4.11.2008 | 11:42
Dótið er of dýrt.
Ég komst að því að dót á Íslandi er of dýrt. Ég fór í Toys R us á föstudaginn og svo fórum við Sibbi og Ingibjörg í Hagkaup á laugardaginn. Í bæði skiptin var tilgangur ferðarinnar sá sami, að finna Legó sem að við Sibbi gætum kubbað. En við komumst að því að dót á Íslandi er orðið það dýrt að það er ekki verjandi að tveir fullorðnir menn (samkvæmt dagatalinu alla vega, mér telst til að á næsta ári verði Sibbi gamall og ég fjörgamall(25 og 26)) kaupi sér Legó til þess að kubba. Það að kubba er nefnininlega alveg fyrirtaks skemmtun. En að þessu sinni var ekkert Legó keypt.
En þau voru keypt.
Þeir sem að vita ekki hver "þau" eru, slái sig utanundir leiftursnöggt, en þetta eru Ástríkur, Steinríkur og Tveety. Ástríkur er keyptur handa mér og eins og þið sjáið er hann ljóshærður, en Facebook komst að því í gær að það ætti að vera háraliturinn minn. Andskotans Facebook. Steinríkur var keyptur handa Sibba en hann gleymdi að taka hann með sér suður. Ég ætlaði að kaupa einhverja kvenpersónu úr sögunum um Ástrík galvarska og Steinrík alvarska handa Ingibjörgu en hún var bara ekki til. Auk þess eru kvenpersónur ekkert rosalega áberandi í sögunum um Ástrík og Steinrík. Þar er gamla góða karlremban enn á ferðinni, en það fer skelfilega lítið fyrir henni nú orðið. Spurningin um að stofna hóp á Facebook um það, endurvekjum karlrembuna. Nei ég er bara svona að pæla. Til þess að Tveety passi í söguna þá er hann ættleitt barn eða fugl Ástríks og Steinríks.
Upprunalega komu þessir kallar með Pezi og við Elín fórum að sjálfsögðu að gæða okkur á namminu á leið heim úr borg óttans. Ástríkur gerðist hins vegar á leiðinni helst til fjölþreifinn gagnvart Elínu og ferðaðist víða á mjög svo ósæmilega staði. Varð ástandið svo slæmt að ég er jafnvel að spá í að senda hann í hóp fyrir ástar og kynlíffíkla. Reyndar sögðu sumir að Ástríkur væri stjórnað af mér með hugarorkunni og væri að framkvæma allt það sem að ég, sökum velsæmis og siðferðilega sjónarmiða auk þeirrar virðingar sem að ég ber fyrir vinum mínum og vinkonum, gæti ekki framkvæmt. Það er þá spurning um að senda mig í sjálfshjálparhóp fyrir ástar og kynlífsfíkla. Jæja, geri það kannski seinna, ætla að einbeita mér að því starfi sem að ég er að vinna í dag. Sjá árangur þar áður en að ég geri eitthvað fleira.
P.s.
ef að það finnast einhverjar stafsetningarvillur eða málfarsvillur í þessari færslu, þá er það bara til þess að íslensku sénínin í vinahópnum hafi nú eitthvað að gera og leiðist ekki.Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heeeey...
Ég ætla bara að segja eitt. Búðin heurir Toys R Us.
og ég ætla að segja annað. Þú ert frábær.
Katrín M., 4.11.2008 kl. 21:21
Takk Kata, og ég er búinn að leiðrétta.
Jóhann Pétur Pétursson, 4.11.2008 kl. 21:42
Það er náttúrulega brot á Genfarsáttmálanum að lego (nafnið var upphaflega sett saman úr dönsku orðunum "lege" og "godt" (stafetning án ábyrgðar) en síðar komst stofnandinn að því að lego þýðir "raða saman" á latínu, sem er skemmtileg tilviljun) skuli vera svona dýrt!!!
Sigurbjörn Gíslason, 9.11.2008 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.