8.11.2010 | 19:44
Framtíð þjóðarinnar er að veði.
Þegar að alvarleg málefni eins og gríðarlegur skuldavandi heimila og fyrirtækja blasir við, mikið atvinnuleysi þó svo að ríkisstjórnin reyni sífellt að tala niður atvinnuleysið, og að framundan er áratuga stöðun þá er erfitt að taka önnur mál alvarlega. Þess vegna reynist mér mjög erfitt að að taka Álfheiði Ingadóttur alvarlega í þessum málatilbúnaði. Við þennan málatilbúnað hef ég nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi er ástæða til þess að ætla að Bandaríkjastjórn hafi safnað upplýsingum um aðra en þjóðþekktar persónur svo sem stjórnmálamenn? Það er mjög eðlilegt að erlent ríki, sem að þar að auki hafði til fjölda ára her á Íslandi vilji hafa einhverjar upplýsingar um þær persónur sem að fást við landsstjórnina. Í öðru lagi er einhver ástæða til þess að ætla að þessar upplýsingar sem að Bandaríkjastjórn á að hafa safnað séu eitthvað dýpri en hver sem er getur náð á hinum ýmsu miðlum svo sem netinu, fjölmiðlum, dagblöðum og slíku. Það kæmi fólki á óvart hversu víðtækann gagnabanka hægt er að ná um fólk eins og stjórnmálamenn með því einu að vera nettengdur. Er ástæða til þess að ætla að Bandaríkjastjórn hafi safnað sér upplýsingum sem að ekki liggja fyrir augum allra sem að vilkja nálgast þær svo sem með símhlerunum, innan úr ráðuneytum eða öðrum stofnunum og svo framvegis? Í þriðja lagi er ástæða til þess að ætla að sá einstaklingur eða einstaklingar hafi beðið skaða af því að safnað hafi verið upplýsingum um þá?
Eins og ég segi þá finnst mér þetta harla ómerkilegt mál, nema kannski fyrir forvitnissakir og kannski fyrir sagnfræðinga síðar meir. Mér fyndist hins vegar Bandaríska utanríkisþjónustan ekki vera að sinna sínu hlutverki ef af að hún hefði ekki unnið einhvers konar upplýsingavinnu um Ísland.
Almenningur sé upplýstur um njósnasveitina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.