8.9.2010 | 16:10
Hin sameiginlegu evrópsku hagsmunir fjarlægari en áður.
Til Evrópusambandsins er stofnað vegna sameiginlegra hagsmuna. Í byrjun náði samstarfið eingöngu til viðskipta með Kola og stálbandalaginu, forvera Evrópusambandsins, en æ síðan hafa bæst við fleiri og fleiri svið sem að þessir svokölluðu sameiginlegu hagsmunir ná til. Öryggis og varnarmál, atvinnumál, löggjöf ríkjanna, stjórnsýsla og svo framvegis eru mál sem að þessir sameiginlegu hagsmunir ná til.
En þegar að atvinnuleysi fer vaxandi, landsframleiðsla dregst saman, verðbólgan er há og efnahagurinn stendur í það heila höllum fæti þá er erfiðara að benda á hina sameiginlegu hagsmuni. Alla vega verða þeir miklu léttvægari en þau vandamál sem að steðja að ríkjum Evrópusambandsins. Leiðtogar þessara ríkja spyrja sig, af hverju á ég að hjálpa náunga mínum þegar ég er í ekkert betri málum sjálfur. Hagkerfi Evrópusambandsins byggir á því að ef eitt ríki er í vanda þá séu ennþá til nógu mörg ríki innan sambandsins sem að standa betur og eru því aflögu fær. Því er ekki að heilsa núna.
Efnahagsástandið sem að ég lýsti er einmitt mjög líkt efnahagsástandinu núna. Landsframleiðsla dregst saman, atvinnuleysi er mikið, verðbólgan er fjarri markmiðum Seðlabankans og hefur verið það lengi. Að vísu er vonarglæta í svartnættinu er að hagvöxtur mældist á síðasta ársfjórðungi. Það gæti verið byrjunin á einhverju en það gæti líka verið eins og gerðist í bandaríkjunum, bara smá öldutoppur sem að fór beina leið niður aftur. Af hverju ættum við að fara í ESB á þessum tímapunkti þegar að vandamál okkar eru miklu stærri en hugsanlegir sameiginlegir hagsmunir okkar og hinna ESB ríkjanna. Ekki það að ég telji að við eigum nokkra sameiginlega hagsmuni í fyrsta lagi.
Enn staglast ESB sinnar á því að það sé svo gott fyrir okkur að fara inn vegna þess að þá búum við, við öruggann gjaldmiðil, lægri vexti og betra efnahagsumhverfi. Hugsanlega er það rétt. En það hefur sýnt sig, svart á hvítu undanfarna mánuði að lágir vextir eru ekki trygging gegn kreppu. Öruggur gjaldmiðill er það ekki heldur. Ríki innan sambandsins eru að lenda í miklum vanda og þó eru þau með Evruna. Þó búa þau við þetta hagkvæma umhverfi sem að ESB sinnar lýsa.
Ef að það á að liggja fyrir okkur Íslendingum að ganga inn í ESB þá er það hins vegar morgunljóst að við völdum afleitan tíma til þess að sækja um. Nær hefði verið að sækja um þegar betur árar, bæði innan sambandsins sem og hjá okkur sjálfum. Viðbrögð ESB við kreppunni og vanda hinna ýmsu ríkja innan þess sýna það svo ekki verði um villst að ESB er ekki sú lífæð sem að ESB sinnar hafa lýst. Þegar kreppan skellur á, þá hugsar bara hver um sig. Og það ættum við að gera líka. Þegar að kreppan er afstaðin, þá má ræða framtíðarskipan mála, hvort að Ísland verði hluti af ESB eða ekki.
Segir vaxandi þjóðernishyggju ógna ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðernishyggja ógnar Íslandi meira en nokkuð annað. Í kreppum koma alltaf upp raddir sem kynda undir "þjóðvarnar"hugmyndum. Kreppan er þá talin vegna utanaðkomandi umsáturs eða "framandi" hópa innan þjóðfélagsins.
Vissulega getur slíkt skaðað ESB ef það verður ríkjandi viðhorf innan ríkjanna sem bandalagið mynda en við verðum sjálf að standa vaktina okkar og treysta því að aðrar þjóðir standi sína. Það eru blikur á lofti núna um allan heim en engin ástæða samt til að örvænta. Allt til enda mannkyns munu koma tímar sem eru erfiðir og sumir hrikalegir einsog styrjaldir. Svo slæmt er ástandið ekki orðið og ESB gerir amk ekkert til að æsa til ófriðar. Auðvitað standa þjóðirnar saman núna einsog áður enda ekki annað í stöðunni, nema fyrir jaðarþjóðirnar sem myndu ekki riðla neinu þó þær slitu samstarfinu af þjóðernisástæðum. Þjóðverjar græða þegar upp er staðið á þessu öllu saman. Þeir verða ekki fyrstir til að gefast upp.
Hvað varðar tímasetningu aðildarviðræðna þá er enginn tími betri en núið. Það er alltaf best að gera hlutina fyrr en síðar. Það er ekkert víst að þetta "síðar" komi nokkurn tímann. Kreppa má ekki þróast yfir í að verða hugarástand uppgjafar og magnleysis. Fyrst það er á annað borð tekið í mál að Íslendingar hefji viðræður ber að taka því fagnandi sem hverju öðru verkefni sem þarf að sinna. Það er enginn betri tími en núna til að ákveða hvert við stefnum til framtíðar. Framtíðin er núna. Það er núna sem er tími til að skapa. Morgundagurinn er ekki tryggingafélag sem lagar allt sem úrskeiðis fer einsog við viljum hafa það "bara si svona að sjálfu sér."
Gísli Ingvarsson, 8.9.2010 kl. 22:08
Þessi athugasemd á ekkert við núverandi stöðu innan ESB. Þjóðernishyggjan er ekki þjóðernishyggja í sjálfu sér heldur hugsar bara hver þjóð um sig. Þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það alltaf verða. Þegar vel árar geta þjóðirnar svo sinnt þessum blessuðu sameiginlegu evrópsku markmiðum en þegar kreppan skellur á, þá hugsar hver um sig. Það verðum við líka að gera. Það fylgir engin sérstök hjálparhönd þessum aðildarviðræðum.
Mér finnst samt pínu magnað að ESB sinninn Gísli Ingvarsson gerir ekki minnstu tilraun til þess að svara efnislega mínum röksemdum um ESB eða tímasetningu aðildarviðræðna okkar Íslendinga. Það finnst mér pínu magnað þó það í sjálfu sér komi ekkertr á óvart. Það sýnir bara málefnanlega stöðu ESB sinna í dag. ESB sinnar hafa stöðugt þurft að breyta um forsendur, breyta um rökstuðning fyrir því hvers vegna við Íslendingar eigum að ganga inn. Fyrst var það Evran og stöðugur gjaldmiðill, efnahagslegt öryggi og lágir vextir. Svo skall kreppan á. Enn er reynt að halda því fram að stjórnun fiskveiða, stjórnun auðlindar sem að þjóðin vill fá í sýnar hendur haldist hjá okkur íslendingum. Stækkunarstjóri ESB sló það rækilega út af borðinu á blaðamannafundi í Brussel. Fundi sem að Össur sjálfur hélt. Það er því ekki skrýtið að ESB sinnar séu hættir að svara rökum málefnanlega eða nota sjálfir rök máli sínu til stuðnings. Það er nefninlega ekki hægt.
Jóhann Pétur Pétursson, 9.9.2010 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.