Sýnir mátt krónunnar og máttleysi ríkisstjórnarinnar.

Á undanförnum misserum hefur Jóhönnu og Steingrími orðið tíðrætt um mikinn uppgang í íslensku efnahagslífi og hvernig ríkisstjórnin hafi tekið efnahagsmálin föstum tökum á síðustu tveimur árum. Sumar hagtölur hafa verið þeim hliðhollar eins og atvinnuleysi og verðbólga. Aðrar hafa hins vegar sýnt fram á hið gagnstæða eins og mikill samdráttur í landsframleiðslu. Minna atvinnuleysi verður samt að skoða í ljósi þess að 22 þúsund manns hafa horfið út af atvinnumarkaði, ýmist erlendir ríkisborgarar aftur til sín heima en einnig íslendingar flutt búferlum erlendis í leit að atvinnu. Það er afskaplega slæmt að missa hendur út af vinnumarkaði því að það eru þá færri hendur sem að standa undir samneyslunni.

En til þess að vera sanngjarn þá er það rétt að verðbólgan hefur minnkað síðustu misserin. Og ríkisstjórnin hefur fullyrt að það sé henni að þakka og engu öðru. En Paul Krugman fullyrðir að þessi viðbótarinnspýting sem að hefur komið í hagkerfið sé vegna gengissveiflna en ekki sérstaklega vegna aðgerða ríkisstjórnar Íslands. Við það má svo bæta að allar aðgerðir ríkistjórnarinnar hafa frekar þrýst á hærra verðlag og þar með verðbólguaukningu frekar en að valda einhverri innspýtingu inn í íslenska hagkerfið.

Þetta blogg Paul Krugman er einnig athyglisverður vinkill á umræðu um gjaldmiðla. Ein helsta forsenda þeirra sem vilja ganga inn í ESB er sú að íslenska krónan sé ónýtur gjaldmiðill. Fjöldinn allur af Evrópusambandssinnum hafa stundað það að tala niður íslensku krónuna, svo sem Þorvaldur Gylfason hagfræðingur. Það skyldi þó aldrei vera að "máttlausa" krónan sýndi og sannaði hversu máttlaus þessi ríkisstjórn okkar er og um leið sýndi þingi og þjóð fram á mátt sinn.


mbl.is Krugman: Krónan sýnir gildi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband