Að missa af uppvaski.

Í stillitæknitíma um daginn þá barst í tal uppvask og uppþvottavélar. Vel flestir eða bara allir nema ég voru á því að uppþvottavélar væru hið mesta þarfaþing og það væri alveg ömurlegt að vaska upp.

 En ekki ég. Mér finnst það bara alveg ágætt. Ég veit ekkert skemmtilegra en að horfa á leirtauið allt skínandi hreint í uppþvottagrindinni. Þá veit ég að ég hef verið duglegur. Þess vegna sagið ég við Gunna félaga minn það væri hræðilegt að fá sér uppþvottavél, þá missti maður af uppvaskinu.

Og Gunni bugaðist, ekki út af skólanum eins og svo oft heldur bugaðist hann vegna Jóhanns. Að missa af uppvaskinu fannst honum alveg fáránleg hugmynd. Svo fáránleg að hann varð að bera hana undir alla aðra nemendur í tímanum og tvo kennara þar að auki. Það kom í ljós að enginn annar var svo skrýtinn að missa af uppvaski eða að allir hinir voru svo skrýtnir að vilja missa af uppvaskinu eða bara vildu ekki sjá það yfirleitt. Ég er ekki viss um hver sé skrýtinn.

Skaginn er fallinn niður í 1. deild. Ég ætla hins vegar að sleppa því að tengja bloggið við mbl.is og hrauna yfir mann og annan. Hins vegar vil ég að allir geri sér grein fyrir að þetta er mjög sorglegur atburður. Hugsið ykkur ef Man Utd, Liverpool eða Chelsea féllu. Þá yrði sko grátið.

Brenndi mig líka á puttanum í dag. Komst að því að vír sem að ég var að nota við það að sjóða er heitur og vel til þess fallinn að brenna putta. Brenndi puttinn gerir líka það að verkum að það er örlítið erfiðara að vélrita því að ég þrýsti alltaf brunasárinu á takkana á lyklaborðinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Að MISSA AF UPPVASKINU???? Þú getur þá verið alveg öruggur um að að Ingibjörg ráðist ekki á þig með sverði og látum vegna rifrildis um uppvaskið sbr. frétt um daginn.

Já Skaginn fallinn... ekki græt ég....

Og ef það er svona vont að pikka inn á lyklaborðið þá skaltu bara gera eitthvað annað en að hanga í tölvunni og pikka á lyklaborðið! Heilvita maður eins og þú á nú að vita það að heitur vír er heitur :-P Ég skal samt vorkenna þér smá ;-)

Vera Knútsdóttir, 19.9.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Sigurbjörn Gíslason

Jæja kallinn minn, þannig að okkar menn verða í sömu deid næsta sumar. Það gæti bara vel farið svo að maður færi með þér á völlinn í sumar:)

En Vera, Það að halda því fram að Jóhann sé heilvita maður er jafn gáfulegt og að fá sér drátt fyrir málstað skírlífis, og hana nú.

P.s. Áfram Víkingur!!!!!!

Sigurbjörn Gíslason, 22.9.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Já það er rétt hjá þér Sibbi, ég veit ekki hvernig mér datt það í hug að kalla hann heilvita mann... :-D

Vera Knútsdóttir, 23.9.2008 kl. 09:04

4 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

usssss.. bannað að segja svona ljótt. Man. Utd fellur ekki.

Ég er reyndar sammála þér um að uppþvottavélar séu engin nauðsyn. Ég skil það þegar fólk með stórt heimili er með uppþvottavél en það er ekki eins og það taki langan tíma að vaska upp.

Óli Kjartans var reyndar sammála um að hann missti stundum af uppvaskinu. En það var bara ef eitthvað enn leiðinlegra biði hans.

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 23.9.2008 kl. 10:40

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég vil nota tækifærið og þakka þessa einlægu og afdráttarlausu traustsyfirlýsingu frá vinum mínum. Maður er hræður að sjá hversu mikið álit þeir hafa á mér og það verður erfitt að standa undir þessu mikla trausti sem að þeir bera til mín.

Jóhann Pétur Pétursson, 23.9.2008 kl. 11:42

6 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Jóhann minn þegar þú brennir þig á heitu járni þá er nú ekki hægt annað en að gera grín að þér. Þér er greinilega ekki treystandi fyrir heitum hlutum :-P

Vera Knútsdóttir, 23.9.2008 kl. 12:37

7 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Heyriru það Jói! Þér er ekki treystandi fyrir mér. [leggst í fósturstellinguna og orgar af hlátri]

Well at least I entertain myself.

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 24.9.2008 kl. 16:10

8 identicon

já það er satt að jóa er ekki treystandi fyrir heitum hlutum, hann er búinn að sýna það og sanna. uppvask er ekkert mál, ég er ekki með uppþvottavél hér niðri og vaska því allt mitt upp, ekkert mál, ég hef þá eitthvað að gera á milli þess sem ég fae mér bita og passa. uppvöskunarvélin er fyrir þá sem eru með stór heimili með miklu uppvaski eða latir.

Berglind (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband