Íslenska þjóðin hefur ekki efni né áhuga á prinsipp málum VG.

Ekki alls fyrir löngu lét formaður loftlagsnefndar Sameinuðu þjóðanna hafa eftir sér að Íslendingum bæri skylda til þess að nýta endurnýtanlega orkugjafa svo sem jarðvarma og vatnsföll til framleiðslu á t.d. áli, málmi sem að heimurinn þarf og mun þurfa í náinni framtíð. Þarna er tekið undir sjónarmið Sjálfstæðismanna, Framsóknarmanna og Samfylkingarinnar í stóriðjumálum. Að nýting endurnýjanlegra orkugjafa hér komi í veg fyrir að orkugjafar eins og kol og olía séu notaðir til rafmagnsframleiðslu annars staðar. Af sömu ástæðu styðja reyndar einungis Sjálfstæðismenn orkuútrásina svokölluðu. Vegna þess að ef okkur tekst að nýta þá þekkingu til þess að nýta jarðvarma í heiminum þá erum við að koma í veg fyrir brennslu jarðefnaeldsneytis til rafmagnsframleiðslu og þannig leggja okkar af mörkum í loftslagsmálum. Undir þetta sjónarmið tók formaður loftslagsnefndar Sameiniðuþjóðanna heils hugar.

Og svo koma Vinstri Grænir. Það sem að er umhverfisvernd í öðrum löndum er spilling á umhverfinu hér. Það hefur vakið athygli t.d. í Bandaríkjunum að Íslendingar skuli ekki að neinu leiti framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti. En gegn virkjun orkunnar berjast Vinstri Grænir hatramlega. Orkuauðlindirnar sem að við eigum eru nefnilega einskis virði ef að þær eru ekki nýttar. Þær eru meiri og mikilvægari en svo að það megi aðeins tala um þær á tyllidögum en þar fyrir utan má ekki nefna nýtingu þeirra á nafn. Það að orkuauðlindirnar standi ónýttar um ókomna framtíð er nefnilega algert prinsipp mál hjá Vinstri Grænum.

Og Vinstri Grænir hafa sett stein í götu nýtingar á auðlindunum hvar sem að þeir hafa komið því við. Orkuútrásin hefur verið þeim þyrnir í augum, Kárahnjúkavirkjun var það líka og nú beita þeir valdi sínu til þess að varp allri þeirri vinnu sem að hefur verið unnin vegna Álvers á Bakka fyrir róða, bara vegna þess að þeir eru í prinsippinu á móti nýtingu orkuauðlinda. Bera því við að það eigi að nýta orkuna í eitthvað annað sem að þeir geta ekki einu sinni bent á hvað er.  Ég segi að við höfum ekki efni á þessum síðustu og verstu tímum á prinsipp málum Vinstri Grænna. Vilji þeir vera á móti öllu, mega þeir það en þeir eiga þá að stíga til hliðar. Ábyrgur stjórnmálaflokkur stöðvar ekki vinnu margra ára, af því bara. Gefa enga skýringu sem að mark takandi er á. Þannig stjórnmálaflokkur er ekki stjórntækur og á ekki á nokkurn hátt heima í ríkisstjórn. 


mbl.is Samtök iðnaðarins gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

EF það er eitthvað sem íslensk þjóð hefur ekki efni á lengur að þá er það Sjálfstæðisflokkurinn og klíkan og spillingin sem þrífst í þeim viðurstyggilega flokki. EN ef ekki væri um að ræða svona heimskulega dindla eins og þig að þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af þessu öxulveldi illskunar lengur. Því miður er dindilsheimskan meiri en góðu hófi gegnir og því lifir þessi flokkur úrásarvíkinga og spilltara embættismannakerfi en þekkist í austur evrópu góðu lífi. Þú ættir að biðja þjóðina afsökunar á því að vera til sjálfstæðisflokksdindillinn þinn.

Andspilling, 27.9.2009 kl. 17:25

2 identicon

ÉG ER SJÁLFSTÆÐISMAÐUR OG HEF VIT Á AÐ ÞEGJA,,,,,,,,,,,,,,,,,,

VILDI AÐ AÐRIR VÆRU SVO SKYNSAMIR.

sigurður helgason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 17:54

3 Smámynd: Andspilling

Þú ert þá sjaldgæft eintak af Sjálfstæðismanni Sigurður en gott að vita að þið eruð til.

Andspilling, 27.9.2009 kl. 17:58

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrirsögnin er ekki rétt en það er allt í lagi. Með hverjum degi eykst áhugi íslensku þjóðarinnar á þeim málum sem þú kallar "prinsippmál VG."

Árni Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 19:49

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Það gleður mig hjartanlega að enginn sem að hefur kommentað á greinina getur sett út á hana efnislega. Að sú ákvörðun VG að ætla að þvælast fyrir þessari uppbyggingu alveg eins og þeir hafa þvælst fyrir allri annarri uppbyggingu í landinu sé röng. Að ekki einu sinni formaður loftslagsnefndar Sameinuðuþjóðanna geti tekið undir prinsipp mál Vinstri Grænna. Enginn þeirra sem að sem að kommentar á þessa grein lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun Vinstri Grænna að ætla að standa gegn þeirri gríðarlegu vinnu sem að fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir hafa staðið að. Og hvað er farið fram á af Vinstri Grænum, að endurnýja viljayfirlýsingu. 

Sigurður minn, viltu þá ekki bara halda áfram að þegja og leyfa öðrum Sjálfstæðismönnum að taka þátt í því að móta það Ísland sem að er að verða til. Það er ágætt að vita af þér þegjandi einhvers staðar.

Að sjálfsögðu þar einhver að koma og fá útrás fyrir reiðina í sjálfum sér með því að úthúða Sjálfstæðisflokknum. Það er ágætt og það gleður mig að þessi bloggsíða sé vettvangur fyrir slíkt og ég vona að viðkomandi líði betur á eftir. Sjálfstæðisflokkurinn er sekur um margt en ekki næstum því allt sem að er borið á hann en það er allt önnur saga. Svo vil ég taka orð nóbelsskáldsins mér í munn og segja að reiður maður, hann er heimskur. 

Jóhann Pétur Pétursson, 27.9.2009 kl. 20:38

6 Smámynd: Andspilling

Það er ekkert efnislegt við "greinin" ef grein skyldi kalla. Þetta er bara bull að hætti Sjálfstæðisflokksdindils.

Andspilling, 27.9.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband