Áróðursvél Rússa

Oft finnst mér gott þegar atburðir líðandi stundar eru skoðaðir að skoða söguna. Það er nefninlega þannig að sagan endurtekur sig æði oft. Oft þurfa stjórnvöld að grípa til ýmissa ráða til þess að réttlæta eigin gjörðir. Þannig er það til dæmis með stríðið í Úkraínu að Rússnesk stjórnvöld hafa notað alls kyns rök til þess að réttlæta gjörðir sínar. Áróðursvélin er algjörlega einhliða því stjórnvöld í Úkraínu þurfa ekki að réttlæta neitt. Þau eru að verja landið sitt fyrir óvinvettu ríki sem réðst á landið, fór með her yfir alþjóðlega viðurkennd landamæri. Þau eru einfaldlega að gera það sem öll ríki myndu gera sem er verja landið sitt.

Hvað söguna varðar þá má helst finna samnefnara við gjörðir Rússneskra stjórnvalda í Úkraínu í Þriðja ríki Nasismans í Þýskalandi. Nasistar starfræktu áróðursvél með gríðarlega góðum árangri. Árangurinn var svo góður að það hafa verið leiddar líkur að því að Adolf Hitler hefði hugsanlega verið kjörin í frjálsum kosningum jafnvel í styrjaldarlok þegar algjör eyðing blasti við Þjóðverjum. Nasistar voru reyndar svo góðir í sínum áróðri að fólk út um allan heim hreifst með Þriðja ríkinu. Þannig var starfræktur Nasista flokkur á Íslandi. Á lista sem talið er að hafi haft tengsl við flokkin má finna verðandi lögreglustjóra, lækni og son verðandi forseta. Það er því langt því frá hægt að halda fram að það að trúa áróðursvél sé dæmi um heimsku. Oft eiga þeir sem trúa litla möguleika á að sannreyna hvað sé rétt eða rangt. Að minnsta kosti á millistríðsárunum og á tímum seinni heimstyrjaldar. Enda hvers vegna ættum við ekki að trúa því sem okkur er sagt?

Í dag reyna Rússnesk stjórnvöld að telja okkur trú um að innrásin í Úkraínu hafi verið nauðsynleg til þess að afnasistavæða Úkraínu. Ítök Nasista í Úkraínu eru nú ekki meiri en svo að þjóðin virðist sameinuð um inngöngu í ESB og Nató. Ég hef að Nasistar á nokkrum tíma vilji hafa t.d. Bandaríkin sem náinn bandamann. Ég held líka að það sé óskaplega langsótt að segja að Nasistar ráði för við stjórn Úkraínu.

En aftur að áróðursvélinni. Eins og áróðursvél Nasista í Þriðja ríkinu hreif fólk með sér á millistríðsárunum og á tíma seinni heimstyrjaldar þá hrífst fólk í dag af áróðri Rússa. Fólk trúir á réttlætingu stríðsrekstursins. Trúir að þetta sé allt Bandaríkjunum að kenna (jafnvel þó aðstoð Bandaríkjanna og Breta hafi ekki hafist fyrir alvöru fyrr en eftir innlimun Krím skaga) og að allar frásagnir af stríðinu séu áróður frá bandaríkskum stjórnmálamönnum. En eins og eftir seinni heimstyrjöld þá hefur sagan kennt okkur að sannleikurinn sigrar alltaf. Það gerði það eftir seinna stríð þegar hryllingur Nasista kom í ljós og það mun líka gera það núna. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Samkvæmt þessum pistli gerir þú ráðið fyrir því að Pútín sé eins og Hitler. Pútler kallar Guðjón Hreinberg hann, og þó er afstaða hans tvíbent og jafnvel hlynnt Rússum og Pútín.

Þetta er einföldun.

Áróðursvél Vesturlanda er miklu öflugri en áróðursvél Rússlands. Nazistar Þriðja ríkisins flúðu til Bandaríkjanna margir, Wernher von Braun einna frægastur, fyrrverandi nazisti sem er kallaður faðir geimferðanna og geimflauganna.

Pútín hatar nazista. Rússar almennt nota innrás nazista á sínum tíma inní Rússland til að réttlæta stríðsrekstur sinn og útlendingaandúð. 

Öll meiriháttar ríki nota sömu aðferðir og nazistar, Göbbels og fleiri. Áróðurstæknin er bara eitt af mörgu sem nazistar annaðhvort fundu upp eða fullkomnuðu.

Hollywood er ein risastór áróðurssmiðja. 

Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að sannleikurinn kemur einmitt ekki í ljós. Sigurvegarar skrifa alltaf söguna og umsnúa henni, umhvolfa sannleikanum einatt sér í hag.

Þú skrifar að "stjórnvöld í Úkraínu þurfa ekki að réttlæta neitt".

Myndum við Íslendingar verja landið okkar? Getum við það? Nei. Þjóðerniskennd er búið að ala og rækta úr Íslendingum og gera úr okkur hlýðna rakka sem kyssa á vöndinn.

Þúsundir Úkraínumanna hafa dáið í stríðinu. Það er ákvörðun að berjast og sætta sig ekki við innrás og innlimun.

Líttu á þetta svona: Pútín hefði ekki drepið alla þessa Úkraínumenn ef þeir hefðu veitt litla mótspyrnu. Tjetsjeníustríðið sýndi og sannaði að hann viðurkennir engan ósigur. Hann er ekki eins og Hitler samt, því það eru einkenni allra stjórnenda í stríði sem eru harðir og ósveigjanlegir. Dæmin eru fjölmörg í sögunni um slíka menn.

Þeir sem miskunnarlaust ætla að sigra, eins og Rússar, nota áróður sem vopn. Það sama á við um Vesturlönd. Hefurðu lesið greinina í DV sem heitir: "Dauðalistinn og tjáningarfrelsið?" Við fréttina eru tenglar sem alvöru skjöl eru tengd við. Azov hersveitirnar í Úkraínu eru ekki uppspuni heldur veruleiki og þær eiga bakgrunn sinn í nýnazisma. Enda þarf slíka hugmyndafræði til að standa uppí hárunum á Rússum, sýna hörku í stríði.

Dauðalisti Úkraínunazistanna er fordæmdur um allan hinn siðmenntaða heim. Hugmyndafræðin á bakvið hann um að þagga niður í þeim sem eru með "upplýsingahryðjuverk" er mjög í samræmi við margt sem ýktustu og öfgafyllstu demókratarnir í Bandaríkjunum hafa sagt og gert til að koma Trump úr umferð og stuðningsfólki hans. 

Hugmyndafræði Rússa og þjóðernisöfgar þeirra eru ekki eins sterkt fyrirbæri og öfgafjölmenningarhyggja vinstrielítunnar í heiminum, bæði hjá demókrötum í Bandaríkjunum og fjölmörgum öðrum.

Nazisminn í Þýzkalandi um 1940 var ekki einangrað fyrirbæri. Sömu digru meginþræðir lágu inní flestar stjórnmálahreyfingar um allan hinn vestræna heim. Kynþáttahyggjan var tízkufyrirbæri og féll ekki í ónáð fyrr en eftir 1945.

Vinstriöfgar demókrata og öfgamanna í Úkraínu eiga það sameiginlegt með nazisma Hitlers og kommúnisma Stalíns að þar er hugmyndafræði sem á sér engin landamæri, hún gegnsýrir alla pólitík og hefur gert um langt skeið.

Frelsisstríð Úkraínumanna sem Selenský er að há og Úkraínumenn er frekar svipað því þegar Ísland vildi fá sjálfstæði undan Dönum. Það má líkja þessu við að Danir hefðu gert árás á Ísland og viljað innlima það að nýju, en að vísu erum við ekki með þann her sem Úkraínumenn hafa.

Aðalmálið er þetta: Allir Úkraínumennirnir sem hafa dáið í þessari styrjöld hefðu lifað eðlilegu lífi ef Úkraínumenn hefðu ekki veitt Rússum mótspyrnu. Stríð af þessu tagi tilheyra fyrri öldum.

Allar hugsjónir og draumórar eins og frelsi og sjálfstæði eru sjálfsblekking að hluta til og veruleiki að hluta til.

Til að verja óáþreifanlega hluti eins og trú, stjórnmálaskoðun eða sjálfstæði þarftu að fórna miklu, mannslífum. 

Það segir sig sjálft að forseti eins og Selenskí er ekki venjulegur Íslendingur sem selur samvizku sína fyrir bandarískt tyggjóbréf eða annað frá Mammon.

Selenskí er stríðsherra. Þú getur kallað hann stríðshetju, þetta tvennt fer oft saman.

Það er þín ákvörðun hvaða áróðri þú vilt trúa, en sífellt fleiri eru farnir að átta sig á því að svarthvítur áróður Vesturlanda er einföldun og rangur að sumu leyti.

Ingólfur Sigurðsson, 5.1.2023 kl. 00:40

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Eftir lestur færslu Jóhanns fann ég mig knúinn til að koma með nokkrar athugasemdir, en eftir að hafa lesið athugasemd Ingólfs, þá voru þar að finna u.þ.b. allar þær skynsamlegu (að hætti Ingólfs) ábendingar eða leiðréttingar við þessa færslu Jóhanns, sem mér þótti skorta.

Ég læt því nægja að bæta við einni lauf-léttri viðbót, nefnilega þeirri að mér finnist að rök Jóhanns sjálfs, svo kaldhæðnislega sem það hljómar, varðandi gríðanlegan árangur áróðursvélar Þriðja ríkisins, Stalíns og loks Pútíns birtast líkt og bjúgverpill í mjög svo mótuðum skoðunum hans sjálfs.

Jónatan Karlsson, 5.1.2023 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband