Til hamingju Íslendingar

með það að við skulum gefa hræsnurunum löngu töng og nýta þessa auðlind eins og hverja aðra auðlind. Nánast allar þjóðir í veröldinni stunda veiðar af einhverju tagi, á spendýrum sem öðrum dýrum. Samt sem áður hafa fjölmargar þjóðir kosið að taka bara hvalveiðar, setja þær á einhvern sérstakan stall og segja að þær séu ljótar og þar fram eftir götunum. Þá eru jafnvel vísindaleg rök höfðu að vettugi. Enginn fárast við hvalveiðum sjálfra Bandaríkjamanna, mestu hvalveiðiþjóðar í heimi en samt sem áður leyfa þeir sér þá hræsni að finna að hvalveiðum annarra ríkja. Hvalur verður veiddur hér við land ekki nema að innlendir hræsnarar komi til og banni þær.

Mér finnst líka merkilegt að það er aðeins einn flokkur á móti Hvalveiðum en það er VG. Vinstri hreyfingin Grænt framboð er nú í ríkisstjórn og því finnst mér rétt að nefna að þessi ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar hefur skapað fleiri störf heldur en öll ríkisstjórnin hefur megnað að gera á fimm mánaða valdatíma. Hvort það séu flokkunum sem að mynda ríkisstjórnina að kenna eða lýsi á einhvern hátt fólkinu sem að er í ríkisstjórninni skal ósagt látið. Hins vegar er þetta ákaflega merkileg staðreynd sem að enginn getur litið fram hjá.

Ég tel mig ekki vera í aðstöðu að fordæma þessar veiðar frekar en einhverjar aðrar veiðar sem að stundaðar eru hérlendis sem erlendis. Þessar veiðar eru nákvæmlega ekkert öðru vísi en veiðar á dýrum almennt og eina röksemdin gegn þessum veiðiskap er álit annarra ríkja. Ég get ekki séð að við Íslendingar hafi notið einhverrar velvildar annarra þjóða gegnum tíðina þannig að ég skil ekki alveg hvað er að óttast í þeim efnum. Kannski einhver komi og útskýri það fyrir mér.


mbl.is Hvalur 9 á leið til lands með tvær langreyðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband