðum að hverfa frá þeirri rómantísku hugsun að fiskurinn "eigi" að vera í eigu þjóðarinnar og hvergi annars staðar. Það er hugsun, rosalega falleg, en hefur enga hagkvæma þýðingu, hvorki fyrir hagmunaaðila í sjávarútvegi né heldur þjóðina sjálfa. Þjóðin sjálf hefur hagsmuni af því að sjávarútvegurinn vaxi og dafni og haldi áfram að skapa störf og gjaldeyristekjur. Ef fyrirtæki vita ekki hvort að þau hafi rétt til þess að veiða fiski frá ári til árs verða þau gersamlega óstarfhæf. Smábátasjómaður sem að veit ekki hvort að hann geti veitt frá ári til árs, gefst upp og fær sér eitthvað annað að gera. Öll framtíðarplön verða vonlaus í svoleiðis kerfi þar sem að kvótinn er ekki í eigu þeirra sem að ætla að nýta hann. Þá geta þeir sjálfir ákveðið hvernig þeir haga rekstrinum á sínu fyrirtæki.

Um hugmyndir um það að ríkið kaupi kvótann eða felli niður skuldir gegn kvótanum og svo að hann sé seldur aftur til þess að einhverjir geti keypt hann eru bara leikur að tölum. Lang stærsti hluti kvótaeigenda í dag keyptu kvótann. Ef að kvótinn er tekinn af þeim, felldar niður skuldir sem að var stofnað til, til þess að kaupa kvóta, og svo þurfa þeir að kaupa kvótann aftur af ríkinu þá endar kvótinn að mestu leyti í höndum þeirra sem að eiga hann í dag því að þeir sem að eiga þau verkfæri sem að þarf til sjósóknar eru þeir sömu og munu kaupa kvótann aftur af ríkinu. Í raun erum við með þeirri leið ekki búin að breyta neinu. 

 


mbl.is Fyrningarleið víst farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Rugl, hann verður aldrei seldur aftur. Veiðheimildir verða leigðar út fyrir minna fé  heldur en vextir eru á því fé sem útgerðir greiða í dag.

Kristbjörn Árnason, 6.5.2009 kl. 18:59

2 identicon

Kristbjörn: Þú veist það þýðir einfaldlega að skattgreiðendur niðurgreiði aflaheimildir þeirra sem nýta þær, þ.e. að því gefnu að þær verði leigðar gegn lægra verði en vaxtagreiðslurnar.

jeje (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:55

3 identicon

Ert þú varðhundur kvótagreifa?

Valsól (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:39

4 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Nei en ég hef atvinnu að því að stunduð er hagkvæm og arðbær sjósókn hér við land.  Ég er talsmaður þess að störf þúsunda manna séu ekki sett í óvissu, sérstaklega á krepputímum. Valsól hver sem að hefur ekkert betra fram að færa heldur en persónuleg skot á þá bara að halda sér saman. Þar fyrir utan eru engir kvótagreifar til. 95% þeirra sem að eiga kvóta í dag hafa keypt hann. Að taka kvótann af þeim bara til þess að leigja eða selja þeim hann aftur finnst mér vægt til orða tekið heimskulegt, bara til þess að fullnægja einhverri rómantískri hugmynd að þjóðin "eigi" kvótann. Það er ekkert praktískt og engin hagkvæmni í því að þjóðin "eigi" kvótann heldur aðeins óhagkvæmni, meðal annars fyrir þjóðina sjálfa. Þjóðin sjálf hefur hag af því að hér sé stundaðar arðbærar og hagkvæmar veiðar af því að hún nýtur sjálf ávinningsins. Hver sem að segir annað hefur einfaldlega rangt fyrir sér.

Jóhann Pétur Pétursson, 6.5.2009 kl. 22:28

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Í dag eru þessar veiðiheimildir bæði niðurgreiddar af þjóðarbúinu og af fólki sem býr í sjávarplássum. Sérstaklega fiskverkunarfólki og þeim aðilum sem leigja af öðrum útgerðaraðilum. Þetta þekki ég úr minni eigin fjölskyldu

Í núverandi kerfi hefur alltaf verið gríðaleg óvissa fyrir fólk sem býr sjávarbæjunum.

Nú hefur útgerðin safnað skuldum sem nemur þreföldum árstekjum útgerðarinnar. Þannig að ekki verður sagt að þetta sér arðbær atvinnuvegur í dag.

Kristbjörn Árnason, 6.5.2009 kl. 23:12

6 identicon

Skuldsetning er ekki merki um óarðbærni.

Jeje (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 17:13

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Jeje kemur hér fram sem mikill spekingur og telur að ekki sé samband á milli skuldsetningar og lélegs rekstur á fyritækjum. M.ö.o. að útgerðarmenn safna bara skuldum eins og aðrir menn safni fr´merkjum.

Allt til ánægju og yndisauka

Kristbjörn Árnason, 8.5.2009 kl. 17:40

8 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ef að útgerð í landinu er allt í einu orðin óarðbær, hvers vegna stunda hana þá svona margir og hvers vegna veitir útgerð þá svona mörgum störf?

Jóhann Pétur Pétursson, 8.5.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 666

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband