9.12.2010 | 12:52
Fáheyrt.
Það er fáheyrt að stjórnarliði styðji ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjárlög. það sem að vegur þyngra í vantrausti Lilju á frumvarpið er það að hún er menntaður hagfræðingur og að í raun er þetta vantraust á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, efnahagsstefnu sem að er algjörlega byggð á sandi. Það sést á því að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa hjól efnahagslífsins ekki snúist enn. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir eru þjóðin enn í skuldaklafa og því getur megnar þjóðin ekki að koma hjólum efnahagslífsins í gang. Því hefur verið haldið fram að hjól efnahagslífsins komist ekki í gang með eintómum álverum og stóriðjuframkvæmdum. Það að hluta til er rétt. Það sem að þarf að gerast er að koma upp eyðslu og veltu í samfélaginu. Til þess þarf fólk að hafa peninga milli handanna. Peninga sem að fara í eitthvað annað en að borga af ofvöxnum skuldum og síhækkandi skatta. Ef að það gerist þá vegur það miklu dýpra heldur en eitt eða tvö álver og slík uppsveifla endist miklu betur en uppsveifla vegna byggingu álvera. Eins og margsinnis hefur verið bent á þá er ekki hægt að skera sig niður og skattleggja sig út úr kreppu. Og eins og samdráttur mældur af AGS sýnir þá er þeirra eigin efnahagsstefna og efnahagsstefna ríkisstjórnar Íslands algjörlega byggð á sandi og er ekki að skila því sem að var stefnt. Og breytir fyrir forsendur fjárlaga næsta árs hvernig tekst til á vinnumarkaði á næstu misserum. Um þau átök eru forsvarsmenn verkalýðsfélaga og atvinnurekenda sammála um eitt, allt veltur á útspili ríkisstjórnar Íslands. Komi þeir ekki með útspil sem að ASÍ og SÍ geta sætt sig við, þá verða engir samningar undirritaðaðir. Og af fenginni reynslu þá þarf líka undirskrift allra ráðherra ríkisstjórnar Íslands og þingmanna VG á það skjal.
Hafnar niðurskurði í frumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.