Myndir af börnum?

Ég og tengdamamma lentum, nja kannski ekki í rifrildi enda rífumst við tengdó ekki oft en svona, það kom upp ágreiningur. Reyndar sagði tengdó ekki orð en ég lýsti minni skoðun og ég sá það á auðnarráðinu að hún var ekki sammála mér. (hef ég einhvern tíma sagt ykkur hvað ég á frábæra tengdamömmu?)

Það varðar myndir af börnum. Yfirleitt finnst mér börn rosalega sæt og mér finnst gaman að sjá myndir af börnum EN, ég þoli ekki myndir af börnum í baði, á koppnum eða á klósettinu. Þær fara í mínar fínustu taugar. Það er nákvæmlega ekkert sniðugt eða sætt við barn í baði eða barn á koppnum að kúka??? Hvað ætli foreldrunum fyndist um það ef að það væru tekna myndir af þeim við sömu aðstæður?? Þar fyrir utan finnst mér fólk sem að finnst mynd af barni á klósettinu svo rosalega sætt.... það á þá við meira vandamál að stríða heldur en ég og þá er það nú mikið sagt því að eins og allir vita er ég helsjúkur.

Ég er eitt af þeim börnum (ég var einu sinni barn...eða er ennþá ég veit það ekki) sem að svona myndir eru til af. Ég er samt nokkuð viss um að allar svoleiðis myndir af mér eru...hérna...uhummm... týndar. (þeim hefur samt ekki verið fargað...ennþá). Kannski er ég á móti svona myndum þess vegna.

En mér þætti gaman að fá álit á þessu...málefni. Er þetta svona rosalega sætt og alveg ægilega sniðugt að taka myndir af börnum í baði eða á koppnum? Mér finnst um að gera að taka margar myndir af börnunum sínum, en myndir sem að maður myndi hvort eð er ekki setja upp á vegg, er ekki alveg eins gott að sleppa því að taka þær? Myndi maður sjálfur vilja eiga mynd af sér á koppnum eða í baði þegar maður var barn? Nei? Af hverju ætti þá barnið að vilja það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Ég man bara þegar ég var barn að skoða myndaalbúmin og sá svona bað- eða klósettmyndir af mér frá fyrri tímum þá var ég ekki sátt. Skammaði foreldra mína fyrir.

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 16.4.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Katrín M.

Það  er ekkert að baðmyndum! Foreldrarnir að festa á filmu þá minningu hvað það var gaman/erfitt/blauttfyrirallaíbúðina að henda manni í bað. Og ég tala nú ekki um ef mörg systkini voru saman í baði. Það erum til margar baðmyndir af mér þegar ég var barn og ég sé ekkert athugavert við það.

Klósettferðirnar, jahh, eru líka til. ekki er ég vælandi. Sé ekkert athugavert við að taka mynd af fyrstu klósettferðinni. Og það getur enginn tekið mynd af mér í þeirri stöðu aftur því ég fer ekki á klósett. Ég fer á dolluna. Og læsi. 

Katrín M., 16.4.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband