Hvert stefnir ríkisstjórn Íslands?

Í nágrannalöndum okkar hefur lengi verið við líði sterkar vinstri stjórnir, yfirleitt með sósíal-demókrata sem að eru náskyldir Samfylkingunni hér. Í Bretlandi heitir flokkurinn hins vegar Verkamannaflokkurinn. Í nágrannalöndum okkar er ólíkt okkur mjög sterkt félagslegt kerfi, mun sterkara félagslegt kerfi heldur en er hér á landi. Við fyrstu sýn virðist sem mjög sterkt félagslegt kerfi sé af hinu góða og sú hugsun að aðrir samborgarar þeirra sem að hafa skerta vinnugetu af einhverjum mögulegum ástæðum sé bara af hinu góða...eða hvað?

Bætur, hvaða nafni sem að þær nefnast, hvort sem að það eru atvinnuleysisbætur, örorkubætur eða eitthvað annað er að fólkið sem að er á þeim skilar engu til samfélagsins. Það eru skatttekjur þeirra sem að samfélagið verður af. Frá sjónarhóli þjóðhagfræðinnar eru bætur það versta sem til er. Í Bretlandi er það vandamál hve stór hluti þjóðarinnar lifa bara á bótum. Mann fram að manni vinnur heilu þjóðfélagshóparnir ekki neitt og sýna engan vilja til þess að vinna. Það er búið að loka þetta fólk af á bótunum, það býr í heilu hverfunum og jafnvel heilu borgarhlutunum og vandamál Breta er að þessi þjóðfélagshópur skilar engu til samfélagsins. Í Danmörku er það vandamál nútímans að reyna að draga úr "sósialnum", vegna þess að hann er svo dýr fyrir ríkið.

Mín skoðun er sú að það versta við bætur er að þær ræna fólki tækifærum, eða ræna fólk viljanum til þess að nýta sér þá hæfileika sem að fólk þó hefur þrátt fyrir örorku, atvinnumissi eða annað. Hættan er sú að við lokum fólk af í félagslega kerfinu og að það sé engin leið út úr því. Hættan er sú að fólk sem að lifir á bótum lokist af og að eins og hefur gerst í Bretlandi að mann fram að manni sé lokað af í félagslega kerfinu og búið sé að ræna fólki tækifærum til þess að sjá fyrir sér sjálfu og hafa það betra.

Og ríkisstjórnin er ekki sú eina sem að virðist ætla að búa til sér þjóðfélagshóp á bótum. Sveitarfélög eru miklu verri. Ekki alls fyrir löngu tóku Skagamenn á móti fólki frá mið-Austurlöndum og gaf þeim tækifæri til þess að eignast betra líf hér. Fólkið sem að var vant lífi í tjöldum, þekkti hreinlega ekki lifnaðarhætti hér tók tækifærinu fegins hendi. En hvað gerist? Jú fólkið fær íbúðir á vegum bæjarins, því er gefið tækifæri til betra lífs hér á Akranesi. En því er ekki sýnt hvernig venjulegur Íslendingur vinnur fyrir sér, því var ekki einu sinni sýnt hvernig fólk býr í húsum en ekki tjöldum. Íbúðirnar eftir greyið fólki voru óíbúðarhæfar eftir þetta ár sem að verkefnið tók og Akranesbær þurfti að leggja í mikinn kostnað að laga ónýt gólfefni og ónýtar innréttingar. Enginn kenndi fólkinu hvernig fólk bjargar sér, hvernig það vinnur fyrir sér á Íslandi. Nú þegar verkefninu er lokið er fólkið í nákvæmlega sömu sporunum og þegar það kom. Það hefur aldrei unnið, það er svo að segja mállaust hér á Íslandi og það eina sem að það getur gert er að búa í íbúð á vegum bæjarins og taka við bótum frá bænum. Það er búið að ræna fólkinu til þess að eignast það líf sem að við flest okkar á Íslandi njótum. Sannkallaður bjarnargreiði þarna á ferð. En það er ekki fólkinu að kenna. Ég er ekki í vafa um að fólki vill sjá sjálfu sér farborða og vinna fyrir sér, ef það vissi hvað það væri. Sökin er ríkisins og sveitarfélagsins.

Félagslegt kerfi er af hinu góða en það getur hins vegar rænt fólki tækifærum. Þess vegna ætti það að vera hverri ríkisstjórn og hverju sveitarfélagi það algert kappsmál að öllum vinnandi höndum séu gefin tækifæri til þess að vinna fyrir sér, finna fólki vinnu, vinnu við hæfi. Það má aldrei vera betra að lifa á bótum því að þá erum við að ræna fólki tækifærum og þá eru bæturnar orðnar sannkallaður bjarnargreiði.


mbl.is Betra að vera á bótum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

nennti ekki að lesa alla greinina. en langar að benda á að það eru teknir skattar af atvinnuleysisbótum, afhverju er ég alltaf að benda fólki á þetta hér inni á mbl.is 

GunniS, 27.9.2009 kl. 00:17

2 identicon

NENTI EKKI HELDUR AÐ LESA BULLIÐ EN ERTU AÐ MEINA AÐ BÆTUR SÉU OF HÁAR

SIGURÐUR HELGASON (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 642

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband