Og hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að öðlast traust almennings?

Í hennar tíð hefur atvinnulausum fjölgað úr 14000 manns í 19000 manns þannig að ekki fær hún prik þar.

Hún hefur ekki enn hafið niðurskurð í ríkisfjármálum þrátt fyrir að hafa setið síðan í febrúar. Í staðinn þar að skera niður og hækka skatta um 20 milljarða sem að allt bitnar á þjóðinni á sex mánuðum í stað ellefu.

Steingrímur Jóhann Sigfússon kemur úr þessari hræðilegu eyðimerkurgöngu sinni eftir að hafa samið um Icesave deiluna með verra samkomulag heldur en þó var undirritað í vetur af fyrrverandi ríkisstjórn. Þannig virðist hann hafa farið í þessa eyðimerkurgöngu sína en komið til baka slippur og snauður.

Ríkisstjórnin hefur hækkað álögur sem að síðan leiða til hækkunar á verðbólgu sem að lokum hækkar öll lán í landinu, eins og þau væru ekki orðin nógu há fyrir.

Ríkisstjórn hefur lagt ofuráherslu á að bæði skera niður og skattleggja en lyftir ekki svo mikið sem litla fingri til þess að styðja fyrirtækin í landinu, mynda nýja skattstofna og styrkja þá sem að voru fyrir. Eitthvað sem að ætti að vera eðlilegt fyrir ríkisstjórnir sem að glíma við tekjuvanda.

Ríkisstjórnin leggur til að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna samnings sem að aldrei stóð til að birta. Það er ekki fyrr en eftir mikið þóf og stór orð á Alþingi að Alþingismenn sjálfir fá að sjá samninginn sem að þeir eiga sjálfir að samþykkja. Slíkt leynimakk stangast algjörlega á við opnu pólitíkina sem að VG og Samfylkingin þóttust ætla að stunda eftir kosningar. Eiginlega skjóta þeir Sjálfstæðismönnum ref fyrir rass í þeim efnum sem að þó tóku margar ákvarðanir í reykfylltum bakherbergjum. 

Hins vegar verður að virða það við þessa ríkisstjórn að verkefnið er gríðarlega erfitt og algerlega útilokað að komst í gegnum þessa hluti án þess að vera óvinsælir á eftir. Ef að hins vegar ekki finnst meiri dugur í ríkisstjórn og stjórnarliðum en það að hún þarf að treysta á stuðning Sjálfstæðismanna til þess að koma þessu skelfilega Icesave máli í gegn þá efast ég stórlega um að þessi ríkisstjórn sé hæf í þau verkefni sem að fram undan eru. Veturinn verður mjög erfiður, blátt áfram skelfilegur en fjandinn hafið það það er varla komið sumar og þessi ríkisstjórn virðist í andaslitrunum. Ef hún springur sem að ég vona ekki þrátt fyrir að vera Sjálfstæðismaður, þá yrðu afleiðingarnar skelfilegar. Ríkisstjórnir eiga að vera íhaldssamar og standa hvað sem á dynur en þessi ríkisstjórn virðist ekki hafa dug og kjark til þess.


mbl.is Forsætisráðherra magnaði upp draug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 672

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband