23.7.2009 | 20:07
Þó það nú væri...
... þó að þessir háu herrar séu nú ekki jákvæðir núna. Gallinn er bara að jákvæð viðbrögð núna skipta bara ekki rassgat máli. Það sem skiptir máli er hvað er í boði þegar kemur að aðildarviðræðunum. Það er alveg ljóst að til þess að Íslendingar eigi vært innan þessa hagsmunaklúbbs hinna stóru og sterku þarf umtalsverðar breytingar að ganga í gegn hjá ESB. Smáþjóðir eins og Ísland hafa engin áhrif, hvorki innan ráðherraráðsins, á þinginu eða nokkurs staðar annars staðar innan ESB. Þess vegna þurfa Íslendingar að tryggja sín áhrif með öðrum hætti.
Svo verður að tryggja yfirráð Íslendinga yfir sínum náttúruauðlindum og þar með tryggja störf þúsunda mann í landinu með betri hætti en með þeim undanþágum frá meginreglunni sem að nú eru í gildi. Þær reglur sem gilda um hlutfallslegar veiðar og sögulegar veiðar eru einungis undanþágur frá þeirri meginreglu að nýting fiskistofna skiptist jafnt milli allra aðildarríkja.
Það verður fróðlegt að sjá hversu jákvæðir þessir háu herrar verða þegar að Össur hættir að sleikja á þeim rassgötin og fer að koma með kröfur... nema auðvitað að hann hætti bara ekkert að sleikja þá upp og að aðildarsamningurinn verði þá bara eftir því. Það væri Össuri og Samfylkingunni líkt.
![]() |
Umsóknin á dagskrá á mánudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.