20.6.2009 | 13:32
Upphafið á að festa ríkisvæðinguna í sessi.
Þarna eru sósíalistar á ferð með sína ríkisvæðingu, ríkisfyrirhyggju og ríkisstjórnun á öllum sköpuðum hlutum. Það rekstrarform að ríkið sé að standa í bankastarfssemi og atvinnurekstri yfirleitt er versta mögulega rekstrarform sem til er. Í stað þess að byggja upp miðstýrt sósíalískt ríkisbákn í kringum bankakerfið væri mun eðlilegri nálgun að styrkja og efla þær stofnanir sem að áttu að hafa eftirlit með því að bankarnir, einkavæddir, störfuðu með eðlilegum hætti.
Það er ekki hlutverk ríkisins að standa í bankarekstri, sér í lagi í samkeppni við aðra einkarekna banka alveg eins og það er ekki hlutverk ríkisins að standa í atvinnurekstri yfirleitt. Ríkið á að veita lágmarks velferðarþjónustu, menntun og mynda þjóðfélagslegt öryggisnet í kringum okkur borgarana, ekki að standa í atvinnurekstri. Ég minni líka á að ríkisvæddu bankarnir voru iðulega reknir með tapi, og ári fyrir sölu þeirra þurfti ríkið að reiða fram 2-3 milljarða til þess að vega upp á móti tapi bankanna. Þarna er sósíalistinn Steingrímur að hverfa 20-30 ár aftur í tímann og það er eitthvað sem að allt frjálshyggju fólk í landinu á að berjast hatramlega gegn.
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?
Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?
(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935)
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 13:51
viltu ekki líka minna okkur á "gróðann" af einkavæðingu bankanna eftir að vinir og vandamenn fengu þá gefins af sjálfstæðismönnum og framsókn...eða voru þeir ekki reknir með tapi,kannski 2-3milljarða tap árlega hefði verið þjóðinn léttbærara en "sala bankanna" á sínum tíma hefur reynst....frjálshyggju fólkið hefur reynst gjörsamlega vanhæft á öllum sviðum stjórnsýslunnar og í fjármálum...eða hvað finnst þér um að hafa fengið ríkisbanka nánast gefins og gera hann gjaldþrota og mikið meir en það,nánast setja landið á hausinn á 6árum,miðað við ástandið eftir frjálshyggjuna þigg ég með þökkum að hverfa 20-30ár aftur í tímann...
zappa (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 13:59
Ekki dæma alla bókina bara eftir endinum. Ég skal alveg minna þig á að á sínum tíma borguðu bankarnir þegar að vel gekk yfir 150 milljarða í skatta. Ég skal líka minna þig á fjöldann allan af öðrum bönkum út um allan heim sem að eiga í erfiðleikum eða hafa orðið gjaldþrota. Ég skal líka fyrstur manna viðurkenna það að það sem að gerðist með íslensku bankanna er skelfilegt og má aldrei endurtaka sig aftur. Það þýðir ekki að við eigum að sætta okkur við gamaldags viðhorf um ríkisvæðingu, ríkisfyrirhyggju og ríkisstjórnun í þessu landi. Fórnarkostnaður sósíalismans er bara allt of dýr. Þó að við höfum tapað miklum peningum í þessu landi þá megum við aldrei tapa frelsinu. Ég vil minna þig á að ennþá eru einkareknir bankar til í þessu landi. Með þessum gjörningi er vegið að þeirra frelsi sem og þeirra sem að munu þurfa að skipta við þessa banka.
En ef þið viljið fórna frelsinu eftir að hafa tapað peningunum, þá er það ykkar mál.
Jóhann Pétur Pétursson, 21.6.2009 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.