27.4.2010 | 22:28
Pólitísk hagsmunasamtök hverra?
Ekki alls fyrir löngu var samþykkt frumvarp frá Alþingi, svokallað skötuselsfrumvarp. Að auki hafa núverandi stjórnaflokkar svokallaða fyrningarleið í sjávarútvegi á stefnuskránni. Hvoru tveggja það er samþykkt frumvarpsins og fyrningarleiðin eru mál sem að eru rædd og útkljáð á hinum pólitíska vettvangi. Í báðum þessum málum er harkalega vegið að hagsmunum útgerðarmanna sem að jú eru hluti af samtökum atvinnulífsins.
Vinstri grænir eða ráðherrar þeirra hafa sett sig hvað eftir annað gegn uppbyggingu álvers í Helguvík og á Bakka. Þetta er mál sem að er mikið hagsmuna mál ekki bara atvinnurekenda heldur einnig launafólks á þessum svæðum. Vinstri grænir eru á móti. Punktur. Það er þeirra prinsipp mál að þessi iðnaður veiti ekki fleirum atvinnu heldur en nú er orðið og rembast eins og rjúpan við staurinn að vinna rök fyrir sinni afstöðu. Sannleikurinn er sá að þetta er þeirra hugsjónamál og hugsjónir eru ekki alltaf háð rökhyggju.
Að lokum er það uppbygging einkarekins fyrirtækis sem að vill hefja rekstur á óvopnuðum herþotum á Keflavíkurflugvelli. Þar koma prinsipp mál gömlu herstöðvarandstæðinganna. Með því að vera á móti þessari uppbyggingu þá telja Vinstri Grænir sig vera að koma í veg fyrir uppbyggingu þessa fyrirtækis. Því fer fjarri. Það eina sem ávinnst með þrjósku, og þrákelni þeirra er að störfin sem að skapast verða ekki til á Íslandi heldur einhvers staðar annars staðar. Þessu fyrirtæki er nefninlega alveg skítsama um Vinstri Græna og afstöðu þeirra. Þeir ætla ekki að sitja einhvern siðferðisfyrirlestur frá VG. Ef þeir byggja ekki upp á Íslandi þá byggja þeir bara upp einhvers staðar annars staðar.
Vinstri Grænir hafa harkalega vegið að hagsmunum marga þeirra sem að standa að Samtökum Atvinnulífsins. Þessi mál hafa verið rædd á hinum pólitíska vettvangi og því er ekki ósanngjarnt að segja að Samtök Atvinnulífsins séu pólitísk hagsmunasamtök, sinna umbjóðenda, gegn Vinstri Grænum öðrum fremur. Það er eðli samtaka eins og SA að hugsa um hag umbjóðenda sinna og þegar að Vinstri Grænir vega gegn þeirra umbjóðendum þá snýst SA til varnar. Ef Steingrímur J. vill stríð þá fær hann stríð.
Segja SI pólitísk hagsmunasamtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.