8.10.2008 | 17:17
Mér leiðist...
...í fyrsta lagi ástandið hérna heima. Maður á víst nóg með að halda í þessa örlitlu geðheilsu sem að maður á eftir þó svo að mesta svartsýnisástand allra tíma hér á landi bætist ekki ofan á. En ég get víst lítið við því gert.
... að þegar fólk er að rökræða eins og til dæmis um efnahagsástandið hérna heima, að fólk virðist gleyma öllum mannasiðum og almennri kurteisi. Fólki finnst ekkert eðlilegra en að grípa fram í fyrir öðrum, gera lítið úr skoðunum annarra og tala niður til fólks. Jafnvel fólk miklu eldra en ég eru oft á tíðum bara reglulegir dónar í samræðum. Ég er ekki að segja að allir þurfi að vera sammála. En það er alveg sama hver skoðun hvers og eins er, þær eiga allar sem ein rétt á sér og engin skoðun er verri en önnur. Þetta hef ég ítrekað verið að fengið að reyna síðustu daga, jafnvel frá fólki sem að ég taldi ágætis kunningja mína. Það er eins og þetta ástand kalli fram hið versta í fólki. Fólk virðist ekki þurfa að bera virðingu hvert fyrir öðru lengur.
... að það að styðja Sjálfstæðisflokkinn er ekki aðeins bannað, heldur gera þeir sem að styðja hann sig að algjöru skotmarki. Ég hef oft sagt að ég styð þennan flokk af því að ég styð það sem að hann stendur fyrir. Ég hef aldrei sagt að ég styðji allt sem að þessi ágæti flokkur hefur gert á síðustu árum eða er að gera. Eða að ég kaupi allt sem að forsvarsmenn þess flokks eða ríkisstjórnarinnar segja eða gera. Aftur á móti finnst mér þessir menn skulda okkur skýringar og þurfi að svara mjög mörgu þegar fram í sækir. Eins finnst mér Seðlabankinn, stjórnendur bankanna og jafnvel fleiri þurfi að standa fyrir máli sínu þegar þessi stormur er liðinn. En ég styð Sjálfstæðisflokkinn og hyggst gera það áfram, hvað sem að á gengur.
... þegar fólk kemur fram með sleggjudóma. Setningar eins og " þetta er allt Davíð að kenna" eða þá "þetta er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna" heyrast víða þessa dagana. Vissulega eru þetta að einhverju leyti eðlileg viðbrögð. Þegar svona gerist kemur upp eðlileg reiði og uppreisnarhugur í fólk. Hins vegar er það líka alveg gríðarleg einföldun að segja að versta efnahagskreppa síðan í byrjun síðustu aldar sé einum manni eða einum flokki að kenna. Hins vegar ef maður reynir að segja að staðan sé örlítið flóknari en svo þá er maður bara fífl. Ég er ekki að segja að flokkar eða menn séu eitthvað saklausir. Það hlýtur að vera að í aðdraganda þessarar kreppu þá hafi verið gerð mistök. Annars værum við ekki þar sem að við erum í dag, það segir sig sjálft. En hvort að menn eða flokkar hefðu átt að sjá þetta fyrir eða að leggja skuldina á einn mann eða einn flokk, það svo sannarlega ber vott um einfeldni og barnaskap. (sem að eru sum orðin sem að ég hef fengið að heyra fyrir það eitt að segjast vera Sjálfstæðismaður)
Hvort að Sjálfstæðisflokkurinn verði við völd að loknum kosningum eða hvort að Davíð verði áfram í Seðlabankanum, vitið mér gæti ekki verið meira skítsama. Það styttir upp um síðir og ég veit að dagar Sjálfstæðisflokksins munu koma aftur. Ég vona bara að Sjálfstæðisflokknum takist að minna fólk á hvað virkilega skiptir máli og hvað hann raunverulega stendur fyrir sem að er áframhaldandi sjálfstæði landsins, frelsi í viðskiptum, frelsi einstaklingsins og það að ríkisstarfsemi á að vera eins lítil og mögulega hægt er. Ef maður les söguna þá er þetta grunnurinn að Sjálfstæðisflokknum, þetta stendur hann fyrir og ég styð það og mun styðja það áfram.
Jóhann leiður, mjög leiður.
P.s. það er þó eitt ljós í myrkrinu. Ég held að íslenska þjóðin hafi bara svona mátulega gott af þessu. Það sýnir okkur að við erum kannski ekki besta þjóð í heimi og heimurinn fellur ekki að fótum okkar bara af því að við viljum það. Við ættum að hafa það í huga þegar við tölum um að ganga í risabandalög sem að í eru milljóna þjóðir. Fólk mun ekki falla í stafi við inngöngu okkar, bara af því að við erum Íslendingar.
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.