Hvað hefur feitt fólk á móti mér?

Ég vil byrja á því að taka það alveg sérstaklega fram og þannig að það sé alveg kýrskýrt að ég hef ekkert á móti hvorki feitum konum eða feitu fólki almennt. Fólk er bara eins og það er og hefur fullt leyfi til þess að vera eins og það er fyrir mér. Mér finnst persónuleiki ekkert síður aðlaðandi heldur en útlitið og fólk getur alveg verið fallegt þó svo að það sé frjálslega vaxið.

En nóg um það, hvað hafa þá feitar konur á móti mér? Nú eru þið örugglega farin að klóra ykkur í hausnum og komin á þá skoðun að Jóhann sé endanlega geðveikur. Það er að nokkru leyti rétt, ég varð endanlega geðveikur fyrir löngu og það er eiginlega svo langt síðan að ég man það ekki. En ég fór út að skemmta mér í gær(á Sálarball... það var geðveikt) sem að er ekki frá sögu færandi nema hvað að ég er úti á dansgólfinu og eins og alltaf að þegar ég er úti á djamminu hér á Akureyri þá fæ ég stórann og feitan rass í bakið. Þar var þessi gaur sem að var gersamlega að missa sig á dansgólfinu og slengdi rassinum í allar áttir. Dansstíllinn var ekkert sérstaklega fallegur, minnti mig helst á hundinn minn hann Castró þegar hann hristir sig ef hann er blautur. Rassinn og allir skankarnir skutust í allar áttir og lentu á hverju sem fyrir var og oftar en ekki var það ég. Og það virtist alveg sama hvernig ég færði mig á dansgólfinu, alltaf var þessi gaur kominn með rassinn sinn eða olnboganna í mig. Meira að segja einu sinni þegar ég snéri bakinu í súlu þá kom höndin á honum og barði mig í síðuna.

Þetta er ekki fyrsta skiptið sem að ég lendi í feitu fólki á dansgólfinu. Einu sinni á Vélsmiðjunni, þá klesstust utan í mig feit hjón og stigu svo ofan á ristina á mér. Ég get líka nefnt kaffi Amor þar var ein gella í þvílíka tjúttinu og dillaði rassinum utan í mig. Og hún hafði líka þennan hæfileika að geta fundið mig hvar sem er á dansgólfinu.

Þetta er ótrúlegt, hvernig þessu fólki tekst alltaf að finna mig á dansgólfinu. Maður á nú alveg nóg með blindfullafólkið sem að labbar á mann af þeirri einföldu ástæðu að það sér mann ekki.

En það var geðveikt gaman í gær. Takk Ingibjörg og takk Elín.... þið voruð frábærar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Takk sömuleiðis. Þetta var frábært kvöld í alla staði.

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 27.10.2008 kl. 19:43

2 identicon

gott að þið skemmtið ykkur vel elskurnar. verst með fólkið sem leitar þið uppi á dansgólfinu til að rekast í þig. kv. ameríkufarinn

Berglind mágkona (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 03:12

3 identicon

Heyrðu ég kannast við svona fólk, það er alveg sama hvað maður reynir að leika á það, það finnur mann alltaf með sínar rassahristingar.

Alveg ótrúlegt

Svalasta (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband