4.1.2023 | 22:21
Áróðursvél Rússa
Oft finnst mér gott þegar atburðir líðandi stundar eru skoðaðir að skoða söguna. Það er nefninlega þannig að sagan endurtekur sig æði oft. Oft þurfa stjórnvöld að grípa til ýmissa ráða til þess að réttlæta eigin gjörðir. Þannig er það til dæmis með stríðið í Úkraínu að Rússnesk stjórnvöld hafa notað alls kyns rök til þess að réttlæta gjörðir sínar. Áróðursvélin er algjörlega einhliða því stjórnvöld í Úkraínu þurfa ekki að réttlæta neitt. Þau eru að verja landið sitt fyrir óvinvettu ríki sem réðst á landið, fór með her yfir alþjóðlega viðurkennd landamæri. Þau eru einfaldlega að gera það sem öll ríki myndu gera sem er verja landið sitt.
Hvað söguna varðar þá má helst finna samnefnara við gjörðir Rússneskra stjórnvalda í Úkraínu í Þriðja ríki Nasismans í Þýskalandi. Nasistar starfræktu áróðursvél með gríðarlega góðum árangri. Árangurinn var svo góður að það hafa verið leiddar líkur að því að Adolf Hitler hefði hugsanlega verið kjörin í frjálsum kosningum jafnvel í styrjaldarlok þegar algjör eyðing blasti við Þjóðverjum. Nasistar voru reyndar svo góðir í sínum áróðri að fólk út um allan heim hreifst með Þriðja ríkinu. Þannig var starfræktur Nasista flokkur á Íslandi. Á lista sem talið er að hafi haft tengsl við flokkin má finna verðandi lögreglustjóra, lækni og son verðandi forseta. Það er því langt því frá hægt að halda fram að það að trúa áróðursvél sé dæmi um heimsku. Oft eiga þeir sem trúa litla möguleika á að sannreyna hvað sé rétt eða rangt. Að minnsta kosti á millistríðsárunum og á tímum seinni heimstyrjaldar. Enda hvers vegna ættum við ekki að trúa því sem okkur er sagt?
Í dag reyna Rússnesk stjórnvöld að telja okkur trú um að innrásin í Úkraínu hafi verið nauðsynleg til þess að afnasistavæða Úkraínu. Ítök Nasista í Úkraínu eru nú ekki meiri en svo að þjóðin virðist sameinuð um inngöngu í ESB og Nató. Ég hef að Nasistar á nokkrum tíma vilji hafa t.d. Bandaríkin sem náinn bandamann. Ég held líka að það sé óskaplega langsótt að segja að Nasistar ráði för við stjórn Úkraínu.
En aftur að áróðursvélinni. Eins og áróðursvél Nasista í Þriðja ríkinu hreif fólk með sér á millistríðsárunum og á tíma seinni heimstyrjaldar þá hrífst fólk í dag af áróðri Rússa. Fólk trúir á réttlætingu stríðsrekstursins. Trúir að þetta sé allt Bandaríkjunum að kenna (jafnvel þó aðstoð Bandaríkjanna og Breta hafi ekki hafist fyrir alvöru fyrr en eftir innlimun Krím skaga) og að allar frásagnir af stríðinu séu áróður frá bandaríkskum stjórnmálamönnum. En eins og eftir seinni heimstyrjöld þá hefur sagan kennt okkur að sannleikurinn sigrar alltaf. Það gerði það eftir seinna stríð þegar hryllingur Nasista kom í ljós og það mun líka gera það núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2012 | 19:24
Samfylking og rétttrúnaðurinn á ESB.
Ekki þaða ð ég hafi lagst í miklar rannsóknir á sértrúarsöfnuðum en þeir bera þess merki að þar séu ekki margar skoðanir upp á borðum. Þar er ein rétt skoðun, ein rétt trú og einfaldlega ekki pláss fyrir aðrar skilgreiningar á það sem að er trúað á.
Þannig er líka farið með Samfylkingunni. Hversu margar skoðanir, andstæðar fylkingar eða áherslur eru upp á borðum hjá Samfylkingunni gagnvart ESB? Þar er ein rétttrúnaðarskoðun, að allt verði í himnalagi ef að Ísland gengur í ESB og það er einfaldlega ekki pláss innan raða Samfylkingarinnar fyrir aðrar skoðanir á málinu. Hvar er líka allt Samfylkingarfólkið sem að var á móti ESB? Við því er mjög einfalt svar, það átti sér ekki vært innan raða flokksins. Þú deilir ekki á hina einu sönnu trú.
Ég er ekki svo viss um að það sé kostur að heill flokkur tali einum rómi í jafn stóru máli og ESB. Það er að mínu áliti kostur og merki um gott lýðræði að margar mismunandi skoðanir rúmist innan sama flokksins. Það sem að hefur átt sér stað innan Samfylkingarinnar, gegndarlaus áróður með ESB og að önnur skoðun innan Samfylkingrinnar sé óhugsandi er ekki merki um lýðræðislegan eða heilbrigðan stjórnmálaflokk.
Sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2011 | 15:32
Sýnir mátt krónunnar og máttleysi ríkisstjórnarinnar.
Á undanförnum misserum hefur Jóhönnu og Steingrími orðið tíðrætt um mikinn uppgang í íslensku efnahagslífi og hvernig ríkisstjórnin hafi tekið efnahagsmálin föstum tökum á síðustu tveimur árum. Sumar hagtölur hafa verið þeim hliðhollar eins og atvinnuleysi og verðbólga. Aðrar hafa hins vegar sýnt fram á hið gagnstæða eins og mikill samdráttur í landsframleiðslu. Minna atvinnuleysi verður samt að skoða í ljósi þess að 22 þúsund manns hafa horfið út af atvinnumarkaði, ýmist erlendir ríkisborgarar aftur til sín heima en einnig íslendingar flutt búferlum erlendis í leit að atvinnu. Það er afskaplega slæmt að missa hendur út af vinnumarkaði því að það eru þá færri hendur sem að standa undir samneyslunni.
En til þess að vera sanngjarn þá er það rétt að verðbólgan hefur minnkað síðustu misserin. Og ríkisstjórnin hefur fullyrt að það sé henni að þakka og engu öðru. En Paul Krugman fullyrðir að þessi viðbótarinnspýting sem að hefur komið í hagkerfið sé vegna gengissveiflna en ekki sérstaklega vegna aðgerða ríkisstjórnar Íslands. Við það má svo bæta að allar aðgerðir ríkistjórnarinnar hafa frekar þrýst á hærra verðlag og þar með verðbólguaukningu frekar en að valda einhverri innspýtingu inn í íslenska hagkerfið.
Þetta blogg Paul Krugman er einnig athyglisverður vinkill á umræðu um gjaldmiðla. Ein helsta forsenda þeirra sem vilja ganga inn í ESB er sú að íslenska krónan sé ónýtur gjaldmiðill. Fjöldinn allur af Evrópusambandssinnum hafa stundað það að tala niður íslensku krónuna, svo sem Þorvaldur Gylfason hagfræðingur. Það skyldi þó aldrei vera að "máttlausa" krónan sýndi og sannaði hversu máttlaus þessi ríkisstjórn okkar er og um leið sýndi þingi og þjóð fram á mátt sinn.
Krugman: Krónan sýnir gildi sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2011 | 21:39
En hvað með ákæru á hendur Geir?
Þegar að pólitíkus er ákærður fyrir störf sín, verður það ekki sjálfkrafa pólitísk réttarhöld? Geir H. Haarde var pólitíkus, hann var rannsakaður af öðrum pólitíkusum, hópur pólitíkusa samþykkti að ákæra hann fyrir vanrækslu í starfi og tæplega helmingurinn af dómurunum voru kosnir af pólitíkusum. Nú ætla ég ekki að segja neitt um sekt eða sýknu Geirs en mér sýnist réttarhöld yfir Geir ekki verða mikið pólitískari en þetta. Og eins og Guðmundur Steingrímsson sagði í ræðustól á Alþingi þá er verið að ákæra Geir fyrir pólitík.
Vinstri Grænir voru eini flokkurinn sem að studdu, allir sem einn, ákærur á hendur öllum fjórum ráðherrunum. (reyndar skauta ég algjörlega framhjá stuðningi Hreyfingarinnar og það viljandi)Þingmaður þeirra, lögmaðurinn Atli Gíslason fór mikinn í fjölmiðlum þegar nefnd sem að hann stýrði, fjallaði um meint lögbrot ráðherranna fjögura. Hvergi komu eins háværar kröfur um ákæru en einmitt frá þeim stjórnmálaflokki.
En nú koma Ungir Vinstri Grænir fram og mótmæla pólitískum réttarhöldum. Hvar voru Vinstri Grænir þegar að ákæran á hendur Geir var samþykkt? Af hverju mótmæltu þau ekki þá? Það er eins og Vinstri Grænir séu ekki alveg samkvæmir sjálfum sér. Þau samþykkja pólitísk réttarhöld á hendur Geir, en mótmæla pólitíksum réttarhöldum á hendur níumenningunum svokölluðu. Það eina sem að mér dettur í hug sem að skýrir ályktun Ungra VG er það að þessir níumenningar séu öll úr þeirra hópi. Ungir Vinstri Grænir eru þekktir fyrir öflugt grasrótarstarf sitt. Eini gallinn er að í þeirra hópi eru iðulega fólk sem að ber ekkert allt of mikla virðingu fyrir lögum og rétti. Aktívismi er vel þekkt orð þeirra á meðal en það snýst um að brjóta lög eða alla vega fara eins nálægt því og mögulega hægt er til þess að leggja áherslu á orð sín. Iðulega komast þessir aktívistar í kast við lögin og þá er hrópað pólitísk réttarhöld, nornaveiðar og þar fram eftir götunum. Sem betur fer eigum við dómara sem að láta slíkar upphrópanir sem vind um eyru þjóta, einginn er hafinn yfir löginn og þeir, með dómi sínum í dag, hafa undirstrikað þau vísdómsorð "með lögum skal land byggja". Ef að það eru ekki lögin sem að halda þessu samfélagi okkar saman, hvað þá?
Harma pólitísk réttarhöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2010 | 20:14
Verð að hrósa VG.
Ég verð að hrósa Steingrími og félögum hans í stjórnarliðinu fyrir það að ná þessu fjárlagafrumvarpi í gegn. Ýmsir þingmenn hafa gert alvarlegar athugasemdir við það á síðustu vikum og við þann niðurskurð sem að stóð til að fara í, í heilbrigðisstofnunum svo sem á Húsavík og víðar. Þingmenn úr landsbyggðarkjördæmum, þá helst norðausturkjördæmi voru búnir að gefa það út að þeir styddu ekki fyrirhugaðann niðurskurð í þeirra kjördæmi. En það hefur tekist að milda niðurskurðinn nógu mikið til þess að þegar upp var staðið treystu aðeins þrír stjórnarþingmenn sér ekki til þess að styðja þetta mikla niðurskurðar og skattafrumvarp.
En fleira er ekki hægt að hrósa VG fyrir, nema að hafa komið einhverju fjárlagafrumvarpi í gegn. Fyrir liggur geysilegur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Skattahækkanir sem að munu leggjast þyngst á millitekju og láglaunafólk. Hækkun á vörugjöldum á t.d. bifreiðum sem að gera helfrosin markað á bílun tja því sem næst dauðann og svo framvegis og svo framvegis. Og ofan á þetta bætist við samdráttur í opinberri fjárfestingu, rekstri hins opinbera, einkafjárfestingu og gríðarlegur samdráttur í hagkerfinu öllu. En auðvitað hafa VG skýringuna á reiðum höndum. Þetta er ekki þeim að kenna heldur Sjálfstæðisflokknum. Fyrr frís í helvíti heldur en að einhver ráðherra eða þingmaður VG gengst við ábyrgð á neinu sem að VG hefur gert.
Skoðum þá skýringu aðeins. Jú hrunið varð á vakt Sjálfstæðisflokksins og afleiðing af mörgum þeim breytingum og því aukna frelsi sem að Sjálfstæðisflokkurinn ásamt öðrum átti þá koma á. En er sanngjarnt eða eðlilegt að láta þar staðar numið? Það finnst mér ekki. Ekki hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið í vegi fyrir fjölda atvinnuskapandi verkefna sem að hefðu getað bæði skapað störf og fært tekjur í ríkiskassann. Ef að þau verkefni væru í gangi núna er ég hræddur um að ríkissjóðsreikningurinn liti aðeins betur út heldur en 34 milljarða halli. Ekki var það ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að gera eins og Ásmundur Daði bendir á, hrófla ekkert við stjórnsýslunni en skera frekar niður í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Báðar ákvarðaninar munu frekar hafa í för með sér aukinn kostnað fremur en sparnað í för með sér. Ekki hættir fólk að vera veikt og það er löngu sönnuð staðreynd að menntun fólk gefur af sér meiri peninga en það kostar að mennta það. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa barist fyrir því í tvö ár að skuldavandi heimila og fyrirtækja verði leystur því að það gæti virkað sem innspýting inn í hagkerfið og atvinnulífið. Hefði það verið gert væri hagkerfið á leið upp í stað þess að vera að sigla inn í áratug stöðnunar og samdráttar. Það var hins vegar seinagangur ríkisstjórnar Íslands sem að hefur kostað okkur ómældar og ómælanlegar fjárhæðir. Enginn hagfræðingur efast samt um að þær fjárhæðir eru gríðarlegar. Svo þegar að lausnin kemur njóta hennar aðeins þeir sem að bankarnir hefðu þurft að afskrifa hvort sem er. Samkomulagið fræga sem að ríkisstjórnin "náði" við banka og lífeyrissjóði kostar þá ekki krónu umfram það sem sem að þeir hefðu hvort sem er þurft að afskrifa.
En þeir komu í gegn fjárlögum og þeir fá hrós fyrir það. Svo verður sagan að dæma það hversu góð þau fjárlög eru. Þau eru alla vega ekki betri en svo að þau voru samþykkt með eins manns meirihluta. 32 með, 31 ákvað að sitja hjá.
Visst áfall segir Steingrímur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2010 | 12:52
Fáheyrt.
Hafnar niðurskurði í frumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2010 | 19:44
Framtíð þjóðarinnar er að veði.
Þegar að alvarleg málefni eins og gríðarlegur skuldavandi heimila og fyrirtækja blasir við, mikið atvinnuleysi þó svo að ríkisstjórnin reyni sífellt að tala niður atvinnuleysið, og að framundan er áratuga stöðun þá er erfitt að taka önnur mál alvarlega. Þess vegna reynist mér mjög erfitt að að taka Álfheiði Ingadóttur alvarlega í þessum málatilbúnaði. Við þennan málatilbúnað hef ég nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi er ástæða til þess að ætla að Bandaríkjastjórn hafi safnað upplýsingum um aðra en þjóðþekktar persónur svo sem stjórnmálamenn? Það er mjög eðlilegt að erlent ríki, sem að þar að auki hafði til fjölda ára her á Íslandi vilji hafa einhverjar upplýsingar um þær persónur sem að fást við landsstjórnina. Í öðru lagi er einhver ástæða til þess að ætla að þessar upplýsingar sem að Bandaríkjastjórn á að hafa safnað séu eitthvað dýpri en hver sem er getur náð á hinum ýmsu miðlum svo sem netinu, fjölmiðlum, dagblöðum og slíku. Það kæmi fólki á óvart hversu víðtækann gagnabanka hægt er að ná um fólk eins og stjórnmálamenn með því einu að vera nettengdur. Er ástæða til þess að ætla að Bandaríkjastjórn hafi safnað sér upplýsingum sem að ekki liggja fyrir augum allra sem að vilkja nálgast þær svo sem með símhlerunum, innan úr ráðuneytum eða öðrum stofnunum og svo framvegis? Í þriðja lagi er ástæða til þess að ætla að sá einstaklingur eða einstaklingar hafi beðið skaða af því að safnað hafi verið upplýsingum um þá?
Eins og ég segi þá finnst mér þetta harla ómerkilegt mál, nema kannski fyrir forvitnissakir og kannski fyrir sagnfræðinga síðar meir. Mér fyndist hins vegar Bandaríska utanríkisþjónustan ekki vera að sinna sínu hlutverki ef af að hún hefði ekki unnið einhvers konar upplýsingavinnu um Ísland.
Almenningur sé upplýstur um njósnasveitina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2010 | 15:45
Er Jóhanna að leika sér að eldinum???
Það er megn óánægja í herbúðum beggja stjórnarflokkanna. Í Samfylkingu eru menn óánægðir með VG og hvernig sá flokkur hefur beinlínis staðið gegn uppbyggingu í atvinnumálum. Í VG eru menn hins vegar óánægðir með það hvað forusta flokksins studdi inngöngu í ESB en segist samt ekki styðja inngöngu í ESB. Og þegar að aðildarviðræðurnar virðast meira snúast um aðlögun, eins og niðurstaða kosninga um inngöngu í ESB sé fyrirfram gefin þá hefur sú gjá sem myndaðist milli þeirra sem að kusu að sýna andstöðuna við ESB í kosningu um umsóknina og þeirra sem að kusu að gera það ekki breikkað. Þingmenn gætu orðið örvæntingafullir og lagst á sveif með stjórnarandstöðunni í að koma ríkisstjórninni frá.
Stjórnarandstaðan kallar eftir þjóðstjórn en ég á erfitt að sjá fyrir mér aðdragandann að slíkri stjórn. Verði vantrausttillaga samþykkt af þingmönnum stjórnarandstöðunnar og einhverra stjórnarþingmanna þá sé ég ekki fyrir mér að stjórnarmeirihlutinn taki upp samstarf undir merkjum nýrrar stjórnar. Skilyrðið fyrir því að Samfylking og VG vilji yfir höfuð ræða við Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Hreyfinguna virðist vera að þau haldi sjálf um völdin. Skilyrðið fyrir því að stjórnarandstaðan vilji hins vegar ganga til samstarfs er hins vegar að stjórnarmeirihlutinn hleypi öllum inn í ríkisstjórn. Þetta er hnútur sem að er erfitt að leysa og vandséð hver eða hverjir eigi að geta höggvið á hnútinn og með hverju.
Samstöðuleysi tefur endurreisn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2010 | 17:39
Aðeins upphafið.
Af hverju stöðvast sum sjávarútvegsfyrirtæki núna, rétt eftir að niðursveiflu í þorski er lokið? Ástæðan er einföld, væntanlegar breytingar á kvótakerfinu. Fyrirtæki sem að áður gátu leigt til sín aflaheimildir fá engar heimildir til þess að leigja lengur. "Kvótaeigendur" eru skíthræddir um að missa sitt ef að þeir nýta ekki sínar aflaheimildir. Þess vegna leigir enginn frá sér heimildirnar, sem að er sá grundvöllur sem að fyrirtæki eins og Eyraroddi byggðist á.
Allt frá því að VG tók við sjávarútvegsráðuneyti hefur verið því hótað að nú eigi sko að ganga milli bols og höfuðs á kvótakerfinu og þar með eigi að ganga milli bols og höfuðs á kvótaeigendum. Þessi fyrirætlan hefur hrifið hluta þjóðarinnar með sér og menn hafa, meðal annars hér á bloggheimum, bölvað LÍÚ. LÍÚ hefur hins vegar bent á að það er ekki sama hvernig menn standa að þessum breytingum og skaðinn yrði mikill ef að gengið yrði nú frá "kvótaeigendunum". Sjávarútvegurinn yrði fyrir skaðræðishöggi og yrði áratugi að ná sér. En það vill nú svo til að LÍÚ stendur ekki eitt í þessari baráttu. Félög sjómanna og smábátasjómanna hafa líka fylgt liði með LÍÚ og segja að fyrningarleiðin sem að hefur verið helsta leiðin sem að nefnd hefur verið til þess að ganga frá kvótakerfinu gangi ekki, að hún gangi af sjávarútvegnum dauðum.
Það sem að hefur farið verst með fyrirtæki í sjávarútvegi undanfarið er óvissann. Óvissa um hráefni og óvissa um hvað verður í sjávarútvegi. Það er alveg ljóst að við þessar deilur milli andstæðinga útgerðarfyrirtæka og fylgenda verður ekki unað. Það verður að skapast sátt um sjávarútveginn. Þessa sátt verða allir að leggjast á árarnar með því. Sáttanefndin átti að finna þessa sátt. Snemma varð hins vegar ljóst að Jón Bjarnason leit á sáttanefndina aðeins sem verkfæri til þess að koma fyrningarleiðinni á koppinn. Eina niðurstaða sáttanefndarinnar var hins vegar að samningleiðin sem að snýst um að ná sáttum við útgerðarmenn. Sáttanefnd kemur með þá niðurstöðu að það þurfi að ná sáttum.
Öllum sagt upp hjá Eyrarodda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010 | 20:43
Stefna?
Jú ætli maður verði ekki að vera sanngjarn og viðurkenna að sú staðreynd að VG er á móti öllu og vill stöðva allt flokkist ekki undir einhvers konar stefnu. Hins vegar verður líka að viðurkennast að allt það sem að VG er á móti sætir mikilli gagnrýni og er orðið samstarfsflokknum í ríkisstjórn frekar óþægilegt. Sigmundur Ernir þingmaður gekk svo langt að gefa ríkisstjórninni 5 vikur. Ef ekki færi að rofa til í atvinnumálum hjá VG þá væri samstarfið úti.
Það eitt að vilja umhverfinu allt og stöðva atvinnuuppbyggingu þess vegna nægir ekki til sanngjarnrar og málefnanlegrar gagnrýni á hendur VG. Það er hins vegar sú staðreynd að þrátt fyrir að vera það stjórnmálaafl sem að stendur atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum þá hefur VG ekki lagt nokkurn skapaðann hlut til atvinnumála. VG getur aðeins sagt hvað flokkurinn og hans flokksmenn eru á móti en þeir geta hins vegar ekki sagt okkur hverju þeir eru fylgjandi? Hvernig getum við byggt upp landið, hvernig getum við skapað störf þannig að það sé VG þóknanlegt? Það er sorglegt að segja frá því en það er helsti vandi íslenskra stjórnmála í dag. VG hefur nefnilega komið fram eins og lítill óþægur krakki, vanþroskað stjórnmálaafl sem að veit aðeins hvað það vill ekki en hefur ekki hugmynd um hvað það vill. Ef að VG getur ekki sagt okkur hvað það hefur til málanna að leggja í atvinnumálum þjóðarinnar þá verður það sem stjórnmálaafl einfaldlega að víkja úr ríkisstjórn. Við þennan málflutning ef málfluting skyldi kalla verður ekki unað mikið lengur. Fólkið þarf störf og hið opinbera þarf tekjur. Það að fólkið fái vinnu er nefnilega ekki aðeins stærsta velferðarmálið heldur einnig besti sparnaður í ríkisfjármálum. Fólk með atvinnu leggur til samfélagsins en þiggur ekki bætur frá því.
Málþing VG um umhverfismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar